Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 13
13 Þriðjudagur 25. septamber 1962. VISIR Ein skemmtilegásta bók eins skemmti- legasta skophöfundar á Norðurlöndum. í bókinni er daglegum og oft alverleg- um vandamálum fjölskyldufeðranna lýst á svo skoplegan hátt að lesturinn trufl- ast af hláturköstum. Flestir munu sjá sjálfa sig sem höfuðpersónu bókarinnar. <■> Bókaútgáfan Fróði Umferðnrsíða - Framhald af bls. 3. og Kjartan. Fyrst snúum við okkur að Pálma og Gesti og spyrjum þá hvort þeim finnist ökupróf vera of þung? — Nei, þ'áð er ekki hægt að segja það, að ökupróf sé of þungt. Eftir því fyrirkomulagi sem er á þvf nú er ekki hægt að segja að það sleppi neinn í gegnum það vegna heppni. — Hvernig er það, þegar fólk tekur próf á ekki að láta það aka lítið eitt fyrir utan bæ? — Jú, víst þarf að láta menn aka úti á þjóðvegi, en það er því miður ekki hægt að koma þvf við. Ökuskóli nauðsynlegur. Þegar við spyrjum þá Gest og Pálma að því hvort þeir telji nauðsynlegt að menn séu próf- aðir um leið og þeir endurnýi ökuskírteini sín, telja þeir báðir að þess sé þörf og Pálmi bætir því við, að hann viti til þess að menn séu með meirapróf og hafi ekki setzt undir stýri á bíl í tuttugu ár, mesta lagi ekið reiðhjóli. En við þessu er ekki hægt að gera ef menn koma alltaf á réttum tíma til þess að endumýja ökuskírteini sfn. — Teljið þið ökuskóla nauð- synlegan? — Já, ökuskóli er mjög nauðsynlegur og það ætti að skylda alla til þess að fara í ökuskóla. En jafnframt verður að passa það að velja skólanum rétt kennsluform. Að síðustu snúum við okkur að Kjartani og spyrjum hann að því hvort það séu ekki margir sem hafa ekið bíl þegar þeir byrja að læra? — Jú, það er alltaf nokkuð Um það, að sjálfsögðu mismun- andi mikið hvað menn hafa tek- ið mikið f bíl. En þeir strákar sem hafa ekið mikið eru yfir- leitt verstir viðureignar, því áð þeir eru með alls kyns kæki, sem erfitt er að venja þá af. ikki tintburmenn « Frh. af 7. síðu: þekkingu á þeirri hlið málsins, sem snýr að framleiðslunni. Gapp fær sér sopa af fram- leiðslunni og segir : — Það fer eftir því hver tegund af whisky það er. Bourbon, sem framleitt er í Bandaríkjunum, er búið til úr hveitikorni, skozk whisky eru búin til úr byggi, svokallað amerískt eða blandað whisky er gert úr mafs og rúgi, en kanad- isk whisky eru gerð úr maís, byggi og rúgi; — Framleiðslan hefst raun- verulega á ökrunum í Kanada Þar er ræktað korn, sem notað er í framleiðsluna. Frá ýmsum stöðum á landinu fáum við korn, sem passar í vissa tegund af whisky, því að mörgum teg- undum er blandað saman, til að fá hið rétta bragð. Það er gert, þegar það er búið að liggja < vöruhúsum í sex ár. — Whiskyið er geymt í 170 lítra tunnum, sem verða alltaf að vera nýjar, þegar verið er að búa til VO. 1 þeim sex brugg stöðvum sem við höfum í Kan- ada eru stöðugt f geymslu um 500 þúsund tunnur, eða um 85 milljónir lítra. Þar við bætist að við höfum 17 brugjstöðvar f Bandaríkjunum. Þetta væri laglegasta stöðuvatn, ef allt kæmi saman. Við spyrjum hann næst hvern ig hpnum lítist á áfengislög- gjöfina okkar. Ekki kvaðst hann þekkja hana neitt, en segir að yfirleitt virðist löggjöfum ann- að lagnara en að búa til skyn- samleg áfengislög, í þeim lönd- um sem hann þekki til. Bendir hann meðal annars á það, að leyfilegt er að framleiða eins sterkt vín og hver vill, í Kanada, ef það er til útflutn- ings. Whisky sem Kanadamenn flytja út, hefur inni að halda 43 prósent af vínanda. Ekki er þó talið óhætt að hleypa innfædd- um í sterkara vfn en 40 prósent. Verður því að hafa allt vín fyrir innanlandsmarkað þrem pró- sentum veikara en allt annað whisky í heiminum, sem yfir- leitt er 43—44 prósent að styrk- leika. A Við spyrjum hann næst hvort ekki sé erfitt að verzla í landi, þar sem ekki má auglýsa vör- una. — Við erum vanir þvf að verzla þannig. Mjög mörg lönd hafa ríkiseinkasölu á víni og leyfa þá venjulega ekki að aug- lýsa það. Ekki get ég fyllilega skilið hvers vegna. Til allra þessara landa er flutt mikið af erlendum blöðum, þar sem mik- ið er af auglýsingum á vfni, þannig að bannið verkar ekki nema að nokkru leyti. Auk þess er önnur hlið á málinu sú, að þessi lönd myndu afla sér veru- legra gjaldeyristekna með þvi að leyfa auglýsingar á víni, þar sem þær eru yfirleitt kóstaðar af framleiðendum. Annars höf- um við engar áhyggjur af aug- lýsingunum á meðan okkar framleiðsla selst vel. — I Kanada er þetta þannig að ekki má birta mynd af flösku í vínauglýsingu. Hins vegar má birta mynd af flösku- miðanum og þá þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá flösk- una fyrir sér. Satt að segja eigum við ekki í neinum erfið- leikum með að selja okkar vör- ur nema í Múhameðstrúarlönd- um, þar sem það er trúaratriði gð drekka ekki. Við höfum ekki hugsað okkur að reyna neitt til að breyta-því, hvorki með aug- lýsingum né öðru. iíla- og búvélasalan Sýning miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13:15 til 20. — Sími 1-1200. S E L U R : ? Opel Caravan ’61. Opel Caravan ’60 Opel Record ’60, ’61 4ra dyra Volkswagen ’56, ’59, ’60, ’61 Og ’62 Volkswagen Mikrobuz ’60 Sem nýr bíll. Höfum kaupendur að nýleg- um vörubílum. Komið. — Skoðið. — Kaupið. Örugg þjónusta. Bíla- og búvélasolan Blómasýning — Sölusýning Fylgist með nýjungum í pottaplöntum. 25—30 nýjar tegundir. kaktusar. Túlipanalaukar komnir. Ókeypis aðgangur, bílastæði, hringakstur. Opið til kl. 10 öll kvöld. mntttti Gróðrastöðin við Miklatorg Sími 22822 og 19775. lÓdýrar ferðabœkurl Ferðabókaútgáfan býður kostakjör á eftir- töldum bókum meðan upplag þeirra endist: Heimsenda milli Höfundurinn, Larz-Henrik. Ottosen, hefur ekið bifreið lengra <en nokkur annar fyrr og síðar — fer yfir 34 lijnd og ratar f hin furðulegustu ævintýri ............ 145.00 60.00 í furðuveröld Eftir P. H. Fawcett, landkönnuðinn heims- kunna, sem týndist í frumskógum Braz- ílíu. Leit að honum hefur enn ekki bor- - ið árangur ...................... . 135.00 60.00 Hamingjustundir á hættuslóðum „Hreinskilnasta, mannlegasta og skemmti- legasta lýsing, sem skrifuð hefur verið um villidýraveiðar hvítra manna í Af- ríku,“ segja ritdómar. Höf.: Robert C. Ruark ............................ 115.00 60.00 Undir heillastjörnu Roy Chapman Andrews, höfundurinn, hefur m. a. fundið egg risaeðlunnar á Gobi-eyðimörkinni. Hann hefur óvenju skemmtilegan frásagnarstíl ....... 120.00 50.00 Asía heillar Eftir sama höfund. Segir frá ævintýraleg- um leiðöngrum f Austur-Asíu og vofeif- legum veiðiferðum á láði og legi .. 65.00 30.00 \ Sæludagar og svaðilfarir Eftir Hans de Meiss-Teuffen. Höf. hefur ' siglt smábátum um heimshöfin, rekið eitt óvenjulegasta gistihús í heimi og njósn- að fyrir bæði Breta og Þjóðverja í senn 85.00 60.00 Blámenn og villidýr Frásagnir ýmissa frægra veiðimanna, sem dvalizt hafa langtímum saman í Af- ríku. Ólafur Friðriksson hefúr íslenzkað bókina. Spennandi augnablik á hverri síðu 45.00 18.00 Sá ég spóa eftir svavar gests. (Reyndar ekki ferða- bók). Óvenju skoplegir þættir, sem flestir birtust í dagblaðinu Vísi á sínum tíma 45.00 Tilgreinið þær bækur, sem þér óskið eftir, og við mun- um senda yður þær gegn póstkröfu burðargjaldsfrítt. FERÐABÓIÍAÚTGÁFAN Pósthólf 1054 . Reykjavík 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.