Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.06.1994, Blaðsíða 21
Júní 1994 tölvunni og er notað af og til við stýringu ofnanna. Frá ofnstýritölvunni fer hrá- efnaskýrsla til einmenningstölvu, sem er tengd við miðtölvu fyrir- tækisins. Gögnin eru notuð þar til kostnaðar- og birgðaeftirlits, en sú meðhöndlun verður ekki rakin hér frekar. Rafmagnsstýring Stilligildi álags í fullum rekstri er nú 36,5 MW á hvorum ofni. Alagið ákvarðast af straum og spennu. Spennarnir eru þrepa- skiptir og eru 26 þrep á hverjum. Þrír spennar eru við hvom ofn og eru þeir stjörnutengdir inn á raf- skautin. Hvert spennuþrep hefur sinn hámarksstraum og lækkar hann eftir því sem spennaþrepið hækkar. Stýritölvan sér um að stilligildi straumsins fari aldrei upp fyrir þennan hámarksstraum. Sé stilligildi sett ofar lækkar stýritölvan stilligildið sjálfvirkt og setur það sem hámarksstraum að frádregnu fríhlaupi sem straumnum er leyft að breytast um, án þess að gripið sé inn í. Lækki spennaþrepið hækkar tölvan stilligildið í innslegið gildi, eða hæsta mögulega gildi í því þrepi. Rafskautin, sem eru 1,5 m í þvermál og vega um 40 tonn með öllum búnaði, eru keyrð upp og niður í ofninum til að halda straumnum sem næst stilligildi. Tveir möguleikar eru á innsetn- ingu stilligilda. Annars vegar er fastur straumur t.d. 118 kA og síðan fríhlaup 2 kA. Hins vegar er svonefnd Westly stýring, þar sem straumstilligildi er reiknað út frá álagi. Fasti sem nefndur er C3 er settur inn og straumurinn reiknast sem I = C3*P2/3. Straumurinn breytistþáeftir álagi ofnsins. Tveir tjakkar eru á hverju skauti og sjá þeir um að lyfta og slaka skaut- unum til að halda straumnum innan marka. Annar varnagli er einnig sleginn með hámarks- straum. Ef straumurinn fer upp fyrir hámarksstraum fyrir hvert spennuþrep í ákveðinn tíma er spennaþrepið lækkað. Stýringamar sem sjá um þessa hluti eru því í raun þrjár. Alags- stýring sem leitast við að halda álagi sem næst stilligildi. Spennu- þrep er hækkað og lækkað til að halda álagi sem næst stilligildinu. Spennaþrepi er þó ekki breytt nema frávik álags frá stilligildi sé meira en mismunur á álagi milli þrepa, sem er rösklega eitt MW. Álagsstýringin er þannig háð því að stýring fyrir spenna sé virk. Þriðja stýringin er svo straum- stýring sem getur verið með föstu eðaútreiknuðu stilligildi straums- ins. Sigstýring Rafskautin í ofninum eru kol- efnisskaut. Neðan af skautunum eyðistádegihverjum semnemur 50-60 cm, hverju um sig. Nýju skautaefni er bætt ofan á skautið. Rafskautaefnið er stálkápa sem heldur utan um skautamassann. Skautamassinn er ýmist í steypt- um sívalningum eða sekkjaður sem kurl. Þegar hann nálgast ofn- inn bráðnar hann út og fyllir stál- kápuna. Við enn hærri hita bakast hann saman í harðan, leiðandi kolamassa. Stálkápan brennur utan af skautinu þegar hún kemur undan straumsnertunum sem leiða rafstraum í skautin. I stýritölvuna er sett áætluð skautaeyðsla í cm/MWh. Þar er einnig settur inn bökunarfasti, en út frá honum er reiknað hve mikill hluti af nýju skauti er bakaður, en það ræðst af hitamyndun í skaut- inu (rafstraumnum). Tvö sett af tjökkum sjá um að færa rafskautið niður í gegnum rafskautabún- aðinn eftir því sem eyðist neðan af því. Hvert sig er mælt með teljarahjóli sem sendir boð til stýritölvu. Þegar eyðslan frá því skautið seig síðast er orðin jöfn síðasta sigi athugar tölvan hvort á tímanum hafi bakast nýr leggur sem því nemur. Ef svo er, leyfir hún nýtt sig, annars er beðið þangað til nægjanlega mikið af skautinu er bakað. Þetta eftirlit er nauðsynlegt því ef ekki er búið að baka legginn sem kemur niður úr rafskautssnertunum, kemur fljótandi skautamassi niður í ofninn og getur valdið miklu tjóni. Slíkhefurkomið fyrir í örfá skipti hjá íj. Fleiri möguleikar eru á stýring- um á sigi rafskauta. Algengasta afbrigði frá þeirri stýringu sem að framan er lýst er notuð þegar rafskaut brotnar. Slík brot koma helst ef óvæntar bilanir verða sem leiða til að stöðva þarf ofninn fyrirvaralaust. Miklar hitaþenslur verða þá í rafskautunum og þau brotna. Þá er farið í svonefnda skautalengingu. Rafskautið er þá látið síga um ákveðna lengd á hverri klst. og bökunareftirlitið er aftengt. Straumurinn er lækkaður niður í 63 kA sem er neðan við þau mörk að stálkápan utan um skautið brenni. Þannig errafskauti með bráðnum skautmassa slakað niður í ofninn og hann bakaður þar. Vamagli er settur þannig að ef rafstraumur fer upp fyrir það sem skautkápan þolir slær stýri- tölvan ofninum út. Skautavigtun Hjá íj hefur verið þróuð aðferð til að vigta rafskautin og reikna lengd bakaðs skauts út frá því. PC vél fylgist með þyngd rafskauts- ins, les nokkrar mælistærðir, áætlar viðbætur af rafskautamassa á degi hverjum og umbrey tir þessu í skautalengd og þar með stöðu 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.