Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. september 1962. VISIR Veðrahamurinn tefur sjómælingar í Flóanum Illa hefir viðrað fyrir bandaríska sjómælinga- skipið, sem hingað kom í síðasta mánuði til að stunda sjómælingar hér á Faxaflóa. Hefur skipið oft orðið að liggja inni, þar sem veður og sjólag hafa verið þannig, að ekki hefur verið hægt að athafna sig við mæling- arnar, svo að ekki mun hafa miðað eins fljótt og vel, og menn höfðu gert sér vonir um. Mælingaskipið, sem heitir Requisite, kom hingað tii lands 21. ágúst, og hefur verið við mælingar jafnan, þegar fært hefur verið, en verkið er unnið í samstarfi við sjómælingar íslands. Það var í aprílmánuði á þessu ári, að það varð að samningum milli íslenzkra og bandarískra Mæðiveiki-- Framhald af bls. 1. veikinnar varð vart í Mýrahólfinu í fyrra. Hann kvað svo ekki vera að undanteknu þvf, að varnarlínan í Hvítársíðu var tvöfölduð á nokkru svæði, en að öðru leyti hefur gamla varnarlínan verið látin halda sér eins og hún var. Það hafa verið ýmsar ráðagerðir uppf um það, að skipta Mýrahólf- inu í tvennt og girða Suður-Dal- ina ;alveg frá. Hefur landið verið kannað mjög gaumgæfilega oft og mörgum sinnum og jafnt að vori sem hausti, en niðurstöður hafa orðið þær, að skipting hólfsins muni ekki vera framkvæmanleg vegna þess hve landið er hálent á þessu svæði, gil'jótt og mikil snjóa- lög. Sæmundur Friðriksson sagði, að sú athugun, sem gerð yrði í fyrstu réttum í haust til að kanna hvort mæéiveiki fyndist í fé, væri ekki nema byrjunarrannsókn. Seinna verður farið heim á hvern bæ í framangreindu hólfi og tekn- ar úr kindur, sem slátrað verður í rannsóknarskyni. Eins og áður getur, fannst mæði veikt fé á þrem bæjum í Dala- sýslu í fyrra. Á einum þeirra í fyrravor, en hinum tveim um haust leitir. Þá var hverri kind á þess- um bæjum slátrað, en nú hefur ver ið fenginn nýr fjárstofn á þá úr nágrannabyggðum, svo að þeir eru ekki sauðlausir lengur. Engar ráðstafanir- Frarr.hald af bls. 1. félagsins, Sverri Jóns- syni var sagt upp starfi. Nú munu flugmenn hins veg- ar vera fallnir frá því að hindra Grænlandsflugið, enda erfitt að koma slíkum aðgerðum við. — Vísir átti tal við Sverri Jónsson um málið í morgun. Kvað hann sig ekki hafa mikið um það að segja. Enn sem komið væri hefði hann ekki tekið ákvörð- un um nýtt starf. Blaðafulltrúi Flugfélagsins sagði Vísi í morgun að Flugfé- laginu væri ekki kunnugt uni að til neinna gagnráðstafane yrði gripið, og að svo' k/>mni! máli myndi félagið ekki láta neitt frá sér fara frekar um þetta efni. stjórnarvalda, að efnt yrði til sjó- mælinga þessara, og voru þá gerð- ar ýmsar ráðstafanir hér á landi vegna nauðsynlegs undirbúnings við þetta. Var meðal annars komið upp sérstökum radíóvitum að Mal- arrifi, Arnarstapa og á Hraunsnesi, svo að hægt er að miða staðar- ákvarðanir við þá. Siglingar allar á Faxaflóa munu verða mun öruggari en áður, þegar mælingum þessum verður lokið, og niðurstöður þeirra hafa verið birt- ar, en öll gögn munu verða til- kynnt íslenzkum yfirvöldum jafn- óðum. Sérstök áherzla verður lögð á að framkvæma mælingar á þeim stöðum, sem teljast öðrum fremur hættulegir, og yfirleitt verður geng ið úr skugga um, hversu öruggar eldri mælingar eru. Skipið Requisite, sem vinnur mælingastarfið, er sem næst 74 metrar á lengd, og á því eru sjö yfirmenn og 75 óbreyttir sjóliðar. Svo var til ætlazt, að annað banda- rískt skip, Tanner, yrði Requisite til aðstoðar, en af því varð ekki, þar sem því var falið annað hlut- verk. ■ Skóli — F amhaJd at 16 síðu: tekjur á ári, sem verja skal til bygginga fyrir vangefna. Þá hefur félagið skrifað bæj- ar- og sveitarfélögum og beðið þau að leggja til fé sem nemur tiu krónum á íbúa. Hafa all- mörg sveitarfélög þegar gert þetta og rennur þetta fé einnig í styrktarsjóðinn. Forstöðukona skólans er Jónína Eyvindsdóttir, en einnig starfa við skólann Gunnar Biering læknir, Kristinn Björnsson sál- fræðingur og Björn Guðmunds- son talkennari. Styrktarfélag vangefinna hef- ur haft styrk til rekstrar síns frá Reykjavíkurborg og Styrktar sjóði vangefinna. Auk þess hef- ur félagið aflað sér tekna með happdrættum og merkjasölu og er nú með happdrætti i gangi, þar sem stærsti vinningur er bíll, en auk þess márgir aðrir vinningar. Áhugi á ballet að aukast Áhugi á ballet virðist fara vaxandi. Einkaskólunum hefur fjölgað og nú eru starf- andi fimm einkaskólar, auk skóli. Þjóðleikhússins. Vísir hafði í morgun samband við nokkra balletkennara og spurði þá um aðsóknina. Á svörum þeirra er ekki hægt að sjá annað en að þeim fari sífellt fjölgandi, sem læra ballet. Mjög fáir piltar vilja Iæra ball- et og eru engir í sumum skól- unum, öðrum kannski í mesta lagi 4 til 5. Nemendurnir byrja yfirleitt að læra þegar þeir eru 6 til 7 ára gamlir og sagði einn balletkennarinn, að það væri allt í lagi að hefja ekki nám í ballet fyrr en 12 ára. Einn kenn- aranna benti á það, að nauðsyn væri að setja sérstakar próf- reglur og einnig að haldnar yrðu nemendasýningar, en þær gætu orðið mikil lyftistöng fyr- ir áhugann, en slíkar sýningar hefðu ekki verið undanfarin 8 ár. Balletskóli Þjóðleikhússins tekur milli 200 og 300 nemend- ur, en þau skilyrði eru sett fyrir inntöku að viðkomandi hafi lært ballet minnst einn vetur. Þó eru drengir teknir strax í skólann. WWWVWWWWWWWWWWVWWN^/VWWV Fimm ára námsstyrkir Theresa Neumann látin Hinn heimsfrægi þýzki miðill Therese Neumann lézt á miðviku- dag í heimabæ sínum Konnersruth í Bæjaralandi. Hún var 64 ára göm- ul. Hún vakti alheimsathygli eftir að sár, lík þeim, sem ætla má að Kristur hafi borið á krossinum, komu fram á henni á föstudaginn langa árið 1927. Eftir það komu sams konar sár fram á henni á hverjum krossfestingardegi. Therese Neumann var mjög um- deild. Sumir litu á þessi tákn sem kraftaverk, aðrir töldu að hér væri um að ræða falsanir eða ímyndun- arveiki. Fyrirbærin urðu víðfræg þrátt fyrir að stúlkan gerði ekkert til að auglýsa þau. Sjálf virtist hún líta á þau sem mikla þjáningu og vildi helzt vera ein með kvalir sín- ar, þegar þær komu yfir hana. Sjónarvottar sögðu að í leiðslunni blæddi úr sárunum sem komu fram á höndum, fótum, síðu hennar og höfði. Einstaka sinnum grét hún blóðlituðum tárum. Bráðlega fóru pílagrímar að streyma í hverri dymbilviku til Konnersruth. Það er sagt, að siðan þessi fyrirbæri hófust hafi Therese Neumann aldrei neytt matar. Hún hafi að^ins drulíkið vatn og eina oblátu á dag. Þessu hafa margír átt erfitt með að trúa. Theresa Neuman — konan með naglaför Krists Menntamálaráð hefur lokið út- hlutun 5 ára námsstyrkja fyrir ár- ið 1962. Styrkir þessir eru 7, að ’ upphæð 34 þús. kr. hver. Styrk- irnir eru ætlaðir nýstúdentum til náms við erlenda háskóla eða við Háskóla íslands. Umsækjendur voru 12 að þessu sinni. Styrkina hlutu þessir stúdentar: Baldur Símonarson, Oddagötu 12 Reykjavík, stúdent úr MR, til náms í lífefnafræði við háskóla í Edin- borg. Baldur hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseinkunn, 9,10. Bjöm Ingl Finsen, Vesturgötu 42, Akranesi, stúdent úr MA., til náms í ensku og eriskum bókménntum við Háskóla Islands og háskóla í Englandi. Björn hlaut á stúdents- prófi I. ágætiseinkunn, 9,15. Egill Egilsson, Hléskógum, Höfða hverfi, S.-Þing., stúdent úr MA., til náms í líffræði í Freiburg, Þýzka landi. Egill hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseinkunn, 9,27. Gunnar Sigurðsson, Brekkugötu 16, Hafnarfirði, stúdent úr MR., til náms í læknisfræði við Háskóla íslands. Gunnar hlaut á stúdents- prófi I. ágætiseinkunn, 9,09. Leó Geir Kristjánsson, Hafnar- stræti 7, fsafirði, stúdent úr MA., til náms í eðlisfræði við háskóla í Edinborg. Leó hlaut á stúdents- prófi I. ágætiseinkunn, 9,54. Er það jöfn einkunn þeirri hæstu, sem áð- ur hefur verið gefin við MA sam- kvæmt núverandi einkunnakerfi. Magnús Þór Magnússon, Haga- mel 25, Reykjavik, stúdent úr MR„ til náms í rafmagnsverkfræði við háskólann í Breunschweig í Þýzka landi. Magnús hlaut á stúdents- prófi I. einkunn, 8,92. Þorkell Helgason, Nökkvavogi 21, stúdent úr MR„ til náms í stærðfræði við Massachusetts In- stitute of Technology í Bandaríkj- unum. Þorkell hlaut á stúdents- prófi I. ágætiseinkunn, 9,31. 1 Keflavík vann Hafnarfjörð 4-2 bæjarkeppninni Keflvíkingar unnu Hafnfirðinga í bæjarkeppni I knattspymu með 4 —2 á laugardaginn í Hafnarfirði. 1 hálfleik var staðan 1 — 1. Sömu lið eiga eftir að mætast aftur á þessu hausti, þá í „Iitlu bæjarkeppninni“, keppni Akraness, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Kefla- víkur. Sigur Keflavíkur þá þýðir jafnframt sigur þeirra i mótinu, en ekki eru Hafnfirðingar þó sigraðir fyrirfram því þeir hafa farið mjög vaxandi siðari hluta sumarsins, og m. a. unnið Akurnesinga. Skólum ákveðinn starfsdagur Óbreytt hjá trésmiðum Um helgina var kosið til Alþýðu- sambandsþings í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, og héldu kommúnist- ar og framsóknarmenn aðstöðu sinni í félaginu. Listi Iýðræðissinna fékk að þessu sinni 197 atkvæði, en Iisti kommúnista og framsóknarmanna 280 atkvæði. Tölur eru lítt breyttar frá síðustu kosningum til þings ASÍ, því að þá fengu lýðræðissinn- ar 217 atkvæði, en kommúnistar og framsóknarmenn 288 atkvæði. í Stjórnartíðindum, sem koma Reykjavík og Hafnarfirði./ Á þess- munu eftir nokkra daga, verður birt erindisbréf frá Menntamálaráðu- neytinu, þar sem barna- og gagn- fræðaskólum er markaður ákveð- inn starfsdagur. Ákvæðin um starfs dag skólanna eru á þá Ieið, að skól- ar hefjist kl. 9 árdegis og standi eigi lengm en til kl. 17, og á laugar dögum á engin kennsla að fara fram eftir kl. 12,30. Ekki munu þessi ákvæði þó ná að sinni tii um stöðum vrði ógerlegt að koma saman stundarskrá fyrir tvísetta skóla, ef fylgja ætti þeim ramma, sem starfsdegi skólanna er markað ur með hinu nýja erindisbréfi. Hins vegar er hér mörkuð fram- tíðarstefnan í skólamálum, og verð ur henni ábyggilega vel tekið bæði af kennurum, foreldrum og nem endum, auk þess sem þetta verður allra skóla landsins,; þar sem skól- til þess að flýta því, að allir íslenzk ar eru viða tvísetnir, einkum í ir skólar verði einsettir, eins og æskilegt er að verði sem fyrst. Kennarar fá þar með fastákveðinn vinnutíma eins . og aðrar stéttir, en fram til þessa hafa þeir haft mjög óreglulegan starfsdag, þar j sem kennsla hefur sums staðar j staðið yfir frá kl. 8 árdegis til kl. j 7 síðdegis. Þá er þetta einnig til j mikils hagræðis fyrir heimili, því húsmóðir sem haft hefur fleira en eitt barn í skóla, hefur oft þurft að gefa bömunum hádegisverð á ólík- um tíma, vegna þess að þau eru sitt í hverjum skóla. i ÓDÝRIR hattar mikið úrval HATTABÚÐIN HULD Kirkjuhvoli I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.