Tölvumál - 01.02.1995, Page 24

Tölvumál - 01.02.1995, Page 24
Febrúar 1995 ráðsmenn geta fundið gögn án vandræða og pappírsnotkun hefur minnkað úr 500.000 í 50.000 á ári. Kommunedata fyrirtækið í Danmörku er með skiifstofur víða um land. Hægt er að fletta í skjala- safninu á hvaða skrifstofu sem er. Tveir starfsmenn sem áður ljós- rituðu allan daginn, hafa nú fengið önnur störf innan fyrirtækisins. Ávinningur Hvað sparast svo við að geyma skjöl og dreifa þeim í tölvu: - Pappír Pappírsnotkun minnkar, þar sem ekki þarf að ljósrita skjöl eins og áður. Skjölin eru ljós- rituð til dreifingar, reiknað hefur verið með að hjá Skýrr sparist u.þ.b. 300.000 á ári, ein- göngu í pappírskaupum. - Tími Við að Ijósrita, leita og dreifa upplýsingum. Reiknað er með að yfirmenn eyði um 2-3 tímum á viku í leit að skjölum - Geymslupláss, skrifstofurými - Þjónusta batnar Hægt er að fletta upp á reikn- ingum og öðrum skjölum á skjánum þegar viðskiptavinur- inn er í símanum og senda honum upplýsingar strax. Lokaorð Að lokum vil ég nefna að skjalastjórnun fjaliar ekki lengur um skjöl heldur frekar um upp- lýsingar. Við viljum fá réttar upp- lýsingar þegar við þurfum á þeim að halda og hvar sem við erum stödd. Tími er peningar og það er jafnvel enn mikilvægara í harðn- andi samkeppni. María Sigmundsdóttir er ráðgjafi hjá Skýrr. Punktar... Sjálfvirk mengunarmæling Nú hafa verið settir upp á nokkrum stöðum í Banda- ríkjunum móttakarar sem nema sendingar frá mengunar- mælum í bílum. í bílana hafa verið settir tölvumælar sem skynja ef mengun í útblæstri fer yfir leyfileg mörk. Mælirinn skráir ekki aðeins hversu mikið farið er yfir mörkin heldur einnig um hvaða bíl er að ræða. Móttakarinn, sem er staðsettur við hraðbrautir eða annars- staðar þar sem umferð er mikil, sendir þessar upplýsingar áfram til yfirvalda þar sem sjálfkrafa er útbúin tilkynning til eiganda bifreiðarinnar. Við endurtekin brot er send út rukkun. Tekist hefur að taka á móti upplýsingum frá bílum sem eru á yfir 160 km hraða. Nemendur og næring Nemendur í tilteknum menntaskóla í Svíþjóð verða nú að skrá sig í tölvuna þegar þeir ætla að fá sér að borða í mötuneyti skólans. Það er gert þannig að þeir leggja lófann á þar til gerðan skynjara sem kannar hvort nemandinn er á nemendaskrá. Ef ekki þá fær hann ekkertað borða. Að sögn skólayfirvalda er þetta gert til að koma í veg fyrir að óvið- komandi geti fengið sér frítt að borða. En nemendur eru ekki ánægðir og finnst eins og þeir séu komnir í fangelsi. Punktar... Kína tengist inn á Internetið Kínversk stjórnvöld hafa samþykkt að setja upp teng- ingu inn á Internetið með tveimur símalínum sem liggja til Peking og Shanghai. Allir sem hafa yfir tölvu og mótaldi að ráða munu geta tengst inn á netið. Reiknað er með að það muni njóta gífurlegra vinsælda þar sem annars staðai'. Vilji kínverskra yfirvalda til að tengjast netinu vekur furðu því stjórnvöld þar hafa reynt að takmarka aðgang almenn- ings að upplýsingum með því t.d. að takmarka útbreiðslu á faxi árið 1989 og banna einka- aðilum að eiga gervihnatta- diska árið 1993. Hvort tveggja mistókst algjörlega og virðist nú sem yfirvöld telji skárra að leyfa takmarkaðan aðgang undir eftirliti - auk þess að hafa smá tekjur af umferðinni í leiðinni. Það er erfitt að geta sér til um hvað stjórnvöldum í Kína líkar verst við netið: enga yfir- stjórn, sjálfsprottinn vöxt eða getu þess til að koma á sam- skiptum milli milljóna tölvu- notenda um allan heim. Eitt er víst að það á eftir að valda miklum brey tingum á pólitískri umræðu í landinu. Til dæmis hefur sú stefna yfirvalda að setja pólitíska andófsmenn í útlegð til að einangra þá frá allri pólitískri umræðu, reynst vel. Hætt er við að netið muni í framtíðinni reynast mörgum andófsmanninum notadrjúgt til að brjóta einangrunina. 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.