Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 16
Júní1994 stýrikerfum af 3.5", 5.25" og 8" diskettum. Með tilkomu CCI kerfisins hófst eiginlegt bókaumbrot í tölvu því nú var hægt að klára síðumar alveg í kerfinu áður en þær voru keyrðar út á pappír eða filmu. Bókaumbrotið var nokkuð sjálfvirkt og fór þannig fram að skilgreindar eru þær reglur sem fylgja á við umbrot bókarinnar, og svo sér tölvan um afganginn og skilar tilbúnum síðum. Ef tölvan nær ekki að klára umbrotið án þess að brjóta reglurnar, stoppar það og bíður eftir aðstoð umbrotsmannsins. Kerfiðermjög forritanlegt og var meðal annars útbúið forrit til að skjóta út síðum út í form sem voru svo keyrð út 8 og 8 saman beint á filmu. Fyrsta Macintosh tölvan Fyrsta Macintosh tölvan sem prentsmiðjan eignaðist var keypt árið 1988 og var af gerðinni Macintosh II með 4 Mb vinnslu- minni og 40 Mb hörðum diski. Með henni kom Apple Laser- Writer plus sem notaður var við prentun prófarka af PostScript verkum. Vélin var fyrst um sinn notuð sem milliliður við að færa texta sem unnin var á Mac vélum inn á CCI kerfið en smá saman jókst það að menn kæmu með fullbúin verk unnin á Mac til útkeyrslu á PostScript RlPinn. Á sama tíma byrjaði Oddi líka að nota forritið FreeHand á Mac- anum til að útbúa eyðublöð og smærri verk. Mac-inn var mun betur fallin til þess verks en CCI kerfið þar sem hann er byggður upp sem WYSIWIG og unnið er beint með teikninguna en þarf ekki að slá inn flóknar skipanir í runu og skoða svo á eftir hver útkoman er. FreeHand forritð var líka strax með mikla möguleika á litvinnslu og sá um að skipta teikningunni upp íprentlitinafjóra sem keyrðir voru út á setn- ingarvélina, í gegnum RlPinn beint á pappír eða filmu. Champion vinnustöðvar Sama ár og Macintosh vélin var keypt voru einnig keyptar tvær unix vinnustöðvar við CCI kerfið, kallaðar Champion, sem einnig byggðu á WYSIWIG en á þeim fór umbrot tímarita fram. Champion keyrði á Sunstation 3/ 60 með 24Mb minni og 140Mb diskaplássi. Netvæðing einkatölva Netvæðing einkatölva í Odda hófstárið 1989meðþvíaðkeyptur var HP 3 86 25 MHz netstjóri með 330 Mb diskaplássi. Á netstjór- anum varkeyrðurnethugbúnaður- inn Novell Netware og voru allar PC/XT/AT einkatöl vur Odda net- tengdar með Thin wire Ethemet. Netstjórinn var seinna uppfærður og keyrir nú á 486 50 MHz EISA vél með 64 Mb vinnsluminni og 5,2 Gb diskplássi og eru tengdar vélar orðnar um 80. Macintosh vinnslan jókst smámsamanogvélunum fjölgaði og loks árið 1991 var settur upp Novel Netþjónn fyrir Macintosh vélarnar. Netþjónninn keyrir á 386 40 MHz ISA vél með 32Mb vinnsluminni og 3 Gb diskplássi. Netþjónamir eru staðsettir hvor í sínu húsinu en eru samtengdir með ljósleiðara. Scitex skeytingakerfið Allt fram til ársins 1992 fór skeyting mynda fram íhöndunum á ljósaborði en þá var Scitex skey t- ingakerfið tekið í notkun. Hand- skeyting var tímafrek og vanda- söm vinna og til mikils að vinna að gera hana einfaldari og öruggari, enda var kerfið dýrt. I kerfinu voru tvær Prisma skeyt- ingarstöðvar, Raystar filmu- skrifari með MicroWhisper, Iris litaplotter, Scitex Smartscanner, PS bridge, og MicroWisper tenging við eldri scanner hjá Odda. Prismastöðvarnar eru keyrðar á Wisper stöðvum sem eru sérsmíðaðar tölvur af Scitex sérstaklega til litmyndavinnslu með hágæða myndir. Vélarnar byggjast upp af Intel 486 ör- gjörvum ásamt sérsmíðuðum rásum og örgjörvum og keyra þær á RMX stýrikerfinu frá Intel. Vélarnar eru tengdar saman í netkerfi með SCSI tengingum til að halda sem mestum hraða. Við kerfið er tengd PostScript brú, PS bridge, sem þýðir PostScript frá CCI kerfinu, Mac/Pc eða öðrum kerfum yfir á innra skráarform Scitex. Þessi brú keyrir á IBM PS/2 50 MHz vél með 64 Mb minni og 1.6 GB diskplássi á AIX stýrikerfinu. RIP50 og L530 Snemma árs 1993 varkeyptur nýr filmuskrifari og RIP frá Lynotype-Hell. Þetta voru vélar af gerðinni Lynotronic 530 með PostScript RIP 50. Filmuskrifar- inn getur skrifað filmur af stærð- inni 455x1 OOOmm eða meir, allt eftirverkunum. ÞessiRIPertölva sem hönnuð er af Lynotype og keyrir á MIPS R3000 örgjörv- anum ásamt sérsmíðuðum rásum oggjörvum. RIPinnermeð48Mb minni og 500 Mb af diskaplássi fyrir vinnslugögn og letur. í dag eru á honum rúmlega 1300 letur. Xerox litljósritunarvél með RIP I Síðlaárs 1993 varkeyptXerox 5775 litaljósritunarvél með PostScript RIP frá Fiery. Með þessum búnaði er hægt að prenta beint frá CCI kerfinu og Mac- 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.