Vísir


Vísir - 28.09.1962, Qupperneq 6

Vísir - 28.09.1962, Qupperneq 6
6 VISIR Föstudagur 28. september 1962. Menn koma ao vísu oftast til St. Augustine í nýtízku farartækjum, eins og bifreið- um, flugvélum og jámbraut- ariestum, en það þykir líka sjálfsagt að stíga upp i mið- aldafarartæki“ eins og vagna af því tagi, sem myndin sýn- ir, þegar komið er á leiðar- enda. Menn segja, að „róm- antíkin“ lifi enn í þessari borg vestan hafs, en víða hefur hún ekki getað skotið rótum, því að hún á svo fátt sameiginlegt með vélamenn- ingu nútímans. St. AUGUSTINE Elzta borgin í Banda- ríkjunum, St. Augustine í Florida, er nú að hefj- ast handa um undirbún- ing á að halda 400 ára afmæli sitt hátíðlegt. — Það ber upp á árið 1965. Það voru spænskir landvinn- ingamenn, sem stofnuðu borg- ina 1565 — 42 árum áður en Englendingar stofnuðu James- town f Virginiunýlendunni, er hélt í fyrra upp á 350 ára af- mæli sitt. Spánverjar höfðu raunar komið þarna miklu fyrr, því að árið 1513 hafði land- könnuðurinn Don Juan Ponce de Leon siglt skipum sínum þrem inn á höfn þá frá ná'tt- úrunnar hendi, sem borgin stendur enn við. Nýtur hún skjóls af tveim töngum, sem liggja samhliða frá landi. Ponce de Leon hafði verið f’ föruneyti Kolumbusar á ann- arri ferð hans vestur um haf, en að þessu sinni stjórnaði hann sjálfur leiðangri. Það var löngunin í að finna gull og ger- semar, sem var aðalhvati slíkra ferða, en auk þess leitaði de Leon sérstaklega að „æskulind- inni“, uppsprettu eilífrar æsku. Þegar hann gekk á land þarna, gaf hann landinu nafn og kall- aði „La Florida" (Blómalandið), jafnframt því sem hann lýsti yfir því, að hann slægi eign sinni á það í nafni Spánarkon- ungs. En Ponce de Leon varð fyrir vonbrigðum af komu sinni þarna. Hann leitaði fimm daga samfleytt að gulli og yngingar- lindinni en fann hvorugt. Hann hélt vonsvikinn á brott og kom þarna aldrei framar. Röskri hálfri öld síðar kom Don Pedro Menendez de Aviles að landi þarna og sló aftur eign sinni á landið í nafni Spánarkonungs. Þann 8. september 1565 stofn- aði hann til byggðar á öðrum tanganum og kallaði eftir heilög um Ágústín, því að hann hafði eygt landið á nafndegi þess dýr- lings kaþólskra manná. Fjölþætt saga. Þegar Menendez lét úr höfn, hafði Filippus 2. konungur sett hann yfir flota, sem átti að koma f veg fyrir, að aðrar þjóð- ir gætu tekið land og setzt að í Norður-Ameríku. Varð þess vegna að víggirða bæinn, og með tilliti til þess gat stað- setning hans ekki verið heppi-; legri, þar sem hann nýtur vernd ar þriggja fljóta landmegin, en fyrir innsiglingunni er lítil eyja, sem heitir Anastasia. Spánverj- ar treystu aðstöðu sína auk þess með því að koma sér upp nokkr um virkjum með ströndum fram. Fyrstu 300 árin var mjög tíð- indasamt f St. Augustine, enda oft róstusamt og hörð barátta háð um hin nýju lönd, sem fundizt höfðu vestan hafs. Var oft barizt í borginni eða árásir gerðar á hana, og voru þar bæði Indíánar að verki og önnur Ev- rópuríki, sem girntust Iandið. Spánverjum tókst hins vegar að halda borginni í 200 ár, en 1763 urðu þeir að láta hana af hendi við Englendinga, sem voru þá að verða voldugasta þjóð heims. En St. Augustine var þó ekki lengi undir brezkri stjórn, því að 20 árum síðar fengu Spán- verjar staðinn aftur, en tæpum 40 árum eftir það urðu Banda- ríkjamenn þar húsbændur. En friðúr færðist ekki endanlega yfir, þótt nýir húsbændur væru komnir, er bjuggu auk þess í sömu álfu, því að St. Augustine kom enn við sögu á tímum borgarastyrjaldarinnar. Fyrstu mánuði styrjaldarinnar var bær- inn undir stjórn Suðurríkja- manna, en 1862 komu herskip að landi og þar voru norður- ríkjamenn á ferð. Tóku þeir bæ- inn eftir skamma viðureign, og höfðu síðan setulið þar til árs- ins 1865, þegar styrjöldin var Ioks á enda kljáð með sigri Norðurríkjanna. Lengsta baðströnd í heimi. Undir lok síðustu aldar kom vellríkum iðjuhöldi, Henry M. Flagler, í hug, að hægt mundi að gera Florida að hinu fyrir heitna landi ferðamanna. Sneri hann sér þá fyrst og fremst að St. Augustine og reisti þar.nokk ur gistihús handa ferðamönn- um. Einnig kom hann því svo fyrir, að járnbraut var lögð elzta borg Bandaríkjanna Þetta hús er talið hið elzta í St. Augustinc, og það er nú byggðasafn borgarinnar. — Allur búnaður þar er eins og hann var endur fyrir Iöngu, en úti fyrlr húsinu blakta fjórir fánar — tákn þeirra ríkisstjórna, sem þar hafa sagt fyrir verkum. Fánarnii eru þessir, taldir frá vinstri: Fáni Bandaríkjanna, Suður- rikjanna, Englands og Spán- ar. suður til borgarinnar, og síðar var braut sú lengd, svo að hún náði alla leið til suðurodda Floridaskaga, Key West. Þar með var komið upphaf þess, að þarna mætti dafna blómlegur rekstur gistihúsa, og síðan hefur það orðið atvinna Floridabúa í æ ríkara mæli að taka á móti ferðamönnum frá öllum hlutum heims og veita þeim beina. íbúum hefur ekki fjölgað neitt að ráði í St. Augustine, þeir eru aðeins um 30.000, svo að borgin ber enn svip hins forna tíma, þegar lífið seig hægt fram eins og lygn móða. En þangað koma þeim mun fleiri til að sjá þessa elztu byggð í Bandaríkjunum. Gestir skipta þarna hundruðum þús- unda á ári hverju. Aðeins sex kílómetra frá borginni hefst 150 metra breið sandfjara, sem teygir sig hvorki meira né minna en 80 km. suður fyrir borgina og er þarna lengsta baðströnd, sem um er vitað í heimi. Þar geta menn líka dorg- að í brimgarðinum, og er bað vinrœl íþrótt, eins og nærri má geta, og loks eru skemmtisigl- ingai algengar. Eins og á dögum Filippusar 2. En menn vilja líka gjarnan sjá bæinn sjálfan, þótt umhverf- ið sé aðlaðandi, því að segja má, að unnt hafi verið að við- halda þeirri bæjarmynd, sem var á tímum Filippusar II. Spánarkonungs, er lét stofna nýlenduna þarna, þrátt fyrir hernað og alls kyns ákomur Stjórnarskrártorg er enn hjarta borgarinnar, og þar standa margar fornar kirkjur, og að auki embættisbústaður spænska landstjórans, en sú breytirig hefur þót verið gerð á þeirri byggingu, að henni hefur verið breytt í pósthús. En að ytra út- liti er hún eins og fyrir fjórum öldum, þegar henni var komið upp. Það er notalegur blær yfir St. Augustine. Göturnar eru þröngar og steinlagðar, eins og tíðkaðist í bæjum og borgum til forna, áður en malbik og steinsteypa komu til sögunnar. Gróður er mikill, fjölbreyttur og fagur, eins og gefur að skilja, og mörg hinna fornu húsa eru vaxin vínviði að utan. Og vínviðurinn er margra alda gamall, og hann ber ávöxt á hverju ári „börnum og hröfn- um að leik“ Elzta hús í Bandaríkjunum. Hið opinbera leggur af mörk- um mikið fé á hverju ári til viðhalds fornum byggingum i borginni. Meðal þeirra húsa, sem mest er hugsað um, er elzta hús í Bandaríkjunum. Eng- inn býr i húsi þessu, en þó er gestagangur þar meiri en víðast annars staðar í borginni. Hús- inu hefur nefnilega verið breytt í safn til minningar um hina elztu íbúa borgarinnar. En það eru fleiri en Banda- ríkjamenn sjálfir, sem hafa lagt fé af mörkum til viðhalds fornra bygginga í borginni Spænsk stjórnarvöld hafa látið í ljós lifandi áhuga á þvf, að menjum frá tímum Spánverja verði viðhaldið eftir mætti, og einkum voru þau hjálpleg við að ganga svo frá landstjórabú- staðnum, að hann yrði að öllum búnaði eins og tíðkaðist árið 1680, þegar hann var reistur En þrátt fyrir virðulegan aldur. meira en 280 ár, er þetta ekki elzta húsið í borginni. Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.