Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 10
Júní1994
er við rafgreininguna hjá ÍSAL
nálgast því 170 MW sem jafn-
gildir þriðjungi af allri orkunotkun
í landinu.
Mælikvarði á hversu vel raf-
greiningin gengur er svokölluð
straumnýtni, sem segir til um
hversu vel sú orka sem notuð er
nýtisttil framleiðslu áls. Á áttunda
áratugnum, áður en upphafleg
tölvustýring kerskálans var tekin
í gagnið var straumnýtnin hjá
ISAL um 86%. I dag er hún um
93%, en nýtísku álver eiga að geta
náð um eða yfir 95% straumnýtni.
Straumnýtniaukning hjá ÍS AL
uppá 1% þýðir um 1000 tonna
aukna framleiðslu á ári án þess að
meiri orku sé til kostað. Því er
eftir miklu að slægjast og stöðugt
er leitað leiða til að bæta
kerreksturinn.
Hlutverk tölvukerfis
kerskálans
í rekstri þar sem fylgjast þarf
meðog stjórna320kerumermikil
sjálfvirkni nauðsynlegurþáttur. í
ýmsum álverum þar sem vinnuafl
er mun ódýrara en hérlendis, er
minna treyst á sjálfvirkni, en því
fleiri menn hafðir til eftirlits.
Upphafleg tölvustýring í ker-
skálum ISAL var sett upp 1979.
Það kerfi hefur verið í gangi fram
á þetta ár, en hefur nú endanlega
verið skipt út fyrir nýtt og mun
fullkomnarakerfi,semlýstverður
á næstu síðum. Gamla kerfið
keyrði á ModComp tölvum og
voru öll forrit skrifuð í Fortran IV
en seinni tíma viðbætur í Fortran
77. Þetta eru einu ModComp
tölvurnar hér á landi, en þær eru
sérlega hannaðar fyrir rauntíma-
vinnslu. Stýrikerfi ModComp
tölvanna heitir MAX IV. Þetta
stýrikerfi mundi í dag vart kallast
notendavingjarnlegt, en hefur þó
ýmislegt fram yfir "þróaðri"
stýrikerfi varðandi rauntíma-
vinnslu. í rauntímavinnslu er til
dæmis mikilvægt að ræsing forrita
og skipti milli verka séu sem hrað-
virkust. Þrátt fyrir að ModComp
tölvurnar séu nánast kettlingar
hvað vélarafl varðar í samanburði
við VAX 4000/600, sem er
móðurtölva nýja kerfisins, tekur
ræsing forrita á nýju vélinni 1-3
sekúndur, þegar samsvarandi
aðgerð á ModComp töl vu tók 100-
200 ms. Þetta skiptir litlu máli í
venjulegum notendakerfum, en
er mikilvægt í rauntímakerfum.
Þótt ModComp tölvur séu
nánast óþekktar hérlendis eru þær
tölvuvert notaðar erlendis. Tilað
mynda hefur NASA mikið notað
slíkar tölvur. Geimskoti fyrstu
geimskutlnanna var stjórnað með
217 samtengdum ModComp tölv-
um, af svipaðri gerð og eru hjá
ÍSAL, frá 72 tímum fyrir flugtak
þegar niðurtalning hófst þar til 5
sekúndur voru í flugtak, en þá tók
annað tölvukerfi í geimflauginni
sjálfri við.
Helsta hlutverk tölvukerfisins
við stýringu keranna er annars
vegar að stjóma spennu hvers kers
og hins vegar að skammta súrál á
kerin. Bæði súrálsgjöfin og
spennustillingin fylgja flóknum
reglum sem of langt mál væri að
rekja hér. Auk stýringa gegnir
tölvukerfið veigamiklu eftirlits-
hlutverki og lætur notendur vita
ef eitthvað óeðlilegt á sér stað á
einhverju keri, til dæmis með því
að kveikja viðvörunarljós og
senda boð á kalltæki hjá viðeig-
andi starfsmönnum. Ýtarlegum
gögnum um reksturinn er síðan
safnað í gagnagrunn og með hjálp
upplýsingakerfis hafa notendur
aðgang að þessum gögnum.
Endurnýjun gamla
kerfisins
Um 1990 var ákveðið að þá-
verandi tölvukerfi kerskálans
skildi endurnýjað á næstu árum.
Ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun
voru þær helstar að : tölvukerfið
frá 1979 var kornið á aldur, tíðni
bilana farin að aukast og búast
mátti við auknum rekstrartrufl-
unum ef ekkert yrði að gert. Auk
þess var hætt að framleiða suma
þá hluti sem nauðsynlegir voru
fyrir tölvustýringuna og einungis
tímaspursmál hversu lengi þeir
væru enn á markaði.
Nýju tölvukerfi kerskálans má
skipta í tvo meginhluta, annars
vegar sérstaklega hannaðar tölvur
10 - Tölvumál