Tölvumál - 01.02.1995, Síða 31
Febrúar 1995
Á flakki mínu um daginn fór ég á
safn við Þjóðarháskólann í Ástr-
alíu. Þar var hægt að skoða 8500
myndir frá ýmsum tíma.
EXPO er annað safn á netinu.
Þegar komið er inn í safnið blasir
við manni (þ.e. þeim sem hafa
Mosaic) yfirlitsmynd um sali
safnsins. Þeir eru sex, þ.e. bóka-
safn Vatíkansins og kúltúr endur-
reisnartímabilsins, stjórnkerfi
sovétsins, 1492 sýningin, Dauða-
hafshandritin, steingervinga-
sýningin í Berkeley og rómverska
borgin Spalato. Fyrir þá, sem
leiðist að ramba um sýningarsali,
er boðið m.a. upp á veitingastað
með sérréttamatseðli fyrir hvern
dag vikunnar.
Sýndarveruleikinn er sem
stendur kominn lengst í leikjum.
Nýlega var haldin hér á landi
fundur sölufulltrúa þekktrar
áfengistegundar og af því tilefni
var settur upp tækjabúnaður fyrir
sýndarveruleikaleik. Þetta var
kannski ekki svo merkilegur tækja-
búnaður eða leikur, en gefur okkur
forsmekk að því sem koma skal.
Ég fékk að prófa þetta og fannst
nú ekki mikið til leiksins koma, en
tæknin var æði skemmtileg.
Gísli Helgason kynnti á ráð-
stefnunni talgervil, sem hann sagði
byltingu í samskiptum og skýrslu-
gerð. Talgervillinn hjálpar meðal
annars blindum og sjónskertum til
að notfæra sér gögn á tölvutæku
formi. Við erum flest blind eða að
minnsta kosti skilningssljó á
margan máta. Fáir “eðlilegir” ein-
staklingar hafa lagt á sig það
“ómak” að læra táknmál þeirra
sem eru ekki eins lánsamir og þeir.
(Og ég tek það fram að svo er líka
um mig). Táknmál heyrnarlausra
eða ritmál blindra er í fáu frá-
brugðið erlendum tungumálum.
Því er það oft að við erum bæði
blind og heyrnarlaus þegar við
ferðumst til fjarlægra landa. Fyrr
í haust sá ég hugbúnað sem
“þýddi” talað mál yfir á ritmál. Þ.e.
hann hlustaði á þann sem talaði og
skrifaði niður eftir honum. Svona
búnaður væri meiriháttar bylting
fyrir heyrnarlaus. Með því að
horfa aðeins lengra gætum við
hugsað okkur að þann möguleika
að þýða frá einu tungumáli yfir á
annað.
Stefán Hrafnkellsson fjallar
annarsstaðar í blaðinu um rafræn
viðskipti í nýju ljósi. Ekki ómerkari
maðuren William Henry Gates III,
öðru nafni Bill Gates, setti fram
fyrir nokkrum árum sína fram-
tíðarsýn. Hann nefndi hana “Infor-
mation at Your Fingertips” eða
“Upplýsingar við hendina”. Þar
talar hann um margntiðlun, texta-
varp með öflugum gagnabanka,
hlutbundin stýrikerfi og veskis-
tölvur (ekki reiknivélar heldur
tölvur). Markmið hans er ekki að
umbreyta Microsoft eða tölvu-
iðnaðinum, heldur hvernig fólk nær
í upplýsingar. Fyrir tveimur árum
leit út fyrir að hluti af framtíðarsýn
hans yrði varla að veruleika fyrr
en eftir ein til tvo áratugi. Það gæti
verið fullmikil svartsýni. Gates
segir hugmyndina vera fulla af
metnaði. “Þær upplýsingar, sem
maður þarf, ættu að vera við
hendina.” Ekki á að skipta máli
hvort gögnin eru geymd í gagna-
safni, töflureiknisskjali, ritvinnslu-
skjali eða í minnisskjali. Notandi
á að geta kallað upplýsingarnar
fram með orðunum einum. Þær eru
síðan birtar sem sjónvarpsmynd
með tali og tónum, sem gerir tölv-
una meira að samskiptatæki en
talnavinnslutæki.
Bill Gates vill að sjálfsögðu
byggja allt í kringum hugbúnað frá
Microsoft. Windows verður notað
á einu eða öðru formi í alls konar
tækjum af öllum stærðum og gerð-
um: tölvur, sem skilja ritað mál og
talað, lófatölvur, fistölvur, borð-
tölvur, sjónvarpstölvur og vegg-
tölvur.
Hvort þetta rætist getur fram-
tíðin ein skorið úr, en ljóst er að
gjörbreytt framsetning upplýsinga
er kjarni þeirrar miklu breytinga,
sem verður.
Ég hef reynt að rýna í kristal-
kúlu tölvutækninnar. Ég hef passað
mig á að endurtaka sem minnst af
því sem lesa hefur mátt eftir mig á
síðum Morgunblaðsins undanfarna
mánuði. Dæmin sem ég tók voru
valin með myndbandið góða í
huga, en ég hefði gjarnan vilja hafa
brot úr SeaQuest þáttum Stöðvar
2, Grímunni, Júragarðinum, Ter-
minator II, Death Becomes Her eða
hvað þær nú heita allar þessar
bíómyndir, þar sem margmiðlunar-
búnaður hefur verið notaður til að
breyta eða afskræma hluti.
Ég hef lengi haft það fyrir sið
þegar ég horfi á myndir, sem gerast
eiga í framtíðinni, að skoða tækn-
ina sem þar er notuð. Sama gildir
um vísindaskáldsögur. Æði oft
skipa upplýsingar og úrvinnsla
þeirra veglegan sess. Að nálgast
þær upplýsingar, sem mann vantar,
á því formi sem kemur manni að
notum er lykillinn að velgegni. Eða
eins og ég hafði áðan eftir Bill
Gates: “Þær upplýsingar, sem
maður þarf, ættu að vera við
hendina.”
Erum við loksins að komast inn
í upplýsingaöldina langþráðu. Um
aldaraðir var mannkyninu haldið í
járngreipum fávísinnar. Undan-
gengnar kynslóðir brutust undan
þessu oki og viti menn það rofaði
til. Okkar kynslóð hefur tækifæri
til að njóta ljóssins með réttri
nýtingu tækninnar.
Marinó G. Njálsson er
tölvunarfræðingur.
Tölvumál - 31