Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 19
Júní 1994
Tölvunotkun í Iðnaði:
íslenska járnblendifélagið hf.
Eftir Sigurð Guðna Sigurðsson
Inngangur
Hjá íslenska jámblendifélag-
inu hf. (íj) eru tveir ofnar til fram-
leiðslu kísiljáms. Hvor ofn er
hannaður til rekstrar á allt að 30
MW afli. Með nokkrum endur-
bótum á búnaði og lagfæringum
er álag nú allt að 36,5 MW. Ekki
hefur þó þurft að leggja í neinar
stórkostlegar fjárfestingar til að
auka afkastagetu verksmiðjunnar
þannig um 20%. Allt frá upphafi
hefur ofnunum verið stýrt af
tölvum. í fyrstu voru notaðar
tölvur af Philips gerð. Öll fram-
setning gagna var í formi talna og
möguleikar til samskipta við
annan búnað voru mjög takmark-
aðir. Þó var strax á fyrstu árum
starfseminnar komið upp tengingu
við tölvu á rannsóknarstofu og
árið 1984 var komið á tengingu
við einmenningstölvu í fram-
leiðsludeild. Send voru gögn einu
sinni á sólarhring. Enn í dag er
daglegur gagnaflutningur á þessu
samaformi. Arið 1986 varbyrjað
að vinna við útskipti á stýri-
tölvum. Varáárunum 1986-1989
skipt út öllum stýritölvum og
teknar í notkun ASEA Master
tölvur, nú nefndar ABB Master.
Með þessum vélum jukust
verulega möguleikar til grafískrar
framsetningar gagna og til sam-
skipta við annan vélbúnað. Þessar
vikur er unnið að áætlun um
breytingar á tölvubúnaði þar sem
einkum er leitað eftir þjálla við-
móti við notendur og auknum
möguleikum til gagnaflutnings,
geymslu og framsetningar gagna.
I greininni hér á eftir verður skýrt
í meginatriðum hvemig ofnstýr-
ingum er háttað, eftirlitskerfum,
ýmsum öðrum tölvubúnaði og
framtíðaráformum.
Uppbygging kerfisins
Við hvorn ofn eru tvær vélar,
önnur sér um eftirlitskerfi svo
sem hita á kælikerfum, dælu og
viftustýringu. Hin sérum stýringu
ofnsins. Þetta eru vélar af gerðinni
MP 260 og 280 (MasterPiece).
Merki frá þessum vélum fer inn á
skjámyndakerfi, (MV, Master-
View vélar) en það sér um öll
samskipti við notandann. Við þær
eru samskiptamöguleikarum skjái
og við aðrar tölvur um EXCOM
útgang.
Hráefnastýring
Á hvorum ofni í fullum rekstri
eru notuð 330-350 tonn af hrá-
efnum á sólarhring. Hráefnin eru
kvarts, járngrýti, ein eða tvær
Frh. á nœstu síöu.
Frh. affyrri síöu.
er um annað að ræða en að
bíða eftir næstu uppfærslu og vona
að villan verði leiðrétt þá án þess
að fleiri alvarlegar villur slæðist
inn.
Það er til marks um það hve
hröð þróunin hefur verið, hve
mörg stýrikerfi, og samskipta
búnaður, eru í notkun hjá Odda í
dag:
DOS, Windows, CP/M,
Solaris, AIX, Next step, OS/2,
Macintosh
Og samskipta búnaður:
IPX, EtherTalk ,TCP/IP,
Appletalk auk sérstaks búnaðar
frá sérhæfðum framleiðendum
eins og Scitex.
Þessi mikla flóra stýrikerfa,
vél- og hugbúnaðar kallar á mikla
þekkingu hjá bæði notendum svo
og þeim sem sjá um viðhald
búnaðarins.
Það er von mín að þessi grein
hafi gefið lesendum skiljanlega
innsýn í tölvuumhverfi Prent-
smiðjunnar Odda hf. Hér með
greininni læt ég fylgja teikningu
af nettenginu helstu tækja sem
notuð eru við forvinnslu prent-
gripa með von um að það skýri
málið betur.
Guömundur Rúnar
Benediktsson er verk-
frϚingur.
Baldur Þorgeirsson er
viðskiptafrœöingur
Byggt aö hluta til á fyrir-
lestri sem Páll Björnsson
tölvunarfrœðingur Odda
hf. héltá ráðstefnu á vegum
Skýrlsutæknifélagsins
föstudaginn 7. des 1990.
19 - Tölvumál