Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 29
Febrúar 1995
þáttur á líklega lengst í land af
þeim þáttum sem nauðsynlegir eru
heimaverslun, og ljóst að varkámi
verður að ráða ríkjum. Þó eru
sumir sem láta ekki deigan síga og
fyrstu rafbankarnir eru að líta
dagsins ljóst. Þriðji þátturinn sem
er nauðsynlegur til að heima-
verslun gangi upp er að vörudreif-
ing sé bæði hagkvæm og áreiðan-
leg.Síðasti óvissuþátturinn sem
heimaverslun með tölvum byggir
á er hugbúnaðurinn. Ohætt er að
fullyrða að oft þarf að fara ótroðn-
ar slóðir. Engin ein aðferð er rétt,
flækjustigið byggir á því að í eðli
sínu er hér um margmiðlunarkerfi
að ræða sem keyra þarf um víðnet,
en víðnet skilgreini ég sem net sem
byggja þarf á gagnahraða síma-
línunnar. Velja verður umhverfi
sem styður eftirtalda miðla: Aug-
lýsingamiðil, samskiptamiðil og
þjónustumiðil.
Ekki liggur alltaf ljóst fyrir að
eitt umhverfi henti fyrir ákveðinn
miðil. Þannig er hægt að hugsa
sér að póstsendingar á Internetinu
henti vel sem samskiptamiðill við
neytendur, en EDI/EDIFACT henti
betur sem samskiptamiðill fyrir
birgja. Á sambærilegan hátt getur
Intemet póstsendingar hentað sem
þjónustumiðill fyrir neytendur
meðan hópvinnukerfi eins og Lo-
tus Notes hentar betur fyrir birgja
til að sinna þjónustunni. Einnig er
hægt að hugsa sér að við gerð
margmiðlunarauglýsinga megi
nýta sér Vefinn auk staðbundinnar
margmiðlunar sem er á geisladiski.
Að lokum þarf að vega og meta
hvað er raunhæft að framkvæma í
beinlínusambandi og hvað er eðli-
legt að framkvæma staðbundið eða
í bakgrunni með því að senda
hugbúnaðarþjón út af mörkinni í
leit sem í eðlisínu tekur töluverðan
tíma. Þaðerþvíóhættaðsegjaað
engin ein leið er rétt í þessu sam-
bandi, og oft þarf að taka afdrifa-
ríkar ákvarðanir sem erfitt er að
taka til baka. Þó margir séu van-
trúaðir á að heimaverslun nái
verulegri markaðshlutdeild er ljóst
að hægt er að höfða til ýmissa þátta
við markaðsetningu slíkrar
þjónustu. T.d. er hægt að höfða til
aukins vöruúrvals fyrir dreifbýlis-
staði eða með því að bjóða upp á
sérverslanir. Aukinna þæginda og
þjónustu sem lýsir sér í því að ekki
þarf að keyra langar leiðir til að
versla, tína vöruna í innkaupa-
körfuna og bíða síðan í langri
biðröð eftir afgreiðslu. Þannig er
hægt að hugsa sér að matarinn-
kaupin styttist úr klukkutíma í
aðeins nokkrar mínútur. Einnig er
hægt að höfða til aukinna upp-
lýsinga, sem lýsa sér í því að raun-
hæft er að gera gæða og verðsam-
anburð og fá óhlutdrægar leið-
beiningar um hvað á að taka tillit
til við kaup á ákveðinni vöru-
tegund. Það síðasta sem ég ætla að
nefna og jafnframt það mikil-
vægasta að mínu mati er lægra
vöruverð. Það er trú mín að slíkur
verslunarmáti geti boðið upp á
lægra vömverð vegna stærri mark-
aðar, ódýrari auglýsinga, ódýrari
þjónustu og síðast en ekki hvað síst
vegna þess að í slíkum viðskiptum
tíðkast að vara sé framleidd upp í
pöntun. Slíkur framleiðslumáti
sker í burtu stóra kostnaðarliði s.s.
birgðakostnað, rýrnun og þörf á
útsölum.
Lokaorð
Það er ljóst að ekki er hægt að
vera á móti þeim breytingum sem
nú fara í hönd. Spurningin er ekki
hvort heldur hvenær þessar breyt-
ingar munu eiga sér stað. Tökum
þátt í að móta þessar breytingar
sem nú fara í hönd og höfum
þannig áhrif á þær til hins betra.
Tryggjum að þekkingaröflun verði
skemmtileg, ekki aðeins á ensku
heldur einnig á íslensku. Tryggjum
að spakmæli Hávamála “maður er
manns gaman” verði enn í heiðri
haft með því að efla íþróttir og
tómstundir þeiira þjóðfélagshópa
sem hafa meiri tíma aflögu vegna
breytinganna. Hver þjóð verður
sinn gæfusmiður í þessum efnum.
Flestar vestrænar þjóðir eru að
fjárfesta í upplýsingatækninni og
þessar þjóðir munu uppskera
ríkulega síðar. Því miður er ísland
ekki ein þessara þjóða, þó samn-
ingar um evrópska efnahagssvæðið
gefi okkur möguleika á að sækja
um styrki úr sameiginlegum
Evrópusjóðum. Þessu verður að
breyta, oft hefur verið þörf en nú
er nauðsyn að menn taki höndum
saman og tryggi að Island haldi
sínum hlut í þeirn þjóðfélagslegu
breytingum sem nú fara í hönd og
munu flytja okkur inn í þekkingar-
þjóðfélag framtíðarinnar.
Stefán Hrafnkelsson er
tölvuverkfrœðingur
Punktar...
Borgarakort
í Danmörku eru uppi áætl-
anir um að taka í notkun borg-
arakort. Þessi kort eiga allir að
hafa.
Kortin virka líkt og
greiðslukort nenta hvað að á
þeirn er hægt að geyma heil-
miklar upplýsingar um kort-
hafa. Margir hafa af þessu
áhyggjur þar sem þarna getur
verið mögulegt fyrir rfkið að
fylgjast betur með þegnum
sínum. En aðrir benda á að
hagræði af þessum kortum sé
mikið. Til dæmis dugi að vera
aðeins með eitt kort í stað
margra núna.
Líklega verður kortið með
innbyggðum örgjörva og getur
innihaldið um hálft megabæt af
upplýsingum. Enn hefur þó
ekki verið ákveðið hvað á að
skrá né heldur hvenær (eða
hvort) á að taka kortið í
notkun.
Tölvumál - 29