Vísir - 18.09.1962, Page 6

Vísir - 18.09.1962, Page 6
6 Þriðjudagur 18. september 1962 Vestur-Þjóðverjar keppa ákaft á sviði tízkunnar eins og fleiri svið- um, og fyrir nokkru sendu þýzk fyrirtæki hóp sýningarkvenna í sýningarför til ýmissa landa. Þær sýndu einungis alls konar flíkur úr gerviefninu „draIon“, og voru flíkumar annað hvort eingöngu úr því efni eða að þvi var blandað f önnur efni, svo sem ull. — Efri myndin er af samkvæmiskjól úr „dralon“-flaueli, en hin sýnir nokkrar sýningarstúlknanna,, sem voru af ýmsu þjóðemi (talið frá vinstri): Kínversk, bandarísk, afrísk, sænsk og suður-afrísk. Mynd- in er tekin, er þær voru að hefja ferðina frá flugvellinum við , ( Frankfurt am Main. Willy Breinholst vill skrifa um ísland Danski skopsagnahöfundurinn Willy Breinholst kom hingað til lands um helgina og mun dveljast hér í um vikutíma til að viða að .ér efni um ísland í gamansögur. Sögur og bækur Breinholst hafa fengið mjög mikla útbreiðslu. Smásögur hans birtast í yfir 300 dagblöðum og vikublöðum í Evr- ópu. Þá hefur hann samið 28 bækur, sem gefnar éru út í flestum lönd- um. Eru þeirra á meðal ferðabæk- ur, en allar eru þær í sama skop- tóni og fylgja þeim margar teikn- ingar. En Breinholst finnst að einn galli hafi verið við þessar bækur, að þar er hvergi minnzt á ísland og nú ætlar hann loksins að bæta úr því. Þá stendur til á næstunni að gefa fyrstu bók Breinholst út í ís- lenzkri þýðingu. Er það ein vin- sælasta bók hans sem kallast á dönsku „Kunsten at være Far“, en í íslenzku þýðingunni: „Vandinn að vera pabbi". Er það bókaútgáf- an Fróði sem gefur hana út á næstunni. .4 Willy Breinholst. _______ VISIR ______________ Funsflur rúðgjufu - pngs Evrépn í gær kom ráðgjafaþing Ev- ruópuráðsins saman til fundar í Strassborg og stendur fundurinn tií 25. september. Fulltrúi íslands á ráðgjafaþinginu verður Þorvald- ur Garðar Kristjánsson. Fyrstu tvo dagana verða haldn- ir sameiginlegir fundir ráðgjafa- þingsins og Evrópuþingsins svo- nefnda, en á því eiga sæti þing- menn frá þeim 6 ríkjum, sem eru í Efnahagsbandalagi Evrópu. Á dagskrá þingsins eru m. a. al- mennar umræður um stjórnmála- þróunina í Evrópu. Þá verður rætt um efnahagssamvinnu ríkjanna í Evrópu og Norður-Ameríku, um orkumál og umferðarmál. Þá verð- ur fjallað um starfsemi ýmissa Evrópustofnana, um ástandið í Albaníu, um flóttamannamál og um lögfræðilega aðstoð við van- þróuð lönd. Viðskipfasamning- ur við Pólland Á grundvelli viðskiptasamn- ings milli Islands og Póllands frá 18. nóvember 1949, var und- irritaður í Varsjá hinn 14. sept. 1962 samningur um viðskipti milli landanna fyrir tímabilið 1. október 1962 til 30. september 1963. Gert er ráð fyrir að ísland selji eins og áður frysta síld, saltsíld, fiskimjöl, lýsi, saltaðar gærur og auk þess fleiri vörur. Frá Póllandi er meðal annars gert ráð fyrir að kaupa kol, timbur, járh ag'"Stálvörur, éfna- vörur, vefnaðafv'drur,; véíar Ög verkfæri, búsáhöld, skófatnað og fleiri vörur. Af Islands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guð- jónsson, ráðuneytisstjóri, Svan- björn Frímannsson, bankastjóri, Pétur Pétursson, forstjóri, Gunn ar Flóvenz, forstjóri, og Árni Finnbjörnsson, framkvæmdastj. Á laugardaginn var undirritaður kjarasamningur við ríkisstarfsmenn ; og var ákveðið. í honum, að þeir ; skyldu fá 7% launahækkun til við- I bótar við þá 4% hækkun, seip þeir Jfengu 1. júní s. 1. Hér er um að ; ræða fyrsta kjarasamninginn, sem j gerður er milli ríkissjóðs og Banda ; lags starfsmanna ríkis og bæja samkvæmt nýjum lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna. í bráðabirgðaákvæði í þeim er gert ráð fyrir að Bandalag starfs- manna ríkis og bæja geti krafizt launahækkana af almennar og veru legar kauphækkanir verða þar til Skemmtiferðafólk er að mestu hætt að koma í Mývatnssveit á þessu sumri, enda engar áætlunar- ferðir Iengur frá Akureyri. Undanfarnar helgar hefur þó ver- ið efnt til sérstakra hópferða til Mývatns og má segja að það séu einu ferðamennirnir, semleggjaorð ið leið sína um Mývatnssveit. Sjö manns' drukkna Sjóslys hefir orðið á Svartahafi við norðurströnd Tyrklands. Sextlu lesta vélbátur var þar á ferð, þegar skyndilega varð í hon- um sprenging, svo að hann sökk á fáeinum mínútum. Sjö manna, sem voru með bátnum, er saknað og eru þeir taldir af. kjaraákvæði skv. lögum koma til framkvæmda. Gerði bandalagið kröfu um launabætur með bréfi dagsettu 27. júní Síðan stóðu yfir viðræður milli samninganefndar af hálfu fjármála- ráðherra annars vegar og kjara- ráðs Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hins vegar um launa- bætur til samræmis við þær hækk anir, se morðið hafa hjá öðrum stéttum. Launahækkun sú sem nú var samið um gildir frá 1. júní og verður greidd með októberlaunum. Bæði þetta sumar og eins s.l. sumar hafa verið óvenju köld og sólarlítil og heyskapur erfiður. — Seinni hluta júlímánaðar í sumar var nokkuð sólrikt, en síðan ekki söguna meir og fáir sólardagar komið úr þvi. Unnið er að því að leggja raf- magn f Mývatnssveitina frá Laxár- virkjuninni og cr vonazt til að það verði sett í samband í haust. ■ Gjöf til Lang- holtskirkju Á kirkjudegi Langholtssafnaðar, sem haldinn var í safnaðarheimil- inu í gær, barst Langholtskirkju höfðingleg gjöf, sem var altarissilf- ur, að verðmæti um 50 þús. kr. Gjöf þessi var að verulegu leyti frá kvenfélagi safnaðarins, en að hinu leytinu minningargjafir. Kirkjudagar hafa undanfarið ver- ið haldnir árlega í Langholtssókn og jafnan við ágætar undirtektir. í gær var fyrst guðsþjónusta og síðan barnasamkoma, en í gær- kvöldi skemmtun með fjölbreyttu dagskrárefni, m. a. leikþáttum, ein- söng, leik klassiskra tónverka á saxófón með píanóundirleik o. fl. Var aðsókn með þeim ágætum, að tvífylla varð húsið. Kvenfélag safnaðarins annaðist kaffisölu allan daginn. Kirkjudagar þessir eru helgaðir kynningu á kirkjulffinu og eflingu safnaðarstarfsins, jafnframt því sem reynt er að afla fjár til kirkj- unnar og kirkjustarfsins. Niirnberg-knattspymufélagið þýzka hefir unnið bikarkeppnina 1 V.-Þýzkalandi þrisvar, og átta sinnum hefir það verið Þýzka- iandsmeistari, síðast 1961, en tapaði í ár fyrir Köln. Myndin er tekin, þegar Köln skoraði sigurmarkið — raunar eina mark- ið, sem skorað var í úrslitaleiknum. Ferðamannastraumur- inn við Mývatn búinn Norðurlandsborim byrjaður Hinn stóri Norður- landsbor er nú byrjað- ur að bora á Norður- landi og var fyrst haf- izt handa á Ólafsfirði. Mun hann verða þar minnst einn til tvo mán- uði, eftir þeim upplýs- ingum, sem Vísir hefur fengið hjá bæjarstjóran- um þar. Borunin hófst fyrir viku síð- an og hafa verið boraðir um tuttugu metrar, og hefur borun gengið hálfskrykkjótt og mun það stafa af því að borinn er ekki kominn niður á fast. Einn- ig eru jarðlög harðari þar en syðra Borað er á hitasvæði I Garðs- dal, sem er um 4 km. frá bæn- um og er það á svipuðum slóð- um og íbúarnir fá heitt vatn frá núna. Er ráðgert að bora tvær holur, 300 og 500 metra djúpar. Borað er allan sólar- hringinn og vinna tveir menn við borinn, sem ganga vaktir. Dýpsta holan, sem Ólafsfirðing- ar fá vatn úr núna, er um sjö- tíu metrar á dýpt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.