Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 8
8 •Þriðjudagur 25. september 1962. rz---- y Otgefandi: BlaðaútgáfaD VISIR. Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnai G. Schram. Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn 0. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. ! lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. ^_______________________________________________j Tortíming herstöðvanna Daginn áður en Magnús Kjartansson Þjóðviljarit- stjóri snéri heim frá vinafundum með síðskeggjum Kastrós birti blað hans langa ritgerð undir nafninu „Herstöðvar boða tortímingu“. í ritgerðinni var þeirri skoðun haldið fast fram að hið mesta óráð væri að hafa herstöðvar í landi. þær væru ekki einungis ógnun við heimsfriðinn held- ur og beinlínis dauðadómur yfir þjóðinni ef til styrj- aldar drægi. Skotið myndi nefnilega verða á herstöðv- arnar. Slík var predikan blaðsins og boðskapur. En kommúnistar eru stundum dálítið seinheppnir og svo reyndist í þessu máli. Tuttugu og fjórum stundum eftir að ívitnuð orð voru skrifuð kom hinn andlegi leiðtogi blaðsins heim frá því að mæra eina mestu herstöð veraldar, herstöðina á Kúbu. Sú herstöð stækk ar með degi hverjum. Og það eru sosum ekki einungis hinir innfæddu, sem eru að koma sér upp varnargörð- um til þess að verja bú og börn. Ekki eru liðnar marg- ar vikur síðan 3000 rússneskir sérfræðingar í „vöm- um“ stigu á land í höfninni í Habana og tóku til óspilltra málanna að hjálpa til við herstöðina. Og rússneskir skriðdrekar og orrustutæki hafa streymt inn í þetta litla eyland undanfarna mánuði. Mikinn glæp hlýtur Kastró Magnúsarvin að vera sekur um að áliti Þjóðviljans. Með herstöðinni hefir hann greinilega búið fólki sínu hina verstu tortím- ingu. Maðurinn er greinilega hinn versti kapitalisti og Sjálfstæðismaður! Þjóðviljanum verður ekki gefið betra hollráð en fá grein þessarri snarað hið skjótasta á spánska tungu og senda í hraðpósti suður til Kúbu. Hún er of merk til þess að ríkisstjórn íslands megi sitja ein að henni. Það verða fleiri að fá að vita sannleikann um her- stöðvarnar. Undir hamri og sigö Innan nokkurra vikna verður gengið til Alþýðu- sambandsþings. Menn eru nú þegar teknir að brýna sverðin og herða axir I báðum herbúðum. Á þeim fundi mun íslenzkur verkalýður taka ákvörðun um stefnu næstu ára og rökstyðja baráttu sína fyrir bættu lífi. Alllanga hríð hefir meirihluti þingsins talið affara- sælast að ganga til sóknar undir hamri og sigð komm- únista. Sú staðreynd er tvímælalaust dapurlegasta fyrirbærið í íslenzkum stjórnmálum í dag. Enn hefir íslenzkum verkalýð ekki skilizt nógu vel að sjálfsagt er að berjast harðsnúinni baráttu, en það er ekki sama hverja maður velur sér að vopnabræðrum. Ástæðan til þess er vafalaust að nokkru sú að mistekizt hefir að byggja upp sterkan Iýðræðissinnaðan verkamanna flokk hér á landi. Þau mistök hafa dregið illan dilk á eftir sér. Kommúnistar hafa náð eyrum allt of margra góðra manna og með yfirboðum sínum tekizt að fá fylgi þeirra á úrslitastundum. VISIR Axel Thorsteinsson skrifnr bréf fró írlnndi Cork, 15. sept. Forsætisráðherra Eire, Le- man, flutti ræðu í fyrradag og í lagði áherzlu á, að hraða öllunr undirbúningi að aðild Eire að ii Efnahagsbandalagi Evrópu. — | Hann kvað það mikilvægt fyrir p alla, að gera sér grein fyrir mik- 1 ilvægi þess, að undirbúningu,- | inn færi fram nú, en væri ekki j dreginn á langinn. Hann kvað ráðstafanirnar, sem nú væru gerðar til þess að auka iðnaðarframleiðsluna O’Connell street í Dublin, þar sem sjá má styttuna af frelsishetj- unni O’Connell. Lengra í burtu er stytta af Neslon flotaforingja. ÍRAR íhuga aðild að Efnahagsbandalaginu með aukinn útflutning að marki, mundu verða f fuiluvgildi | við þau framtíðarskilyrÖi, sem við yrði að búa. Hann benti og á, að aukin framleiðsla væri eini heilbrigði grundvöllurinn til þess að byggja á bætta efna- hagsafkomu. Hann vék að því, að innflutningur hefði á þessu ári aukizt tiltölulega meira en útflutningurinn, vegna þess að írska þjóðin hefði á undangengn um mánuðum litið svo á, að ef kaup hækkaði og menn hefðu meira fé handa milli til kaupa til daglegra þarfa, vegnaði henni betur, en þegar of Iangt væri gengið I þessa átt, væri sú hætta á ferðum, að til kreppu leiddi, og þá yrði þjóðin að sætta sig við að beiskja erfiðleikanna kenndi henni undirstöðuatriði bætts efnahagslífs. „NEW STATESMAN“ OG AÐILD EIRE AÐ EBE. Lundúnarfréttaritari „The Ir- ish Independent“ víkur að um- mælum „New Statesman" um þá yfirlýsingu hennar, að Eire mundi halda til streitu umsókn sinni að aðild að EBE, þótt ekki yrði að aðild Bretlands að bandalaginu, en að þeirri yfir- lýsingu vék ég í fyrra pistli. „New Statesman“ segir m. a.: Með þátttöku írlands (Eire) i, EBE einu væru lagðir í rústir möguleikarnir á al-írskum frjáls um markaði og &■ þeirri efna- hagslegu samvinnu Eire og Norður-írlands (the eross-bord- er economic Corperation), sem Leman hefur svo oft boðað sem fyrstu skref til friðsamiegrar sameiningar“ (þ. e. Eire og N.Í.). Sean Lemass, varaforsætisráðherra. „LANG MIKILVÆGASTA UTANRIKISMALIГ. Blaðið „Cork Examiner" birti f gær langa ritstjórnargrein, sem það nefnir „Aikeri og Sam- einúðu þjóðirnar" og harmar mjög, ^ð vegna starfs hans á vettvangi þeirra hafi áhrifa hans (utanríkisráðherrans) ekki gætt nægilega í meðferð utanríkis- ráðuneytisins allri á lang-mikil- vægasta utanríkismálinu, aðild að EBE. I greininni segir, að það sem gerist á vettvangi SÞ í New York hafi miklu mikil- vægari afleiðingar fyrir oss f bráð en það, sem líklegt er að gerist í Briissel“, en samt hafi verið áberandi hve sjaldan ut- anríkisráðherrann hafi látið til sín heyra um þetta mál. ÍSLENZKI FÁNINN í DUBLIN. I.A.T.A. flugmálaráðstefnan var sett í Dublin skömmu áð- ur en ég skrapp hingað suður til Cork og var ánægjulegt að sjá íslenzka fánann blakta fyrir framan Shelbourne-gistihúsið þar sem ráðstefnan var haldin á- samt fánum hinna þátttökuþjóð anna. Vekur það jafnan nota- legar tilfinningar í brjósti manna að koma þar erlendis. sem hann blaktir. Og þá dag- ana blakti hann líka við hún á tveimur íslenzkum skipum í höfninni í Dublin, Goðafossi og Dettifossi, og fannst mér bjartara yfir þeim skipum en öðrum þar í höfninni. Ég vænti þess að geta síðar sagt lesend- um blaðsins þá ánægjulegu ferð á Goðafossi til Dubiin og dvölinni þar og víðar, og kynn- um við fólkið, sem landið byggir. CORK. Hingað suður til Cork-borgar á suðurströnd írlands skrapp ég Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.