Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 32
Júní1994
Hvaö er frumgerð?
Frumgerð má einfaldlega skil-
greina sem: keyranlegt lfkan af
hluta væntanlegs kerfis. Hún sýnir
í reynd hvemig ákveðnir þættir í
kerfi koma til með að virka. Hlut-
verk frumgerða er að styðja við
samskipti í framleiðsluferlinu, fá
fram í dagsljósið þarfir notenda
og finna lausnir sem henta í starfi
þeirra.
Greint er milli þriggja tegunda
frumgerða sem gegna ólíkum
hlutverkum: venjuleg frumgerð,
tilraun og frumgerð verður kerfi.
Frumgerðir sem skrifaðar eru
senr hluti af greiningueru kallaðar
venjuleg frumgerð. Þær eru not-
aðarþegarviðfangsefniðeróljóst.
Þá er tekinn fyrir hluti af væntan-
legu kerfi, s.s. notendaskil eða
ákveðnar aðgerðir og frumgerðin
sýnd notendum til að fá viðbrögð
þeirra. Með þessum hætti er hægt
að ræða við notendur um hvort
tæknimenn hafi skiliðþarfirþeirra
rétt. I umræðumgetaþátttakendur
vísað beint í frumgerðina til að
skýra mál sitt. Einnig er frum-
gerðin tillaga að lausn og notendur
geta rnetið hvort hún muni henta
í starfi þeirra, og ef ekki þá hvar
megi gera betur.
Með því að rita margar en
litlar frumgerðir snemma í ferlinu
öðlast þátttakendur dýpri innsýn
inn í heim hvers annars og belri
skilning á hvernig lausnir muni
henta notendum. Með því að
kynna ólíkar mögulegar lausnir
svo snemma í framleiðsluferlinu
gefst notendum tækifæri á að prófa
og bera saman kosti og galla mis-
munandi lausna. Allar ákvarðanir
um áframhald eru síðan byggðar
á reynslu notanda af notkun
þessara frumgerða. Það er rétt að
taka fram að á þessu stigi er kódinn
skrifaður með það fyrir augum að
honunr verði hent. Tilgangurinn
á þessu stigi er rannsókn, af-
mörkun viðfangsefnisins, ekki
kerfisgerð. Því þarf kódinn ekki
að uppfylla neinar kröfur sem
gerðar verða til endanlegs kerfis.
Önnur gerð frumgerða eru
skrifaðar sem hluti af hönnun, til
að svaraákveðnum vel skilgreind-
um spurningum og má því kalla
þær tilraun. Hér er annars vegar
um að ræða tæknilegar spurningar
sem eingöngu snúa að tækni-
mönnum, þ.e. hvort einhver
tæknileg vandamál standi í vegi
fyrir því að markmiðum kerfis
verði náð, s.s. svartíma. Hins
vegar er verið að meta notagildi
ákveðinnar lausnar fyrir notendur.
Hér er notandinn látinn nræta með
nokkur dæmigerð verkefni sem
tilheyra starfi hans og hann látinn
leysa þau með aðstoð hugbún-
aðarins. Tæknimenn skipta sér
ekki af notandanum, þeir leið-
beina honurn ekki, hjálpa honum
ekki með vandamál sem konra
upp, fylgjast aðeins með og skrá
hjá sér hvar notandinn hikar,
lendir í vandamálum, skilur ekki
hvað er að gerast o.s.frv. I ljósi
þessarar reynslu er síðan reynt að
bæta kerfið, með því að reyna að
komast fyrir rót vandans. Fyrir-
tæki eins og Microsoft notar þessa
aðferð mikið við að rneta not-
endaskil hugbúnaðar sem þeir
framleiða.
Þriðja gerð frumgerða er þegar
frumgerð verður kerfi. Þá eru
frumgerðir teknar í notkun af
notendum við að leysa raunveru-
leg verkefni í þeirra eigin vinnu.
A þessu stigi er munurinn á
frumgerð og kerfi orðinn óljós,
röð frumgerða sem taka sífelldunr
endurbótum verða smárn saman
að endanlegu kerfi.
Hér eru frumgerðir skrifaðar
með það fyrir augum að verða
hluti af endanlegu kerfi og því
tilgangurinn að endurnýta kód-
ann. Hann verður því að uppfylla
kröfur sem settar eru fram um
gæði og afköst.
Breytt viðfangsefni í
hugbúnaöargerö
Meðal fyrstu notenda tölvu-
tækninnar voru bankar og trygg-
ingafélög. Markmið þeirra var að
sjálfvirknivæða ákveðna handa-
vinnu, vinnu sem var í eðli sínu
einföld, en ákaflega tímafrek og
leiðinleg. Það var mjög auðvelt
að lýsa þessari vinnu sem ferli:
inntak, aðgerð, úttak. Og hún
hæfði rnjög vel tölvum. Tölvan
einfaldlega sagði til um hvaða
gögn skyldi slá inn, framkvæmdi
aðgerðina og skilaði út niður-
stöðu. I þeirri vinnu sem unnin
var við tölvukerfin eftir að þau
voru tekin í notkun, hatði lítið
sem ekkert verið hugað að þörfum
notenda. Þarfir tölvunnar voru al-
gerlega í fyrirrúmi og notendur
urðu að aðlaga sig þörfum tölv-
unnar.
I seinni tíð hafa kröl’ur lil
tölvunotkunar breystmjög. Núer
í vaxandi mæli verið að forrita
verkefni sem eru ekki í eðli sínu
rútínuvinna, heldur ákvarðana-
taka þar sem þörf notanda fyrir
upplýsingar er ekki 1 jós fyrirfram.
Og hlutverk tölvunnar breytist þá
með. Nú er það notandinn sem
krefurtölvuna um upplýsingarog
það er tölvan sem þarf að aðlaga
sig þörfum notanda, ekki öfugt.
Þetta þýðir breyttar kröfur lil
hugbúnaðargerðar. Ekki dugar
lengur að greina þá handavinnu
sem unnin er í fyrirtæki, það
verður líka að skoða hvaða
breytingar tölvuvæðing hefur í
för með sér á vinnu notenda. Hug-
búnaðargerð snýst í vaxandi mæli
um þróun vinnuferla. Með því að
tölvuvæða hluta af starfi notenda
þá breytum við óhjákvæmilega
vinnuferli þeiira. Spurningin sem
við verðurn að spyrja áður en það
er of seint, er: mun það hjálpa
notendum að leysa starf sitt af
hendi eða ekki.
32 - Tölvumál