Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 13
Júní 1994 Eins og áður var nefnt var stefnt að notkun CASE verkfæra við hönnun kerfisins og jafnframt átti það að einfalda nauðsynlegt viðhald kerfisins í framtíðinni. I því sambandi voru sótt námskeið og umtalsverður tími fór í að læra á og tileinka sér verkfærið. Reynt var að notfæra sér sem flesta þætti forritsins í upphafi. Fljótlega kom þó í ljós að umrætt C ASE verkfæri hentaði alls ekki vel. Smá saman var hætt að nota einstaka þætti forritsins og á endanum var alfarið hættaðnotaþað. Þetta voru mikil vonbrigði því væntingarnar voru umtalsverðar. Jafnan hefur verið bent á að það taki mikinn tíma að læra á og tileinka sér notkun þessarar tækni. Þegar menn síðan hafa gefist upp á að nota þau einhverra hluta vegna er oft nærtækasta skýringin að þeir hinir sömu hafi ekki kunnað nógu vel á verkfærin. Hvort það sé almennt raunin eða hvort þessi verkfæri séu einfaldlega ekki eins gagnleg og margir hafa viljað láta er áleitin spurning. Til að gefa einhverja hugmynd um umfang móðurtölvukerfisins má nefna að alls liggur um 80 mannmánaða vinna að baki kerf- inu og forritalínur, þar með taldar skýringalínur í kóða, eru um 170.000. Auk þess eru einhverjir tugir SQL forma notaðir. Nýja tölvukerfið er nú uppsett og í fullum rekstri. Hugbúnaðar- vinnu er þó ekki hætt, því gera má ráð fyrir stöðugum viðbótum við það á komandi árum. Til marks um það má nefna að frá 1980 voru að jafnaði 2 hugbúnaðarmenn í fullri vinnu við endurbætur á þáverandi tölvukerfi kerskálans, þrátt fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir neinum hugbúnaðar- manni þegar kerfið var sett upp 1979. Þvíeróraunhæft að ætla að annað gildi um þetta nýja kerfi, kröfurnar eru stöðugt að aukast og áherslur að breytast. Uppsetning kerfisins Hönnun og forritun móður- tölvukerfisins tók tæplega 2 ár og var lokið áður en uppsetning ker- tölva í kerskálum hófst, enda var nauðsynlegt að meginhlutar móðurtölvukerfisins væm tilbúnir áður en uppsetning kertölva í ker- skálum hæfist. Undirbúningur fyrir uppsetningu í kerskálum hófst um vorið 1993 og tenging fyrstu kertölvanna í júlí sama ár. Mest allan framkvæmatímann var ein kertölva sett upp á dag og tengd viðkomandi tveimur kerum. Uppsetningu kertölvanna lauk í mars á þessu ári og hafði þá staðið yfir í tæpt ár. Mikið var lagt upp úr því að versla við Islenska aðila í tengsl- um við þetta verkefni. Fyrir utan kertöl vurnar sjálfar er nánast allur annar búnaður framleiddur af ísl- enskum aðilum eða keyptur gegn- um íslenska umboðsaðila. Þar ber hæst smíði á 160 rafmagnstöflum eins og sjást á mynd 2, en eina slíka þarf fyrir hverja kertölvu. í þessum skápum er allur sá raf- magnsbúnaður sem þarf til stýr- ingar keranna. Til stóð að kaupa þessar rafmagnstöflur tilbúnar frá Alesa, þeim sömu og framleiða kertölvurnar, en ákveðið var að kanna hvort hægt væri að smíða þær hérlendis. í framhaldi af útboðum kom í ljós að mögulegt var að framleiða skápana hérlendis töluvert ódýrar en tilboð sviss- lendingana gerði ráð fyrir. Nú þegar uppsetningu er lokið hefur reynslan sýnt að gæði ísl- ensku skápanna er með miklum ágætum. Þetta sýnir að íslenskur rafiðnaður er fy llilega samkeppn- ishæfur bæði í verði og gæðum. Alesa menn eru nú að reyna selja kertölvur í fleiri álver, þar á meðal í Dubai og í Egyptalandi. Ef af samningum verður þar þá stefna þeir að því að rafmagnstöflumar sem til þarf verði keyptar frá íslandi. Útflutningur tölvukerfis? Sú spurning hefur eðlilega vaknað hvort ekki sé mögulegt að selja móðurtölvukerfið, þ.e. þann hugbúnað sem TölvuMyndir áttu mestan heiður af til annarra álvera. Þótt menn vilji gjaman hugsa stórt er varhugavert að byggja mikla loftkastala í þessu sambandi. Tölvukerfi eins þetta er ekki pakkalausn heldur sérhæfður hug- búnaður sem sérstaklega er snið- inn að þörfum ÍSAL, og þótt ker- rekstur byggi á sömu lögmálum í öllum álverum eru rekstrar- forsendurmjögmismunandi. Auk þess hefur reynslan sýnt að það er ákaflega erfitt að komast að hjá öðrum álverksmiðjum. Álfyrir- tækin hafa flest á sínum snærum þróunardeildir, sem þau kaupa af hvort sem það er það besta á markaðinum eða ekki. Það er þó ljóst að þetta kerfi tekur þeim kerfum fram sem við höfum átt kost á að skoða erlendis og er enn ein staðfesting á hæfni íslensks hugbúnaðarfólks. Björn Jónsson er verk- frœðingur hjá ISAL og verkefnisstjóri yfir Endur- nýjun tölvustýringa ker- skálans 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.