Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 25. september 1962. V'lSIR Comiskey Park: HELGI á samning við Motherwell? — Fór utan ■ morgun Helgi Daníelsson fór utan snemma í morgun með „Gullfaxa“, en hann mun nú dveljast í Motherwell í hálfan mánuð og að öllum líkindum leika með varaliði félagsins, en forráðamenn Motherwell hafa mikinn hug á að sjá hann í leik, með kaup fyrir augum. „Ég geri mér ekki hinar minnstu vonir um að fá samning“, sagði Helgi, „ég lít miklu fremur á þetta sem góða skemmtiferð fremur en hitt“. Akranesliðið kemst nú í mikinn vanda, stendur uppi nær markmannslaust og á að leika við KR nú á næstunni, en sá leikur getur orðið til þess að Akranes leiki til úrslita í fslandsmótinu við Val og Fram, ef hann vinnst. „ Vandræðabanið" Liston heims- meistari eítir keppnina í rntt ? í kvöld fer ffam í Comi- skey Park Chicago í Banda ríkjunum ein mesta hnefa- leikakeppni, sem fram hef- ur farið. Mikill spenningur er fyrir keppninni, ekki að eins í Bandaríkjuhum, held ur um allan heim. Vart mun þörf á að kynna kepp endurna, en þeir eru vita- skuld núverandi heims- meistari í þungavigt, Floyd Patterson, og Sonny Liston, ung kempa, sem líkt er við villidýr í manns- mynd. dáður af áhorfendum, en hlé- drægur og hógvær. VINSÆLL — ÓVINSÆLL. Við skulum gera okkur í hug- arlund hvernig verður umhorfs i Comiskey Park í kvöld (nótt eftir ísl. tíma) Eftir ganginum milli þéttsetinna áhorfendabekkjanna koma tveir menn í sloppum gang- andi ásamt fríðu föruneyti. Annar er síbrosandi og heilsar á báða bóga eins og hans er vandi, enda einn vinsælasti hnefaleikari sem nú er uppi, Floyd Patterson. Hinn er feimnislegur, en þó með glampa haturs í augum og gengur þungum skrefum í áttina að pallinum undir púi og fyrirlitningaröskrum á- horfendanna, sem hafa borgað stórar fjárfúlgur til að sjá þessa keppi. Sonny er mjög óvirísæll, ekki sízt vegna afskipta sinna af glæpamönnum, sem eru meðal hinna fáu vina sem hann á. Presturinn sém tók Sonny upp á sina arma fyrir ári síðan mun verða hlutlaus í bardaganum eins og hans er vandi. Presturinn hefur annars gert gott verk á Sonny og snúið honum frá glæpamönnum að mikl leyti, og kennt honum að lesa og skrifa. ÚR 25 BARNA HÓP. Sonny Liston hafði ekki mörg tækifæri er hann var barn. Hann var 6. í röðinni af 25 börnum, sem móðir hans ól, en aðeins 13 ára fór hann út í heiminn og lenti brátt á glapstigum og fékk uppeldi á vandræðabarnaheimili. Síðar komst hann í raðir undir- heimamanna Chicagoborgar og þar sáu menn að Sonny var auð- unnin peningaþúfa með sinn 105 kílóa skrokk og hæfileika i hnefa- leikum. Vegna glæpaferils síns, varð það mjög erfitt fyrir Sonny að fá tækifæri til að skora á Floyd Patterson. SNOBBIÐ LISTON - SKRIFAÐ UNDIR MEÐ GULLPENNUM. Sonny ListOn er ekki sagður stíga of hastarlega í vitið og er auk þess hin argasta snobbfígúra og skrautfugl. Hann gengur i gull- bryddum fötum og þegar hann skrifaði undir samninginn um keppnina, sem fram fer í kvöld, skrifaði hann undir með gull- pennum og notaði til þess ekki j færri en fjóra penna, skrifaði einn staf með hverjum, en skipti síðan um penna! Liston er ekki að skafa utan af því, er hann er spurður hver munl sigra: Ég vinn auðveldan sigur. Ég er bezti hnefaleikari heimsins. Patterson er hógvær að venju: Sá betri sigrar og sá sigur verður auðveldur. • Við höfum undir höndum um- mæli nokkurra frægustu manna í hnefaleikaheimi Bandarlkjanna og fara þau hér á eftir: i JAMES J. BRADROCK, álitinn einn mesti spámaður í Banda-' ríkjunum hvað viðkemur hnefa- leik skrifaði góða grein í THE UING og þar Iýsir hann öilum leiknum cins og hann heldur að hann fari þar til Patterson vinnur í 14, lotu á stigum. NAT FLEISCHER, æðsti maður innan Hnefaleikasam- bands Bandaríkjanna segir: Ég held að keppnin verði víta- mínsprauta fyrir hnefaleikana um allan heim. Floyd þarf elcki að óttast. Hann vinnur í 4. Iotu með knock-out með hraða sínum og tækni. Sonny hefur elcki unnið traust okkar innan sambandsins, til þess er fram- koma hans of slæm, en ég held að inn við beinið sé hann bezti drengur, en það er bara svo langt inn að beinunum. JACK DEMPSEY, fyrrver- andi heimsmeistari og álitinn Framhald á bls. 10. ii iniiriwiiiniMiiiniiiiiniminiinniiMMninninin—im—■ »w—ow>«winii Joppsirnðr1 felja Pafferson vinna, @n nlmeningur hinn óvinsæla Charles „Sonny## Liston — Það kostar mikið þras að velja hanzka á hinar stóru krumlur Listons, en hér er hann loksins með keppnishanzkana, sem samið var um að yrðu notaðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.