Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 31
Júní 1994
Notkun frumgerða í hugbúnaðargerð
Byggt á erindi sem haldiö var á ráðstefnu SI, 11. maí 1994.
Eftir Bergþór Skúlason
Frumgerðir eru verkfæri sem
beita má til að leysa ýmis vanda-
mál í hugbúnaðargerð. Þeim má
beita sem verkfæri í samskiptum
við notendur, til að fá svör við
ákveðnum spurningum, eða til að
þróaheilu kerfin í áföngum. Notk-
un frumgerða leiðir af sér nýjan
hugsunarhátt þar sem reynsla af
notkun frumgerða drífur áfram
kerfisgerðina. Þessi aðferð krefst
þess að vinna sé skipulögð á allt
annan hátt en venja er til.
I þessari grein verður aðeins
fjallað um ólíkar tegundir frum-
gerða og í framhaldi af því nýtt
viðhorf til hugbúnaðargerðar sem
notkun þeirra gerir mögulega.
Inngangur
Frumgerðir hafa alltaf verið
til og verið notaðar meira og minna
ómeðvitað. Flest okkar hafa
skrifað stutt forrit til að sýna not-
endum sem tillögu að lausn,
hvernig ætlunin er að koma til
móts við þarfir þeirra, eða til að
sannfæra sig um að tiltekin lausn
á tæknilegu vandamáli gangi upp.
Sú aðferðafræði sem flest okkar
styðjast við gerir aftur á móti ekki
ráð fyrir að slíkt sé gert nema að
mjög takmörkuðu leyti.
Frumgerðir sem sérstök aðferð
spretta upp í kringum 1980 sem
svar við ákveðnum vandamálum
í hugbúnaðargerð. Á þeim tima
var svokallað fossalíkan að hug-
búnaðargerð nýlega komið fram
og naut mikillar hylli. Það lýsir
hugbúnaðargerð sem ferli sem
samanstendur af röð verka, frá
greiningu, síðan yfir í hönnun,
svo forritun, prófanir og viðhald.
Tilgangur þessarar aðferða-
fræði var einfaldur: skipulagning
vinnu. Hugbúnaðarverkefni voru
stór og flókin og lausnin var að
brjóta þau niður í minni og við-
ráðanlegri einingar sem voru síðan
leystar (hannaðar og forritaðar)
hver í sínu lagi, og að lokum
settar saman aftur í eitt heilsteypt
kerfi. Það er því mikilvægt að
skilgreining vandamálsins breyt-
ist ekki mikið á verktímanum
þannig að einingamar sem settar
eru saman í lok falli hver að annarri
og séu í samræmi við það kerfi
sem var skilgreint í upphafi.
Veikleikar þessarar aðferðar eru
aftur á móti, að aðeins er farið
einu sinni í gegnum ferlið og
vandamálið sem verið er að leysa
er afmarkað í greiningarfasa í eitt
skipti fyrir öll. Hægt er að bakka
um fasa í aðferðafræðinni, en
vegna kostnaðar er það einfaldlega
ekki raunhæft. Einu tilvikin þar
sem það er gert, er til að leiðrétta
mistök eða misskilning sem
komið hefur í ljós. Nýr skiln-
ingur, tillögur að betri lausn og sú
þekking sem þátttakendur hafa
aflað sér, réttlæta ekki að bakkað
sé um fasa. Það er því eins gott að
verið sé að leysa rétt vandamál.
Sá þáttur í vinnu hugbúnaðar-
fólks sem við skulum horfa á er
samskipti við notendur. Fossa-
líkanið gerir ráð fyrir samskiptum
við notendur í upphafi, þegar verið
er að skilgreina umfang verkefnis
og í lok verkefnis þegar fullbúnu
kerfi er skilað til notenda. Að
lokinni greiningu er markmiðið
sem stefnt er að fryst í formi
þarfalýsingar og einfaldlega af
kostnaðarástæðum er ekki mögu-
legt að gera neinar umtalsverðar
breytingar á henni. Það er því
frumforsenda fyrir því að aðferðin
gangi upp að þarfir notanda séu
vel þekktar og breytist ekki um-
talsvert á rneðan á verktíma
stendur. Notkun frumgerða bygg-
ist einmitt á því að hafna þessari
forsendu og segja: þarfir notenda
hvorki eru, né geta verið vel
þekktar í upphafi verks. Einungis
með því að prófa kerfi geta
notendur sagt til um hvort það
henti honum eða ekki.
Það er því nauðsynlegt að sýna
notendum frumgerðir og láta þá
prófa. í gegnurn slíkar prófanir
þar sem mismunandi tillögur að
lausn eru lagðar frarn, verða þarfir
þeirra ljósar og þeim gefst í leið-
inni kostur á að velja milli mis-
munandi lausna. Sú lausn sem er
valin krefst sífelldrar aðlögunar í
gegnum alltþróunarferlið, því allir
aðilar tengdir verkinu eru að læra:
öðlast betri skilning á starfi
annarra þátttakenda og um leið
skynja nýjar mögulegar lausnir.
31 - Tölvumál