Vísir - 20.09.1962, Page 10

Vísir - 20.09.1962, Page 10
/ 10 V’SIR ^LI u u í hótel Paul Getty bandaríski olíu- kóngurinn sem búið hefur í stórri höll í nágrenni Lundúna neyddist fyrir nokkru til að fiytja í Ritz-hótelið í borginni í hálfsmánaðatíma. Ástaeðan fyr- ir því var sú, að allt starfsfólk- ið í höllinni fór samtímis í sum- arfrí. Geimfari hræddur John Glenn, bandaríski geim- farinp frægi fór fyrir skömmu ásamt nokkrum vinum sínum i stóran skemmtigarð, „Tivoli“ i bænum Columbus í Ohio. Þeir vinirnir skemmtu sér ágætlega þar til að þvi kom að fara í risastóra teinabraut eða rútse- bane eins og þær eru kallaðar. Þá neitaði Genn að fylgja með og sagði: — Það kemur ekki til mála, ég verð svo tauga- veiklaður að fara í teinabraut- Fer varlega Franco einræðisherra á Spáni hefur að undanförnu stefnt að því að gera lífið í landinu frjáls- Iegra en það hefur verið. Þó er sýnilegt að hann vill fara hægt í sakirnar, sem sést af eftir- farandi ummælum hans: — Við skulum byrja með því að leyfa útgáfu dagblaðs í þeim aðal- borgum héraðanna, sem ekkert dagblað hafa. hana langaði til að sjá hana, en óskaði eftir því að það væri tryggt að hún fengi að skoða sýninguna í friði án ásóknar frá öðrum gestum. Sýningarstjórnin ákvað þeg- ar að leyfa henni að ganga um sýningarhöllina og fékk enginn annar að koma inn á meðan svo að Greta hafði sýninguna fyrir sig eina. > Aftur til Hollywood Diane Varsi heitir 24 ára kvik- myndaleikkona sem varð fræg fyrir Ieik sinn í kvikmyndinni Peyton Place fyrir þremur ár- um. Eftir leikinn í þeirri kvik- mynd fór hún frá Hollywood og sagði að sig langaði ekki til að koma aftur. Síðan hefur verið lausung á henni og hefur hún á þessum stutta tíma lent í tveim ur hjónaskilnuðum, en er nú gift iistamanninum Michael Haus- mann. Fyrir nokkru sneri hún aftur til Hollywood og er að hefja leik í nýrri kvikmynd. í Englandi fór nýlega fram keppni meðal stangaveiðimanna höfðu stolið um 500 þúsund kr. úr skrifstofu verksmiðju einnar. Þjófnaðaraðferðin var dálítið ó- Ein á sýningu Greta Garbo var einu sinni frægasta leikkóna í heimi, en æði langt er nú liðið síðan hún Var upp á sitt bezta, því að það var á árunum fyrir heimsstyrj- öldina. Hún býr á Bláétröndinni í Suður-Frakklandi og er enn mikils metin eins og þessi smá- saga sýnir. í borginni Cannes var opnuð tónlistarsýning og lét Greta stjórn sýningarinnar vita, að í ðnni Catmanhay. Ekki virðist veiðin vera mikil á þessum slóð- um, því það var 30 gramma fiskur sem færði einum veiði- manninum sigurinn. Það er eini fiskurinn sem veiddist í keppn- inni. Slegizt með ólum Jomo Kenyatta forsætisráð- herra Kenía í Austur-Afríku hef- 'yr verið á ferðalagi um land sitt og flutt pólitískar ræður. Oft hefur verið æði róstusamt á fundum hjá honum og hafa menn einkum slegizt með mitt- isólum sínum. Kenyatta tók þá það ráð að láta safna saman mittisólum allra, sem komu á fund hjá honuni. Varð sá fund- ur friðsamlegur, en hins vegar hófust átök eftir á þegar búið var að skila mönnum mittisól- unum. Barátta gegn sjónvarpi Barry Goldwater heitir hægri- sinnaður öldungadeildarþingmað ur f Baiidaríkjunum, sem þekkt- ur er m.a. fyrir árásir sínar á Kennedy forseta. Hann hefur nú fengið nýtt verkefni. Hefur hann byrjað herferð gegn hinum íélegu bandarísku sjónvarpskvik myndum og krefst þess að tek- ið verði í taumana og stöðvað- ar hinar enídalausu sjónvarps- sýningar á glæpamyndum og öðru ómerkilegu og hættulegu rusli í sjónvarpinu, sem hann kallar mannskemmandi. í Stockton, bæ í Englandi, voru tveir þjófar teknir fastir. Þeir venjuleg, þeir höfðu stungið ryk sugupípu inn í loftræstingar- leiðslu skrifstofunnar og látið ryksuguna sjúga til sín pening- / ana. | í franskri kvikmynd ^ Hildegard Knef hin fræga þýzka kvikmyndaleikkona er nú að hefja leik í nýrri kvikmynd fyrir franskt kvikmyndafélag. Hér er um áð ræða spennandi njósnakvikmynd og leikur Hilde gard á móti Laurent Terzieff. Litlar bætur Nubar Gulbenkian heitir einn auðugasti maður heims, sem á mikinn hlut í olíulindum í Persíu og í sumum stærstu olíufélög- unum. Hann fór nýlega í meið- yrðamál við brezka útvarpið BBC og fékk grgj^dar í rrieið- yrðabætur tvö sterlingspund eða um 240 krónur. Málsóknin hefur hins vegar kostað hann um 50 þúsund krónur. Rætt við ávaxtasala Lyndon B. Johnson varaforseti Bandaríkjanna var nýlega á ferð í nálægum Austurlöndum. Hann kom m.a. til Beirut höfuðborgar Smárikisins Libanon. Þar bað hann bílstjórann um að nema staðar úti á götu og gekk til ávaxtasala, sem var að selja melónur við gangstéttina. Hann ræddi við ávaxtasalann og lét túlk sinn segja honum, að Banda ríkin styddu sjálfstæði Libanon. Prinsessa fæðist Latifa drottning Marokko, kona Hassans II konungs, eign- aðist í Rómaborg dóttur, sem var gefið nafnið Marjam. í Ástralíu var inaður nokkur sem kjörinn liafði verið bezti eigin- maður ársins, I sjónvarpsþætti einum handtekinn. Ástæðan var sú, að kona ein i Englandi hafði séð hinn ástralska þátt í sjón- varpi í Englandi. Þekkti hún að hinn hamingjusami eiginmaður var hennar eiginmaður, sem strokið hafði tii Ástralíu og kvænzt annarri þar. Hefur mað- urinn nú verið kærður fyrir tvi- kvæni. Fimmtudagur 20. sept. 1962. Adenauer hótað samstarfsslitum Frjálsir demókratar í Vestur-Þýzkalandi heimta nú, að dr. Adenauer hverfi úr embætti kanslara eigi síðar en haustið 1963, ella verði samvinna þeirra við hann um stjórn landsins úr sögunni. Það er sjálfur foringi Frjálsra demókrata, dr. Erich Mende, sem skýrði svo frá s.l. mánud. að ráð- herrar flokks hans, fimm talsins, mundu fara úr stjórn dr. Adenau- ers, ef hann drægi sig ekki i hlé að ári liðnu. Dr. Mende sagði, að ekki kæmi til mála, að gerður yrði nýr samningur um samvinnu flokkanna, svo að dr. Adenauer gæti setið lengur í sæti kansl- ara. Eftir þingkosningarnar í septem- ber á s.l. ári sagði dr. Mende — en flokkur hans var í oddaaðstöðu eftir kosningarnar —- að flokkur hans mundi „aldrei“ fallast á stjórnarsamvinnu undir forsæti dr. Adenauers. Frjálsir demókratar sáu sig þó um hönd, þegar „sá gamli“ ritaði þeim bréf, þar sem hann kvaðst mundu víkja fyrir nýj- um manni fyrir kosningarnar 1965. Adenauer vildi hins vegar ekki á- kveða dag varðandi afsögn sína, þótt dr. Mende legði fast að hon- um. Mende lét þess einnig getið í sambandi við þessi ummæli sín um dr. Adenauer, að flokkur hans mundi styðja dr. Ludvig Erhard, efnahagsmálaráðherra Þýzkalands, t sem næsta kanslara. Hafnarskilyrði í Bolungarvík bætt Nýlega iauk framkvæmdum við brimbrjótinn í Bolungarvík, en unn ið var að endurbótum á honum í allt sumar. — Hefur hann verið breikkaður talsvert, rammað niður með honum um 70. metra langt stálþil og dýpkað meðfram garð- inum. Enn fremur hefur verið byggður hér nýr varnargarður utanvert við brimbrjótinn í stað þess er brotn- aði í aftaka brimi síðastliðinn vet- ur. Alls hafa þessar framkvæmdir í sumar kostað 6 milljónir króna, en með þessum aðgerðum hefur öll aðstaða fyrir skip og báta til að athafna sig við brimbrjótinn batn- að að miklum mun. Verkfræðingur hafnarinnar er Guðmundur Gunnarsson, en yfir- verkstjóri Sverrir Björnsgon. Skólastjórar vilja bætt launakjör Aðalfundur Skólastjóraféiags íslands var haldinn laugardag- inn 15. sept. 1962 í Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi. Mættir voru skólustjórar viðs vegar að af Iandinu. Fundurinn ræddi m.a. launamál skólastjóra, er- indisbréf og ýmis félagsmál. Gerð var eftirfarandi áiyktun um launamál: Aðalfundur Skólastjórafélags Is- lands haldinn 15. sept. 1962 telur launakjör skólastjóra almennt í landinu algerlega óviðunandi. Bend ir fundurinn á, að launakjör ís- lenzkra skólastjðra séu meira en helmingi lægri en starísbræðra þeirra á Norðurlöndum og miklu lægri en í flestum öðrum menn- ingarlöndum heims. Væntir fund- urinn þess eindregið, að leiðrétt- ing á þessu fáist, þegar ný launa- lög verða sett, en jafnframt felur fundurinn stjórn félagsins að vinna að því, að skólastjórar fái sann- gjarnar launauppbætur nú þegar Fundurinn vill í þessu sambandi minna á, að þá sjaldan sem kenn- arar hafa fengið einhverjar launa- bætur, hafa skólastjórar gleynizt, og nú sé því þannig komið málum að sáralítill og sums staðar enginn launamunur er á skólastjórum og kennurum. Virðist nú svo, að ábyrgð og skyldur skólastjóra séu að engu metnar. Þá vili fundurinn enn fremur vekja athygli fræðslumálastjómar- innar á hinum erfiða og langa starfsdegi skóiastjóra í heimavist- arskolum landsins og hve launa- kjör og starfsskilyrði þeirra eru bágborin. Telur fundurinn að heppi legt væri, að sérstaklcga þjálfaðir kennarar i æskulýðs- og tómstunda störfum tækju við gæzlu og eftirllti nemenda, begar daglegri kennslu ei Iokið. Þá ræddi fundurinn enn fremur kennaraskortinn og staðaruppbæt- ur til kennara í ýmsum byggðar- lögum landsins. Taldi fundurinn ekki nema eðli- legt að sveitar- og bæjarfélög færu þessa Ieið, til þess að fá hæfa starfskrafta, til kennslu í skólum Iandsins, en skoraði hins vegar á fræðslumálastjórn að vinna að þvi, að þeim kennurum, sem enn halda tryggð sinni við skóla og heima- byggð, verði bættur upp launamis- munur, sem skapast vegna kapp- hlaupsins um kennara. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.