Tölvumál - 01.02.1995, Qupperneq 18
Febrúar 1995
mínúta í staðinn fyrir mín. “Ástin
mfn” myndi hann lesa “Ástin
mínúta”. En þetta er verið að laga
auk þess sem unnið er að frekari
þróun framburðarins, svo sem
ýmissa sérhljóða.
Þeir sem til þekkja, hafa haft
orð á að íslenski talgervillin sé með
þeim betri, sem framleiddir eru í
Evrópu. Mun auðveldara er að
skilja hann en aðra slíka, sem tala
önnurtungumál.
Á undanförnum árum hefur
þróunin í tölvuheiminum orðið
sjónskertu fólki fremur óhagstæð.
Þegar Windows væðingin hóf inn-
reið sína, hættu jaðartækin blindra-
letursskjár og talgervill að virka.
Þau lesa ekki úr grafískum tákrium.
Eina leiðin sem sjónskertir hafa nú
er að nota stóra skjái og stækka
letrið til muna. En þeir sem sjá alls
ekkert sita nú með sárt ennið. Að
vísu er unnið að því að þróa vél-
og hugbúnaðar, sem les grafísk
tákn. Þeir sem lesa blindraletur,
þurfa mjög öflugar tölvur, helst
486 með 16 mb. innra minni og 66
mhz. Ekki er enn vitað hvað tal-
gervill þarf mikið vinnslurými, en
væntanlegt er á þessu ári eða í
byrjun næsta árs forrit frá Infovox,
sem getur lesið úr grafískum
skjölum.
Þess má að lokum geta að á
næstu árum mun talgervillinn stór-
auka tölvunotkun sjónskertra, sér-
staklega ef tekið er tillit til þess að
í auknum mæli er nú farið að gefa
út dagblöð og tímarit á stafrænu
formi. Þá veita ýmis forrit, svo sem
Kermit, sjónskertu fólki aðgang að
gagnabönkum. Þá nýtist blindra-
letrið mun betur en talgervill.
Gísli Helgason er for-
stöðumaður Hljóð-
bókagerðar Blindra-
félags Islands.
Starfsmenn Stjóri
18 - Tölvumál