Vísir


Vísir - 28.09.1962, Qupperneq 3

Vísir - 28.09.1962, Qupperneq 3
Föstudagur 28. september 1962. V'ISIR 3 Rafstrengur Draumur Vestmanna- eyinga hefur rætzt. — Margra ára baráttumál þeirra er að komast í framkvæmd með lagn- ingu neðansjávarraf- strengs úr landi til Eyja. Það er um leið ein af merkustu framkvæmd- um hér á landi og nýjar brautir ruddar með henni. Fyrir Vestmannaey- inga þýðir hún meira öryggj, en fram til þessa hafa þeir orðið að fram- leiða allt sitt rafmagn með díselrafstöð- En með því að tengjast raf- orkukerfi Sogsins hlýtur aðstaða þeirra að batna og skapast betri undir- staða fyrir ýmiss konar iðnað. Myndsjá Vísis birtir í dag nokkrar myndir frá lagningu rafstrengsins í Vestmannaeyj- um. Hér var um erfitt verk að ræða, þar sem eini staðurinn til landtöku var norðan við hafn armynnið hjá Yztakletti og varð því að leiða strenginn um háa og snarbratta kletta, Á myndunum hér sést, hvern ig háspennuvírarnir eru leiddir á staurum upp eftir hiíðum Heimakletts. /. eindálka mynd er Árni B. Johnsen og heldur um háspennuvírinn, sem notað- ur er og sést þar gildleiki vírs- ins. Þá koma tvær myndir, sem sýna háspennuturnana þrjá niðri á Skansinum, hinu forna virki Vestmannaeyinga. Á ann- arri myndinni er Heimakiettur f baksýn, en á hinni má sjá stærð turnanna af samanburði við mennina. Hér sjást fimm þeirra, sem hafa unnið við framkvæmdina, en alls munu nær tuttugu hafa starfað við verkið þegar flest var. Talið frá vinstri: Andrés Eyjólfssori, Jón Aðils, Sigur- gcir Jónsson, Sigurgeir Jóelsson og Ingi Bóasson. Þeir hafa verið duglegir við verkið, sem hefur verið erfitt, þar sem þeir hafa m. a. orðið að klífa Heimaklett upp í 200 metra hæð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.