Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Þriðjudagur 25. september 1962. — 219. tbl. Mæðiveiki hefur enn ekki hndizt Ennþá hefur ekki fundizt nein sýkt kind af tnæðiveiki né heldur grunur komið upp um mæðiveiki neins staðar á Iandinu, en talsverð- Engar gagnráð stafanir Undanfarið hefir félag atvinnuflugmanna haft til athugunar hvort ekki væri framkvæmanlegt fað setja bann á Græn- Iandsflug Flugfélagsins í mótmælaskyni vegna þess að einum flugstjóra Framhald á bls 5 ur uggur hefir verið f bænum, eink um í Dala- og Mýrarsýslu eftir að mæðiveiki varð vart á þrem bæj- um í Suður-Dölum í fyrra. Að mæðiveiki varð vart þarna í fyrra hefur orðið til þess að hert verður mjög á öllu eftirliti með kindum á þessu svæði og það rann- sakað mjög gaumgæfilega. Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri mæðiveikivarnanna, tjáði Vísi í gærkveldi að fé hafi þegar verið skoðað allvíða í rétt- um, .inkum þó í Mýrahólfinu og umhverfi þess, þar sem hættan er mest. í hverri fjárrétt á þessu svæði hafa verið skipaðir sérstakir menn til að athuga féð og taka þeir frá þær kindur, sem minnsti grunur fellur á að kunni að vera sýktar, ýmist vegna þess að þær eru móð- ar, magnlitlar eða á annan hátt veiklulegar. Þessar kindur hafa síð- i an verið fluttar hingað til Reykja- víkur, þar sem þeim hefur verið I slátrað og innyfli þeirra rannsökuð gaumgæfilega jafnharðan. Engin merki mæðiveiki hafa fundist ennþá í nokkurrn kind, sem slátrað héfur verið til þessa. Vísir innti Sæmund eftir því, hvort nokkrar varnarráðstafanir hafi verið gerðar frá því að mæði- Framh. á bls. 5 Þeir eru ekki af baki dottnir, Vestmannaeyingar. Þegar aðrir hætta að veiða síld, fara þeir út fyrir hafnarmynnið hjá sér og moka upp síldinni. Hér sjást nokkrir Eyjaskoggjar vji síldarvinnu. Síld veiðist í Vest- mannaeyjah öfn Á myndinni sést Guðjón Jónsson, sem verið hefir flugmað- ur á gæzluflugvélinni Rán og verður nú flugmaður á nýju flug- (vélinni Sif. Hann stendur við nýju flugvélina og gamla vélin sést á bak við, inni í skýlinu. Nýr atvinnuvegur — og gamall þó virðist í uppsiglingu í Eyjum. Nokkrir Eyjaskeggjar hafa, aðallega í hjáverk- um, lagt net sín rétt fyrir utan höfina og veitt þar smásíld með góðum árangri. Þetta hefur verið í smáum stíl enn sem komið er, en nú hyggjast fleiri leita á þessi auð- sóttu mið, því-um uppgripsafla hefur verið að ræða. Eyja- skeggjar hafa farið á smátrill- um rétt út fyrir hafnarmynnið og lagt þar svo kölluð lagnet. Þetta er auðvitað ekki snar þáttur í fiskveiðum Eyjamanna. Net sem þessi eru vandfengin og hér hefur aðeins verið um 4 — 5 báta að ræða, en þeir hafa veitt stíft og veitt vel. Síldin sjálf er miðlungssíld og hefur einkum verið fryst til beitu. Eins og fyrr segir hyggjast þó fleiri reyna þetta, jafnvel að leggja nætur þarna. Haustsíld hefur ekki verið veidd af Vest- mannaeyingum fyrr en síðustu 3 árin, en tvímælalaust er, að mikla síld er að finna einmitt á þessum slóðum. Reyndir sjó- menn telja fullvíst að hún hafi verið þarna í áraraðir og sam- kvæmt skýrslum fiskifræðinga nú nýlega, munu hrygningar- svæði síldarinnar vera rétt við landsteina Vestmannaeyja. Sæmileg sala 2ja togara Tveir íslenzkir togarar seldu afla ■irlendis í gær, og fengu þeir sæmi- iegt verð á kílóið. Ingólfur Arnarson seldi 145 tonn í Grimsby og fékk fyrir það magn 10.260 sterlingspund. Er það tæp- lega kr. 8.50 á kílóið. Hinn tog- arinn var Hvalfell, sem seldi 122 ;tonn í Þýzkalandi, og fékk 104.000 ; mörk. Meðalverð á kílóið hjá Hval- felli nam rúml. kr. 9.15. Nýja Landhelgisgæzluflug- vélin tekin í notkun í vikunni Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í við- tali við Vísi í morgun áð ákveðið væri að taka nýju landhelgis- gæzluflugvélina SIF í notkun í þessari viku. Þetta er 4 hreyfla Skymasterflugvél, sem kom til landsins fyrir nokkru. Síðan hefir verið unnið að því að hreinsa hana og mála og setja í hana ýmis tæki. Þegar Sif tekur við gæzlustörf- um verður hætt notkun gömlu landhelgisflugvélarinnar Ránar, sem nú hefir endað sitt skeið, það er að segja henni hefir verið flog- ið eins lengi og leyfilegt er. Mikill fengur er að hinni nýju flugvél fyrir landhelgisgæzluna. Rán hef- ir verið happasæl flugvél og kom- ið að ómetanlegu gagni fyrir hið þýðingarmikla starf að verja og kenna mönnum að virða hin nýju fiskveiðitakmörk. Það er von allra að gifta fylgi og störfum hinnar nýju flugvélar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.