Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 18.09.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. septembar 1962. VÍSIR 13 Úr ríki náttúrunnar: örgæsir í kælt 'efum í hverjum dýragarði- er eitthvert dýr, sem vekur sérstaka athygli og aflar sér meiri vin- sælda en öll önnur, sem þar eru almenningi til sýnis. Á sumum stöðum eru það apar, sem verða eftirlæti dýra- garðsgesta, á öðrum stöðum fílar, en hvarvetna þar sem mörgæsir eru til sýni, eru þær allra dýra vinsælastar. Menn eiga yfirleitt erfitt með að reka ekki upp hlátur, þegar þeir sjá mörgæsirnar kjaga um eins og virðulega borgara í „kjól og hvítu“, uppblásna af vissunni um eigið ágæti, og „gangandi með hérðunum" eins og komizt hefir verið að orði um slíkar fígúrur. Sálfræðingar hafa reynt að gera sér þess grein, hvers vegna mörgæsir eru svo vinsælar í dýragörðum, og þeir hafa kom- izt að því að sköpulag þeirra eigi mestan þátt í því. Fætur mörgæsanna eru nefnilega svo aftarlega á skrokknum, að þær verða að ganga alveg uppréttar, og fyrir bragðið verða þær í sem broslegar og virðulegar. En þótt mörgæsirnar virðist ósköp merkilegar með sig, eru þær mjög vingjarnleg dýr og lifnað- arhættir þeirra allir eru hinir merkustu. Sumar geta náð. 60 km. hraða. . En mörgæsin getur ekki flog- ið, eins og kunnugt er, og unir sér bezt í sjónum. Þótt hún sé klunnaleg í landi, er hún snör í snúningum í sjónum, og hún beitir fyrst og fremst vængjun- um — ef vængi skyldi kalla — til að koma sér áfram. Minnstu mörgæsir geta náð 35 km. hraða í kafi, en Adelie-mörgæsirnar, sem eru mestu sundgarparnir, ná hvorki meira né minna en 60 km. hraða. Teygja þær fæt- urna beint aftur á sundinu, og hreyfa þá aðeins til að breyta stefnunni, nota þá sem eins- konar stýri. í beinum mörgæsa eru engin loftho! eins og f beinum annarra fugla, og þess vegna veitist þeim auðvelt að kafa. Fitulag er líka mikið á þeim, svo að þeim verður ekki kalt, en það er líka trygging gegn hungri, því að á þeim tíma, þegar þær fara úr fjöðrum, sem tekur nokkrar vikur, geta þær ekki aflað sér ætis. Annars hefir Berlil'z-skólinn tilkynnir Tungumálanámskeið hefst í lok mánaðarins og innritun er hafin. Enska, þýzka, ítalska, franska. 8 manna flokkar og einkaflokkar. Innritun daglega frá kl. 2—7. ÖERLITZ-skólinn Brautarholti 22 . Sími 1 29 46. fiðrið breytzt um aldirnar og er líkast hreistri. Tegundimar em alls 14. Aðalheimkynni mörgæsanna er Suðurskautslandið, og þar er að finna stærstu mörgæsirnar, keisara- og konungsmörgæsirn- ar. Aðrar mörgæsategundir hafa fylgt hinum köldu straumum, sem liggja norður á bóginn og haldið allt til suð- vesturstrandar Afríku og Chile- stranda j Suður-Ameríku. Hum- bolds-mörgæsin, sem er frekar Iítil, hefir heimkynni sitt undan ströndum Peru og Chile, en það em einmitt þær mörgæsir, sem algengastar em í dýragörð- um víða um heim, enda er auð- veldast að handsama þær og koma þeim til dýragarða, sem hafa áhuga fyrir þeim. Alls eru til 14 tegundir mörgæsa. Þótt mörgæsir séu víða til í dýragörðum, er mjög erfitt að hafa sumar tegundir í slíkum stofnunum. Það á einkum við keisara- og konungsmörgæsim- ar, sem geta ekki lifað til lengd- ar nema í hinu kalda og tæra lofti Suðurskautslandsins. 1 hlýrra loftslagi verður svo- nefndur Aspergillus-sveppur, sem sezt í öndunarfæri þeirra, þeim fljótlega að aldurtila, því að ekkert lyf hefir fundizt gegn veiki þeirri, er hann veldur, þrátt fyrir ærna leit. Kælisallr em mjög nauðsynlegir. Til þess að hægt sé að halda lífinu í þessum stóm mörgæs- um, er nauðsynlegt að reisa stóra kælisali, sem búnir eru sérstökum loftsíum, svo að hættulegir gerlar eða sveppir komist þar ekki inn. Það var dýragarðurinn í Berlín, sem varð fyrstur til að koma upp slíkum, kældum sal, svo að al- menningi gæfist Jcostur á að sjá og kynnast stóm mörgæsunum. Annars er það eitt helzta einkenni mörgæsa, að þær em mjög félagslyndar. Þær em helzt saman í gríðarstórum hópum, einkum um varptímann og meðan þær eru að koma ung- um sfnum upp. í rauninni þykir Framhald á bls. 10. SÝNIN G á Taylorix-bókhaldsvélum og vörum tilheyrandi bókhaldi haldinn í Sýningar- skálanum, Kirkjustræti 10, dagana 18.-23. þ. m. Sýningin er opin daglega frá 13.30-19. HINIR ÞEKKTU Telpnaskór NÝKOMNIR. LÁRUS G. LÚÐVlKSSON SKÓV. BANKASTR. 5. Tökum upp í dag rykfrakka, þýzka og íslenzka Nýtt snið. Laugaveg 66. Sími 11616. Röskur sendisveinn óskast. Vinnutími 8,30 til 12 f. h. Upplýsingar í prentsmiðjunni Laugaveg 178. Oogbloðið Vísir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.