Vísir - 25.09.1962, Page 7

Vísir - 25.09.1962, Page 7
Þriðjudagur 25. september 1962. VÍSIR 7 N : íiiíij: ; ■ "V' Skarfar. Þorlákur Haraldsen við eina af myndum sínum á sýningunni. Þingmaður fyrsti viðskiptav inu r inn Þorlákur Haldorsen list- málari efnir til sýningar í Ásmundarsal við Freyjugötu um þessar mundir, og, sýnir að þessu sinni einvörðungu olíumálverk, rúmlega 30 talsins. Tíðindamaður Vísis leit inn til Þorláks fyrir helgina, þegar hann var að ljúka undirbúningi sýningarinnar og rabbaði við hann stutta stund um sýning- una og listamanninn sjálfan. „Hvað er eiginlega langt síð- an þú fórst að föndra við að teikna og mála?“ „Það er nú orðið býsna Iangt síðan, en olíuliti eignaðist ég í fyrsta skipti á fermingardaginn „En þú hefur ekki látið þetta á þig fá?“ „Nei, öðru nær, þetta var mér til uppörvunar. Þegar ég er í slæmu skapi, þá hugsa ég meira að segja til orða þessarar vin- konu minnar, og þá hverfur all- ur leiði á svipstundu — ég kemst í vígamóð." „Og þér hefur snemma komið til hugar að reyna að læra eitt- hvað í þessu?“ „Já, ekki kom annað til mála, því að ekki þóttist ég eiga þá náðargáfu, að ég þyrfti ekkert að læra. Ég fór til Eggerts Guð- mundssonar og var hjá honum tvo til þrjá vetur, og þá lærði ég mikið.“ „Hvenær sýndir þú í fyrsta sinn?“ „Það var á samsýningu i Listamannaskálanum 1947 eða 1948, og þá seldi ég mína fyrstu mynd. Það var kunningi minn úr næsta húsi sem keypti hana — Jóhann Þ. Jósefsson alþing- ismaður. Ég var búinn að starfa lengi við Alþingi þá, svo að við þekktumst mætavel, en ég vona nú samt, að Jóhann hafi keypt myndina af því, að honurn hafi þótt hún þess virði.“ „Fleiri þingmenn hafa kannski keypt myndir eftir þig en Jó- hann einn?“ „Já, ég get til dæmis nefnt Lárus Jóhannesson, sem nú er orðinn hæstaréttardómari, Hall- dór Sigurðsson frá Borgarnesi, Þorstein heitin Þorsteinsson, sýslumann Dalamanna, og svo keypti Alþingi á sínum tfma mynd af mér. Já, ég hef átt góða vini við Austurvöll, síðan ég kom á þing, eins og þar stendur." „Það er kannski sérstaklega uppörvandi fyrir listamenn að uingangast alþingismenn í dag- legu starfi?“ „Ég veit bara, að innan um eru menn, sem bera listir mjög fyrir brjósti og hafa mjög gott vit á listum, en þeir mættu að skaðlausu vera fleiri og vil ég þó sannarlega engan lasta. Þeir hafa allir orðið vinir mínir.“ „Og nú ætlar þú að hleypa heimdraganum?“ „Já, jjað er ætlunin — og það hefur lengi verið draumur minn að komast út i hinn stóra heim og kynnast listinni þar eitthvað. Ég fer tii Noregs í næsta mán- uði, hef fengið þar aðgang að listaháskólanum. Venjan er, að menn séu þar í 3 ár, en ég veit ekki, hvað lengi ég verð — það fer eftir því hvað skotsilfrið verður mér drjúgt, en ekki er of mikið af þvi, enda má lista- maður ekki halda út í heiminn með troðna vasa. En aðalatriðið er kannski ekki tímalengdin, heldur að maður noti almenni- lega þann tíma, sem til umráða er. Það ætla ég að reyna." „Og hvað viltu þá segja að skilnaði?" ,,Ég held, að ég hafi engu við að bæta — jú, annars, það var villa í fréttinni ykkar um mig á föstudaginn. Sýningin er opin til ellefu á hverju kvöldi — ekki tíu.“ Þorlók Holdorsen listmólara minn, og þá var nú ekki beðið boðanna með að prófa þá. Ég greip þá strax og byrjaði að mála, ef svo skyldi kalla. Mér hefur víst fundizt, að ekki væri seinna vænna að prófa þá.“ „Fannst ekki einhverjum, að þetta væri hefndargjöf?" „Jú, biddu fyrir þér, það er nú víst. Ein vinkona mín — ég nafngreini hana ekki að sinni — sagði að það væri ljóta vit- leysan að vera að standa í þessu myndastússi. Listamenn væru óalandi og óferjandi og þar fram eftir götunum." Nýlega var hér á ferðinni Kanadamaður, sem hefur af því atvinnu að vera umboðsmaður fyrirtækisins Seagrams, sem er einn af stærstu framleiðendum á whisky í heiminum, ef ekki sá stærsti. Hann er fæddur i Frakklandi af brezkum foreldr- um og á nú heima í Kanada eins og fyrr segir. Okkur þótti þetta forvitnilegt og vildum vita Imeira um hann. Maður þessi nefnist Mr. Gapp og gat hann skýrt okkur frá sérkennilegri ævi. Hann gekk í iwww® Hinn víðförli Mr. Gapp í turninum á Hótel Borg. ,Ekki timburmenn heldur blóðeitrun skóla í Bretlandi til 1932 og vann þar síðan um þriggja ára skeið. Ekki sagði hann okkur hvers vegna, en þá fluttist hann til Spánar. Þar gekk allt vel um sinn, en, árið 1937 þótti honum byltingin þar vera orðin heldur ófriðleg og fór til Argentínu. Þegar svo England lenti f stríðinu gekk hann í brezka herinn og var i honum til stríðsloka. Fór hann nú aftur til Argen- tínu og fékkst við þá friðsælu iðju að selja kjöt og ull. Ekki lét þó ófriðurinn hann lengi i '! friði. Árið 1951 fór allt í bál ; og brand í Argentínu. Þótti ' Gabb nú nóg að gert og ákvað fað flytjast til norðlægari landa. þar sem stjórnarbyltingar væru sjaldgæfari. Settist hann þá að í Kanada og gekk í þjónustu Bakkusar. Hefur honum síðan gengið allt í haginn. Þegar við höfðum hlustað á allt þetta vildum við fá að vita hvað hann væri gamall. Hann brosti aðeins góðlátlega og sagð ist vera fæddur fyrir mörgum árum. Nú er Gapp fulltrúi fyr- irtækisins á svæði sem kallað er Norður-Atlantshafseyjar. Á þessu svæði er Labrador (sem er skagi), Nýfundnaland og ísland. Auk þess sér hann um eyjarnar í Karabíska hafinu, aðrar en þær sem tilheyra Frökkum. Verður þetta að telj- ast hin ágætasta tilbreyting að ferðast til skiptis um ísland og Trinidad. Eftir þetta stórmerka ævi- söguágrip langar okkur að fræð ast svolítið um whisky og spyrjum Gapp hvaða whisky hann telji bezt. — Það liggur í augum uppi, segir hann brosandi. — Ég get líka frætt ykkur á hvar ég nef fengið versta whisky sem ég þekki. Það er framleitt í Argen- tínu og er svo slæmt að maður fær ekki timburmenn af þvl, heldur blóðeitrun. — Hvernig verður whisky til? spyrjum við af algerri van- Frh. á bls. 13. (

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.