Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 34
Júní1994
2. Reynslan sýnir að aðferða-
fræði frumgerða stenst síður
áætlun, bæði kostnað og tíma,
enda markmiðið að uppfylla
þarfir notanda. Kerfin verða
ekki eins tæknilega vel hönn-
uð, en á móti kemur að þau
henta notendum ákaflega vel
og standa tímans tönn betur.
Allar breytingar falla betur að
hönnun kerfisins og minna er
um kóda sem gegnir engu
hlutverki.
3. Það er rétt að taka fram að hér
er ekki verið að boða svo-
kallaða RAD (Rapid Appli-
cation Development) sem
hefur notið nokkurrar hylli
undanfarið. Mikil áhersla er
lögð á öguð vinnubrögð og
skipulagningu, þar sem mark-
mið vinnunnar eru ljós. Undir-
liggjandi er mikil virðing fyrir
vinnu einstaklinga og hæfni
þeirra sem fagmanna til að
leysa vandamál. Frumgerðir
eru alls ekki einu verkfærin
sem koma til greina, heldur er
þeim beitt þar sem við á, með
öðrum verkfærum.
4. Notkun frumgerða innan
fossalíkans hefur notið vax-
andi hylli í seinni tíð og er
mikið til bóta, svo langt sem
hún nær. Þeim er beitt í upphafi
kerfisgerðar til að afmarka
vandamál og koma með til-
lögur að lausn. En að lokinni
greiningu er notkun þeirra
venjulega hætt og fylgt hefð-
bundnum aðferðum við sjálfa
kerfisgerðina. Endanlegt
markmið með notkun þeirra
er því það sama og með öðrum
prófunum innan fossalíkans
s.s. rýni, tilgangurinn er að
tryggja að verið sé að leysa
rétt vandamál. Þess vegna
brýtur þessi notkun frumgerða
ekki gegn forsendum fossa-
líkans heldur styður við þær.
5. Að lokum vil ég benda á að
notkun frumgerða styður vel
við markmið gæðastjómunar.
Þær hjálpa til við að gera gæði
væntanlegs kerfis sýnileg og
veita viðskiptavini innsýn inn
í stöðu verkefnis á hverjum
tíma. Slík aðferðafræði hefur
viðskiptavininn og samskipti
við hann að leiðarljósi. Aftur á
móti reyna þær á hæfni manna
til að gera öruggan og villul-
ausan kóda, viðhalda skjölun
og standast áætlanir.
Tilvísanir
Ekki verður farið út í neinn
ítarlegan tilvísanalista hér, aðeins
vísað til rits þar sem farið er
ýtarlega yfir aðferðafræði frum-
gerða, verkfæri og fleira.
- R.Budde, K.Kautz, Kuhlen-
kamp, H. Zullighoven.
Prototyping - An approach to
Evolutionary systems devel-
opment. Springer-Verlag
1992.
Bergþór Skúlason er
kerfisfrœðingur hjá Skýrr.
Punktar...
Fótstýrð mús
í tækniháskólanum í Vín
hefur verið búin til mús sem
er stýrt með fótunum. Með
öðmm fætinum er örin færð
til en með hinum er ýtt á
hnappinn. Á þennan hátt er
hægt að hafa hendurnar lausar
til annarra verka. Þar að auki
nýtist þessi mús vel fötluðum
sem ekki geta hreyft hend-
umar.
Punktar...
BASIC þrjátíu ára
Fyrir þrjátíu árum bjuggu
John Kemeny og Thomas
Kurtz, prófessorar við Dart-
mouth College, til forritunar-
málið "Beginner’s All-
purpose Symbolic Instruction
Code" eða B ASIC, til þess að
forritun væri aðgengileg fyrir
alla. Sumir sem nota þetta
forritunarmál halda því fram
að vinsældir þess megi rekja
til þess að það skilar strax
svari við hverri forritunarlínu.
Þetta getur ekki verið rétt
þegar það er haft í huga að
þegar það var búið til var
notast við gataspjöld og svar
fékkst jafnvel ekki fyrr en
nokkrum dögum seinna!
Hvað um það þá er vissulega
ástæða til að óska afmælis-
barninu til hamingju.
Eyrun koma upp
um þig
Nú verður fljótlega hægt
að nota eyrun til að fá aðgang
að tölvukerfum, því Frakkar
hafa þróað kerfi sem þekkir
fólk á eyrunum. Kerfið hefur
hlotið nafnið OptoPhone og
keyrir á PC vélum. Myndavél,
sem myndar eyrað, er staðsett
í nokkurskonar símtóli og er
hugmyndin að nota það í
öryggiskerfum vegna gagna-
grunna og ýmiskonar greiðslu-
þjónustu. Kerfið er þó frekar
seinvirkt, enn sem komið er,
því það tekur 20 sekúndur að
greina eyrað.
34 - Tölvumál