Tölvumál - 01.02.1995, Page 6
Febrúar 1995
Fjármál og rekstur
Rekstur félagsins hefur verið
með miklum ágætum á árinu og
skilað hagnaði enn eitt árið. Hefur
verið svo öll þau ár sem ég hefi
verið formaður. Það hefur enda
verið vilji stjórnar að gæta
íhaldssemi í fjármálum og taka ekki
stóra áhættu.
Nú þegar verið er að ráðast í
útgáfu nýs Tölvuorðasafns er enn
brýnna að vel sé haldið um budd-
una því um er að ræða kostnaðar-
samt verkefni. Gæta verður þess
að það verkefni hafi ekki um of
áhrif á annað starf félagsins.
Að vanda hvílir mikið á fram-
kvæmdastjóra okkar við að halda
starfinu gangandi og gæta sam-
felldni í því. Að mínu mati hefur
Svanhildur skilað góðu starfi og
get ég ekki annað en þakkað henni
frábært samstarf þau ár sem við
höfum unnið saman að málefnum
félagsins.
Hún er reyndar þriðji fram-
kvæmdastjórinn sem ég starfa með
en á undan henni sá Helga Erlings-
dóttir um framkvæmdastjórn en
hún tók við af Kolbrúnu Þórhalls-
dóttur. Frá samstarfinu við þessar
sómakonur á ég ljúfar minningar
einar og vil nota þetta tækifæri til
þess að þakka þeim samstarfið.
Oft hefur komið til umræðu
innan stjórnar að ráða tækni-
menntaðan framkvæmdastjóra sem
gæti í meiri mæli sinnt faglegum
málum fyrir félagið. Ég tel að það
geti haft ákveðna kosti í för með
sér, en vara jafnframt við því að
það gæti einnig leitt til þess að hann
yfirtæki skipulag og stjórnun alls
starfs á vegum félagsins.
Þetta myndi leiða til minnkaðs
hlutverks félaga, stjórnar og
formanns sem ég teldi mikla
öfugþróun. Styrkur félagsins felst
í fjölþættri þekkingu þeirra sem að
starfi þess koma og sífelldri endur-
nýjun. Málefni sem tekið er á
hverju sinni, ráðast af áhuga og
þörf. Auðvelt er að kalla fólk til
úr öllum geirum þjóðfélagsins til
þess að taka á þeim málum sem
upp koma. Því er minni þörf fyrir
tæknimenntaðan framkvæmda-
stjóra í Skýrslutæknifélaginu en
öðrum félögum sem ekki hafa jafn
virka félaga.
Erlent samstarf
Erlent samstarf hefur verið í
algjöru lágmarki á þessu ári og er
það miður að mínu mati. Á næsta
starfsári verður stjórn að taka á
þessum málum til þess að tryggja
samstarf okkar við sambærileg
félög í kringum okkur.
Samneyti við félaga okkar á
Norðurlöndunum hefur hjálpað
mér mikið í starfi mínu sem for-
maður og má ekki vanmeta þann
þátt þó annar hagur af samstarfi
sé oft þokukenndur.
Starfið framundan
Ég sé fram á áframhaldandi
bjarta tíma fyrir félagið. Stofnun
annarra félaga, að því er virðist
stundum til höfuðs Skýrslutækni-
félaginu, hefur ekki haft áhrif á
félagatölu okkar, nema síður sé.
Ég held að almennt sé litið til
Skýrslutæknifélagsins sem for-
ystuafls á okkar svið hér á landi
og er mikilvægt að ekki falli skuggi
þar á. Það kallar stundum á lipurð
og lagni við að leysa mál þannig
að sem flestum lílci.
Við megum aldrei gleyma að
innan félagsins eru mjög ólíkir
hagsmunahópar og að það er ekki
hlutverk okkar að etja þeim saman
eða taka afstöðu með einum fremur
en öðrum. Félag okkar verður
alltaf að vera vettvangur opinnar
umræðu um mál, en ekki
dráttarvagn þröngra sérhagsmuna.
Lokaorð
Nú lýkur löngu starfi mínu í
stjórn félagsins, lengst af sem
formaður þess. Eins og áður sagði
er margs að minnast.
Ljúfustu minningarnar eru þó
þær sem ég á af samskiptum við
félaga og stjórnarmenn félagsins.
Ég hefi kynnst miklum fjölda
ágætismanna og kvenna á vett-
vangi félagsins sem margir hafa
orðið vinir mfnir en aðrir kunn-
ingjar.
Þeim þakka ég öllum frá hjarta
mínu fyrir frábært samstarf.
Þetta er sá auður sem ég tek
með mér þegar ég nú dreg mig í
hlé frá stjórnarstörfum. Ég er þó
langt í frá hættur að vinna fyrir
félagið og treysti því að leitað verði
til mín þegar þarf að snúast
eitthvað fyrir Skýrsluvinafélagið
eins og við köllum það stundum í
gamni.
Nýrri stjórn óska ég allra heilla.
Halldór Kristjánsson er
verkfrœðingur ogfram-
kvæmdastjóri Tölvu- og
verkfrœðiþjónustunnar.
Viðauki
Árið 1994 var 26. starfsár fél-
agsins. Fullgildir félagsmenn eru
728. Aukafélagar, nemendur í
Háskóla Islands og Tölvuháskóla
Verslunarskóla Islands eru 251. Á
félagaskrá alls 979.
Stjórn
Aðalfundur var haldinn 31.
janúar 1994. Fyrsti fundur nýkjör-
innar stjórnar var 7. febrúar. í
stjórn Skýrslutæknifélags íslands
sátu 1994:
6 - Tölvumál