Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. september 1962. VISIR 9 L.................................. Eitt sinn var það látið nægja ef menn vildu taka bílpróf að þeir ækju vestur á Mela, þar voru menn látnir bakka að gryfjubrún, stanza og aka lítið eitt áfram, svo var prófinu lokið, en prófdómarinn fór úr bif- reiðinni á meðan vegna hræðslu við að lenda niðri í gryf junni. Rúm 58 ár eru nú liðin sið- an fyrsta bifreiðin kom hingað til lands og í dag aka um vegi Ilf þess yfir tuttugu þúsund bif- | > reiðir. Þeim fjölgar stöðugt Isem taka ökupróf, miklu meira heldur en bifreiðunum. Nú þykir varla sá piltur maður með mönnum nema hann hafi sj|§ lokið bílprófi, sama hvort öku- tækið sé fyrir hendi eða ekki. j Kvenþjóðin læturv sinn hlut | ekki eftir liggja, allar stelpur I eru orðnar vitlausar i að aka, um leið og eiginmaðurinn hefur fest kaup á bifreið, drífur frúin III sig í prófið. Okkur datt í hug að kynnast því lítið eitt hvernig ökupróf færi fram og hófum því könn- unina með þvi að leita á náðir eins ökukennarans, að fá að \ vera með í einum kennslutíma. „Bíladellunni svalað“. Við erum komnir inn 4 kennslubifreið hjá Hilmari Þorbjörnssyni og undir stýri situr ungur piltur, sem nú Ioks- ins er að svala þeirri miklu löngun sinni, að fá að aka bif- > reið. Tfminn hefst á því að nemandanum er hlýtt vandlega 1; yfir öll stjórntæki bifreiðarinn- , ar, síðán er ekið af stað og við 11 fylgjumst vandlega með. Pálmi Friðriksson bifreiðaeftirlitsmaður. — Ekki svona mikið benzín, passaðu kúplinguna, gefðu stefnuljós. Nemandinn setur tunguna vel út í annað munnvikið, grettir sig lítið eitt og leggur svo út f þá eldraun að aka af stað. En ekki virðigt allt ætla að ganga að óskum, bifreiðin tekur tvo hraustlega rykki áfram og drep- ur svo á sér. — Svona, gera þetta bara rólega, með svolítilli mýkt, þá kemur þetta allt, segir kennar- inn hughreystandi Nú er gerð önnur tilraun og allt gengur vel, bifreiðin rennur rólega og rykklaust af stað. Og nú er ekið um bæinn. Ef nemandinn gerir einhverja vit- leysu, áminnir kennarinn hann, skýrir út fyrir honum hvernig eigi að gera þetta rétt. Nemand- inn bftur á jaxlinn og einsetur sér að muna eftir þessu næst. En það er ekki nóg að kunna að aka áfram eftir sléttum vegi og stöðva þegar þess þarf. Næs't kemur röðin að því að aka aftur á bak og aftur á bak fyrir horn, upp brekku og ótal fleira er reynt. Tfminn lfður ört og áður en varir er honum lokið. Sfðustu tíu mínúturnar fara í yfirheyrslu um umferðarmerki og úr umferðarlögunum. Margir halda því fram, að kvenfólk aki verr en karlmenn og við notum tækifærið og spyrjum Hilmar að því hvort að það sé mikill munur á þvf að kenna kvenfólki heldur en karlmönnum. — Karlmenn eru yfirleitt fljótari að læra á bfl heldur en kvenmenn, en það er aftur á móti mun samvizkusamara og kann betur umferðarreglur margt af þvf. Þá er röðin komin að prófinu sjálfu og kemur þá til kasta Bifreiðaeftirlits rfkisins, að reyna hæfni nemenda. Menn eru haldnir próskrekk, engu sfður en f öðrum prófum, Efri mynd: Nú er röðin komin að því að bakka fyrir horn. Alls ekki upp á gangstétt og ekki mikið út á götuna. (Ljósm. Vísir, p. sv. Neðri mynd: Ein af prófraunuiium er að bakka inn á bás á bílastæði Bifreiðaeftirlitsins. Karlmem fíjótarí að læra kvenfólk samvizkusamara en auðvitað mismunandi mikl- um eins og gengur og gerist og einn bifreiðakennari fræddi okkur á því að það væri gott ef nemendur myndu 60% af því, sem þeir hefðu lært, meðan á prófi stæði. Tvíþætt próf. Þegar nemandi hefur lokið námi hjá ökukennara, sendir hann beiðni til Bifreiðaeftirlits- ins um að verða prófaður og ieggur jafnframt fram Iæknis- vottorð, hegningarvottorð og skírnarvottorð. Eftir að umsækj andinn hefur vottað heilbrigði sitt, heiðarleik sinn og fæðingu og skírn gengst hann undir svokallað fræðilegt próf, mest- megnis í umferðarreglunum. Próf þetta fer fram í híbýlum Bifreiðaeftirlitsins í Borgar- túni 7, í sérstöku prófherbergi. Þar velur umsækjandi milli átta verkefna, sem hvert um sig er með 24 spurningum og til þess að standast prófið og mega fara í það verklega, þ. e. a. s. aksturinn verður hann að svara minnst 21. rétt. Klukkustundar akstur. Þá er það sjálft ökuprófið eða það sem kallað er verklegt próf. Við fengum leyfi til þess að fá að fara með í aksturs- prófið, en til þess að setja ekki neinn skrekk 1 nemandann, sem var ung stúlka, urðum við að skilja myndavélina eftir og ekki láta hana vita í hvaða erinda- gjörðum við værum. Við setj- umst inn í grá Volkswágenbif- reið Kjartans Jónssonar öku- kennara, ásamt honum og próf- dómaranum Pálma Friðrikssyni bifreiðaeftirlitsmanni. Við erum ekki fyrr setztir inn en Pálmi lætur spurningarnar dynja á nemandanum. Hvaða ljós er þetta? Til hvers er þetta? Hvað hefur komið fyrir ef ljós kemur á þetta? Nemand- inn virðist ekkert láta sér bregða og svarar næstum því alltaf samstundis, þar til spurn- ingin kemur: Hvað getur komið fyrir ef bifreiðin hættir að smyrja? Nokkuð löng þögn, svo kemur svarið ákveðið og skýrt orðað: Það kviknar í bíln- um. En þetta var eina spurn- ingin sem nemandinn svaraði ekki rétt, það getur alltaf eitt- hvað óhapp skeð. Til hægri og vinstri og aftur á bak og áfram. Eftir að Pálmi hafði þaul- spurt nemandann segir hann honum að aka af stað, og nem- andinn heyrist tauta: Taka af handbermsu, stíga á kúplingu, gírinn fram!! Stíga á benzínið, kúplingin upp og bíllinn rennur af stað eins og hjá alvönum ökumanni. Næsta stundarfjórð- unginn segir Pálmi aðeins ým- lill ist til hægri, vinstri, beint á- fram. Það er ekið í gegnum ||| miðbæinn, vestur í bæ, aftur niður i miðbæ, upp í Þingholt, . > sem að sögn er hjá prófdómur- j um vinsælasti staðurinn til '' i þess að reyna á hæfni nemenda. ; Er við ökum eftir Bergstaða- strætinu segir Pálmi nemandan- um að stanza og bakka upp j Bragagötu. Næsta eldraun er ; | að láta bifreiðina renna í gang ! og það gengur eins og í sögu. j Stúlkan er einnig látin sýna s hvernig hún gengur frá bifreið og allt gengur vel. Næst er ek- j ið um bæinn i tuttugu mtnútur, I síðan er staðnæmzt fyrir utan j Bifreiðaeftirlitið og Pálmi til- I kynnir stúlkunni að hún hafi staðizt prófið ,og svarið verður j langt: a. Eftir þessa ökuferð röbbum við þið þá Pálma, Gest Ólafsson Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.