Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 16
C
ISIR
Mánudagur 24. september 1962.
Meðvitundarlaus
Jódís Björgvinsdóttir, stúlk-
an sem varð fyrir bifreiðinni í
Bankastræti aðfaranótt sunnu-
dags er enn meðvitundarlaus.
Fólkið streymir til
höfuðborgarinnar
Mikið hefir verið að gera á
flugleiðum Fiugfélags íslands að
undanförnu, og af innanlandsflug-
leiðum mun einna mest flogið
austan af Iandi.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi F.f. sagði Vísi í morgun, að
í gær hefði stærsta flugvél félags-
ins, Cloudmaster-vélin, verið
send austur á Egilsstaði, og kom
hún aftur með 85 farþega. Voru
farþegar fólk, sem var að koma
úr síldinni, svo og skólafólk, sem
flykkist nú í bæinn. Sömu sögu
er að segja af öðrum flugleiðum
félagsins, erfitt er að fá far til
Reykjavíkur vegna aðsóknar, en
auðveldara að komast fyrir þá,
sem þurfa að fara út á land.
Straumurinn er allur til höfuð-
borgarinnar.
Flug til Vestmannaeyja hefir
gengið erfiðlega að undanförnu
vegna veðurhamsins. Síðast var
flogið á miðvikudaginn, en eftir
það var leiðin lokuð þar til í gær.
Var þá farin ein ferð og lagt upp
í aðra, en þegar flugvélin var kom-
iri næstum allá leið til Eyja, var
veður orðið óhagstætt, svo að hún
varð að snúa við, og er ekki að
vita, hvenær fært verður þangað
aftur.
fíafinn er undirbúningur á að
gera aðra flugbraut í Eyjum, sem
mundi til mikilla bóta fyrir flug-
samgöngur, en það er dýrt mann-
virki, og á langt í land.
verði lokið.
ICosið í 3 félögum
í gær
Þrjú félög' í Reykjavík kusu
fulltrúa á þing Alþýðusambands
Islands í gærkvöld. Rakarasveina-
félag Reykjavíkur kaus Gunnar
Emilsson og Birki Gunnarsson til
vara, Félag íslenzkra kjötiðnaðar-
manna kaus Kristján Kristjánsson
og Sigurð Bjarnason til vara og
Fóstra, félag starfsstúlkna á barna
heimilum, kaus Ernu Aradóttur
sem aðalfulltrúa og Ástu Ólafs-
dóttur til vara.
Ný sjálfstæð Háskóladeild
Innritun stendur sem hæst
Vísir hafði tal af Ármanni
Snævarr Háskólarektor í morgun.
í Fluggestur !j
\ frú Jupun l
■á Ilér er um þessar mundirJJ"
i'staddur fulltrúi Japan Air>'
J»Lines, sem er helzta fiugfélag/
•'Japans. Kom fulltrúi þessiV
á*hingað frá Kaupmannahöfn, og«J
jlí för með honum er Birgirá*
.■Þorgilsson, sem veitir forstöðujjá
J.skrifstofu Flugfélagsins í Kaup.J
■Imannahöfn. Þessi japanski fullj.
ájtrúi er kominn hingað til að’I
J.kynnast Flugfélagsmönnum oglj
■ástarfsmönnum hjá ferðaskrif-J.
I'stofum hér. Vísir mun geta\
jlsagt nánar frá ferðum hans á/
Hann sagði að innritun nýstúd-
enta til náms í vetur hefði hafizt
hinn 1. þessa mánaðar og henni
lyki í mánaðarlok. Kennsla hefst
1. október eftir að prófessorar
hafa rætt við stúdentana um náms-
tilhögun á vetri komanda .
Nú bætist við ný Háskóladeild,
Viðskiptadeiid, sem hefir verið
skilin frá Lagadeildinni, en þær
voru sameinaðar árið 1941 þegar
kennsla í viðskiptafræðum var
tekin upp í Háskólanum. Deildin
ar verða þá 6 I vetur. Þrír prófes-
sorar starfa við Viðskiptadeildina,
Árni Vilhjálmsson deildarforseti,
Ólafur Björnsson og Guðiaugur
Þorvaldsson, sem er settpr. Auk
þess eru tveir docentar, Svavar
Pálsson endurskoðandi og Guð-
mundur Guðmundsson trygginga-
fræðingur.
Einn prófessor lætur af störfum
við Háskólann á þessu hausti fyrir
aldurs sakir, Finnbogi Rútur Þor-
Danskt skáld þýðir ís-
lenzk Ijóð á sænsku
Danska blaðið Beriingske Aften-
avis skýrði nýlega frá því, að
danska skáldið og ijóðaþýðandinn
Poul P. M. Pedersen, sem hefur
þýtt safn íslenzkra nútímaljóða á
dönsku undir nafninu „Fra hav
til jökel“, hyggist nú þýða kvæðin
einnig á sænsku. Sýnishorn um
þessa óvenjulegu þýðingu mátti
nýlega lesa í „Sydsvenska Dag-
bladet". Það var létt og lipur
sænsk endurtúlkun á einu af
Hólmgönguljóðum Matthíasar
Johannessens, „Þú ert dagurinn".
Einungis er vitað um eitt annað
danskt skáld, sem hefur vogað sér
að yrkja á sænsku.
valdsson, og hefir Loftur Þor-
steinsson verkfræðingur verið
skipaður í embætti hans.
Nú stendur yfir á Laugarvatni
vikunámskeið fyrir erlenda stúd-
enta, sem verða við nám í Há-
skóla íslands í vetur. Námskeið
þetta er haldið á vegum mennta-
málaráðuneytisins til þeás áð V'éit'a
stúdentunum nokkra þekkingu á
landi og þjóð og ýmiss konar hag-
nýtar upplýsingar um fyrirhugaða
námsdvöl þeirra hér á landi.
Ármann Snævarr rektor sagði,
að nú hefði Háskólinn í undirbún-
ingi byggingu sérstaks húss fyrir
Iteknadeildina, en ekki hefir verið
tekin lokaákvörðun um staðsetn-
ingu þess ennþá.
Poul Houe á ieiðinni til Kaup-
mannahafnar á laugardaginn.
Læknanemi undir morðákæru
Fá mál hafa vakið eins mikla
athygli á Norðurlöndum síðustu
daga og mál danska læknanemans
Poul Houe. Hann hefur nýlega ver-
ið iátinn laus gegn tryggingu, úr
norsku fangelsi, ásakaður um að
hafa stundað lækningar án leyfis.
Var hann starfandi á sjúkrahús-
inu f Vardö í Norður-Noregi. Er j
honum m.a. gefið að sök að hafa I
átt þátt í dauða Iæknisins dr. Nor-
manns, en Houe gaf honum
sprautu skömmu fyrir andlát hans.
Þá er hann og ásakaður um að
hafa átt þátt í ólöglegum fóstur-
eyðingum.
Læknastúdentinn segir hins
vegar að norsku heilbrigðisyfir-
völdunum hafi verið mæta vel
kunnugt um, að hann var ekki út-
skrifaður læknir, er þau réðu hann
til starfans og sé því ekki hægt að
ásaka sig fyrir að hafa stundað
læknisstörf í heimildarleysi. Bend-
ir hann á það að dr. Normann hafi
ekki Iátizt fyrr en einum og hálfum
sólarhring eftir að hann fékk
umtalaða sprautu.
Skóli Styrktarfélags vangefinna í Safamýri.
Skóli fyrir vangefna
tekur til starfa
Um fyrsta október tekur til
starfa að fullu skóli fyrir van-
gefin börn, að Safamýri 5 í
Reykjavík. Skóli þessi tók fyrst
til starfa í byrjun júlí á síðasta
ári og hafa þar síðan verið 15
—20 börn. Skólinn er nú full-
gerður og rúmar um 40 börn.
Skóli þessi er rekinn af
Styrktarfélagi vangefinna og
hefur hann verið sambland af
dagheimili og skóla. Haldið er
uppi kennslu fyrir öll þau börn,
sem eitthvað geta numið, en
annarra barna er gætt.
Styrktarfélag vangefinna hef-
ur undanfarið unnið að því að
afla fastra tekjustofna til að
koma þessum málum í lag. Fyrir
forgöngu félagsins var stofnað-
ur Styrktarsjóður vangefinna,
sem hefur tekjur af svokölluðu
tappagjaldi, 30 aura skatti, sem
lagður er á hverja gosdrykkja-
flösku. Sjóður þessi er í vörzlu
félagsmálaráðuneytisins og hef-
ur hann sem nemur sex milljóna
Framhald á bls. 5
40ára af mælishátíð
Norræna félagsins
Norræna félagið á íslandi minn-
ist 40 ára afmælis síns með há-
tíðasamkomu í Þjóðleikhúskjallar-
anum n. k. laugardagskvöld. Meðal
gesta verða Poul Reumert og
Anna Borg, sem Iesa upp á sam-
komunni og eru þau væntanleg til
Reykjavíkur annað kvöld með
flugvél fjrá Loftleiðum. Þá kemur
hingað ungur norskur einsöngvari
Olav Eriksson, sem vakið hefir
mikla athygli sem listamaður, og
kemur hann gagngert til þess að
syngja á afmælishátíð Norræna
félagsins hér. Vonir standa til að
fleiri góðir gestir komi á hátíðina.
Formaður Norræna félagsins er
Gunnar Thoroddsen fjármálaráð-
herra og mun hann flytja ræðu J
afmælishófinu. Fleira verður á dag
skrá og hefst aðgöngumiðasala að
þessum mannfagnaði n. k. fimmtu-
dag.
Starfsemi hótels
Garðs gengur vel
Hótel Garður, eitt af stærri hót-
elum landsins, leggur nú niður
starfsemi sína að sinni eftir vel-
heppnaðan og blómlegan rekstur
á Iíðandi sumri. Hefur hótelið nú
verið rekið 3 siðastliðin sumur af
Stúdentaráði Háskólans og hefur
þjónustan og þá um leið afkoman
farið stöðugt batnandi. Er ástæða
til að fagna því, einmitt á þess-
um tímum „ferðamanna og gjald-
eyris“.
Hörður Sigurgestsson hótelstjóri
tjáði Vísi það í gær, að nýting
hótelsins hefði verið með bezta
móti í ár. Nýting hvers herbergis
hefði verið 80 prósent.
„Hingað komu 750 gestir úr 011-
um áttum, frá Patreksfirði og
Perú, Akranesi og Ástralíu,“ sagði
Hörður. „Mest eru þetta þó Norð-
urlandabúar en næst koma Bret-
ar.“
Allur hagnaður af rekstri Garð-
anna rennur í endurbætur á húsa-
kynnum og vistarverum. Má sjá
þess glögg dæmi, því setustofa hót
elsins er nú orðin framúrskarandi
| vistleg. Þá hefur Gamli Garður
verið málaður allur að utan og
I herbergin mikið endurbætt.
„Er af. þessu mikill hagur," sagði
Hörður, „enda vænta stúdentar
þess að aðgerðir þeirra í þessum
málum eigi eftir að verða hótel-
rekstrinum og ferðamálum almennt
til mikils góðs í framtíðinni."
Eins og fyrr segir hefur hótelið
hætt starfsemi sinni í ár og Garð-
arnir aftur notaðir sem heimavist-
ir stúdenta.
Banaslys
Árdegis á laugardag varð dréng-
ur á öðru ári fyrir dráttarvél að
Refsmýri í Fellnahreppi og beið
hann bana. Foreldrar drengsins
eru hjónin á Refsmýri Guðmund-
ur Jónsson og Unnur Jónsdóttir.
Drengurinn hafði verið með föður
sínum, sem var við heyvinnu úti
á túni er slysið skeði.