Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 28
Júní1994
á eftir verður fjallað um þrjár
leiðir: texta, rit, og formlegar
aðferðir. Áður en farið verður í
einstakar aðferðir er rétt að gera
sér grein fyrir hvaða kröfur við
gerum til slíkra aðferða:
Auðskiljanleg
Auðlærð
Abstract
Tæmandi
Ódýr
Hjálpartæki fáanleg
Texti
Lítum fyrst á texta með tilliti
til ofangreindra eiginleika. Helsti
kostur texta er að hann er vel
skiljanlegur og ódýr, en það er
ekki eins auðvelt að skrifa vel og
ætla mætti og það þarfnast þjálf-
unar. Hins vegar eru ókostimir
þeir að þetta er aðferð sem er ekki
mjög nákvæm og ekki liggur beint
við að nota texta sem grunn í
sjálfvirkni.
Við skrifuðum þarfaforskrift
þar sem helstu aðgerðum var lýst
ásamt inntaki og úttaki. Þetta
nægir í fyrstu umferð en strax
þegar átti að lýsa hlutunum ná-
kvæmar, Ientum við í ógöngum
því það var oft erfitt að skrifa
reglur og útreikninga sem þó urðu
að koma nokkuð fljótt fram.
Seinnaí þróunarferlinu skrifuðum
við lýsingar á hlutverkum klasa
og gafst það vel, en hins vegar
reyndist ekki nógu vel að skrifa
fyrir- og eftirskilyrði falla í hönn-
uninni. Það getur líka verið erfitt
að lýsa með texta tengslum á milli
hluta, hvort sem er gagnavensl
eða atburðavensl. Til þess hentar
myndræn framsetning betur.
Rit
Eins og áður er getið er kerfið
hannað með hlutbundnum að-
ferðum og útfært í C++. Við not-
uðum rit úr Object Modeling
Technique (OMT)2 við hönnun
klasa. Ritin eru ferns konar:
hlutarit, atburðarit, ástandsrit og
gagnaflæðirit. Við höfðum
aðgang að hjálpartæki fyrir OMT,
sem nefnist OMTool, við gerð
ritanna sem býr einnig til C++
klasaskilgreiningar út frá ritunum.
Hlutarit skilgreina gögn og að-
gerðir, og vensl á milli hluta. Þau
skilgreinalíkaerfðir. Mynd 1 sýnir
dæmi um hlutarit. Ritið sýnir
fyrirtækisklasann og samband
fyrirtækis við báta, markaði og
fiskvinnslustöðvar.
Atburðarit, eins og það sem er
sýnt á mynd 2, var mjög gagnlegt
og auðskiljanlegt fyrir aðra sér-
fræðinga í hópnum. Þau reyndust
því mjög vel í greiningarþættinum
og svo seinna í hönnuninni til að
finna helstu aðgerðir klasa. Við
notuðum atburðaritin mikið en
hér skiptir reyndar máli hvers eðlis
viðfangsefnið er. I hermi af raun-
veruleikanum skipta þau auð-
sjáanlega meira máli en til dæmis
í gagnaöflunarforriti þar sem
hlutarit og gagnaflæðirit leika
stærra hlutverk. Gagnaflæðirit
komu líka að gagni, en e.t.v. mest
í fyrstu stigum þróunarferlisins
þar sem verið var að greina
heildargagnaflæðið.
Rit í hlutbundnum aðferðum
eru mjög lýsandi og það er auðvelt
að beita þeim.
Hlutbundnar aðferðir eru
Mynd 2
28 - Tölvumál