Vísir - 28.09.1962, Síða 8

Vísir - 28.09.1962, Síða 8
8 VISIR -Föstudagur 28. september 1962. VÍSIR Otgetandi: Blaðaútgatan YISIR. RitstiOrar Hersteinn Pálcson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thursteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn 0 Fhorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er a5 króuur á mánuði. I lausasölu 3 kr eint — Slmi 11660 (5 tlnur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. „Freisting" frelsisins í gær birti Þjóðviljinn grein um Austur-Berlín, sem er sorglegt dæmi um það, hvernig sæmilega greindir og hjartahreinir fslendingar láta svo sefjast af pólitískum áróðri að öll sjálfstæð hugsun er þurrk- uð út. Höfundur greinarinnar er Steinþór Guðmundsson kennari. Honum var ekið meðfram múmum í Austur- Berlín og á leiðinni kemst hann að þeirri niðurstöðu, að múrinn sé engin þrælakista. Hvílík skarpskyggni! Veit ekki þessi auðtrúa íslendingur, að múrinn var einmitt byggður af Ulbricht til þess að hindra all- ar ferðir Austur-Þjóðverja úr landi? Hann er ekki ann- að en risastór fangelsismúr. Með byggingu hans var allt Austur-Þýzkaland gert að stærstu dyflissu ver- aldar. Veit ekki þessi uppfræðari íslenzkra barna, að í Austur-Þýzkalandi er það dauðasök að klífa yfir múr- inn og reyna að komast úr landi. Á íslandi kostar það andvirði eins vegabréfs að fara til annars lands. f landi Ulbrichts kostar það lífið. í augum hins íslenzka kennara er múrinn „mikil- fenglegt tákn dulinna krafta“. Hann segir að múrinn ,hafi þjappað fólkinu saman og hvatt það til þess að standa sig sem bezt“! Þessi ummæli minna á ekkert annað fremur en orðin, sem skráð voru yfir þræla- búðir nazista: Arbeit macht frei — Vinnan mun gera yður frjálsa. Sama fyrirlitningin á mannlífinu, sami rangsnúningur allra mannlegra hugtaka kemur fram i þessum orðum og í gyðingaræðum Göbbels. En loks rofar örlítið til í andlegu myrkviði hins ís- lenzka uppfræðara. Undir lok greinarinnar fær hann nokkra eftirþanka og segir: „Vafalaust eiga ýmsir um sárt að binda vegna múrsins, sem vini og venzlamenn eiga hinum megin við hann“. Þessi ummæli eru vott- ur um að ennþá lifir lítill neisti réttsýnis í sálu Stein- þórs. Hann gerir sér ljóst, að ef til vill er ekki allt með felldu í landi sem múrar þegnana inni og meinar þeim að sjá nokkru sinni aftur ástvini sina handan við múrinn mikla. En svo fellur áróðurstjaldið og ljósið slokknar. Fullyrt er, segir Steinþór í næstu setningu, að „yfir- leitt hafi almenningur í DDR orðið því feginn að freist- ingin var frá þeim tekin og andi léttar eftir en áður“. Sumum mönnum finnst greinilega Ijúfara að lifa sem ánægt svín en frjálsborinn maður. Skyldu þeir leynast margir mennirnir slíkir í ís- lenzkri kennarastétt, sem varpa öndinni léttar, þegar ,,freisting“ frelsisins er frá þeim tekin? Illa væru örlög þjóðarinnar ráðin, ef sú væri reyndin. Hér sjást nokkur böm að leik úti á miðri götu — beint fyrir framan ökutæki! Húsagarðar fyrir blóm Við hrökkvum alltaf við þegar við lesum slysafregn irnar í blöðunum, ekki sízt þegar börn og unglingar eiga í hlut. Það er líka á- stæða til þess — umferðar- slys á börnum eru 7 sinnum fleiri en gerist í Bandaríkjunum. Þó eru Bandaríkin ein mesta um- ferðar- og bílaþjóð heims- ins. — Þessi óhugnanlega staðreynd mun vera rétt, enda bamaslys ótrúlega tíð í Reykjavík. Þetta er niðurstaða, sem frú Erika Friðriksdóttir hefur komizt að, eftir ýtarlegar rannsóknir um málið. Frú Erika byrjaði rann- sóknir sínar 1953 og hefur skrifað nokkrar greinar um vandamál þetta bæði í blöð og tímarit. GARÐARNIR FYRIR BLÓMIN Athyglisverðast við rannsóknir og niðurstöður frú Eriku er þó það, að langtíðast verða börn fyrir slysum, þegar þau eru við leik, ekki þegar þau eru á leið í skóla, eða f sendiferð út í búð. „Þetta gefur ótvíræða vísbend- ingu um, að börn gæta sín þegar þau einbeita sér,“ segir frú Erika, ,,en ekki þegar þau leika sér. Þess vegna verður að telja slysin í flest- um tilfellum sök barnanna sjálfra eða foreldra þeirra. Þau leika sér á götum úti, nákvæmlega eins og börnin í fátœkrahverfunum erlend- is og gæta ekki að sér fyrir bíl- um eða öðrum farartækjum. Þau fara ekki á leikvellina, jafnvel þótt þeir séu fyrir hendi, að mestu vegna þess að foreldrar brýna það ekki nógsamlega fyrir börnunum. Garðarnir við heimahúsin eru hér á íslandi fyrir blóm og falleg tré, en ekki fyrir börnin til að leika sér í. Það þekkist varla hér.“ ALGENGUSTU SLYSIN Eins og fyrr segir hóf frú Erika rannsóknir sínar árið 1953. Eftir að hafa rannsakað skýrslur saka- dómara, lögreglu og tryggingarfé- laga fann hún út hvaða tegund slysa var algengust. Það var ekki þar sem börnin voru sjálf farþeg- ar í farartækjum, heldur þar sem þau léku sér á götum úti. Eftir samanburð við borg eina í Bandaríkjunum, Middletown, þar sem álíka margir bílar voru og í Reykjavík, varð niðurstaðan hins vegar algjörlega öfug. önnur algengasta orsökin fyrir slysum á börnum er þegar þau eru á reiðhjólum. Flest þeirra sem fyrir slysunum verða á þann hátt eru á aldrinum 11—14 ára. „Gefur það aðeins vísbendingu um, að börnum er ekki treystandi fyrir reiðhjólum fyrr en þau eru orðin 16 ára. „Þessar rannsóknir gerði ég 1953. Gerði ég nú hlé á þeim, en fyrir nokkru aflaði ég mér aftur upp- lýsinga, varðandi barnaslys. Komst um háfi átt sér stað árið 1961. Auk þessa voru nokkur tilfelli, þar sem börn orsökuðu slys á öðr- um, þannig að á því sést að börn eru ekki aðeins hættuleg fyrir sjálf sig, heldur Iíka fyrir aðra. „Af rannsóknum mínum hef ég einnig séð,“ sagði frú Erika, „að bifreiðar keyra aldrei á börn 1 sinni eigin heimagötu. Ástæðan fyrir því hlýtur að vera sú, að þeir vita að börn eru meira og minna á göt- unni og hversu hættulegt það er því að keyra óvarlega." BURT AF GÖTUNUM „Hvað álítið þér þá að hægt sé að gera, frú Erika?“ „Af framansögðu er ljóst að stiersta vandamálið hér er að börn- en ekki börn að þeirri niðurstöðu að slíkum slysum hefur fjölgað að miklum mun.“ Ef tekin eru, saman öll um- ferðarslys á börnum á árunum 1956 — 1961, þá sést að þau hafa verið 487. Allt voru það slys þar sem þurfti að fara með viðkomandi börn til læknis og af þeim töldust 175 alvarlegs eðlis." 130 SLYS 1961 Árið 1961 var sakadómara til- kynnt um 88 slys á börnum, sem farið var með til lækna, en auk þeirra voru 25 minni háttar um- ferðarslys. Þá má reikna með nokkrum tilfellum sem iögreglu var ekki tilkynnt um, svo láta má nærri að 130 umferðarslys á börn- in séu á götunni. í hinu nýja skipu- lagi er gert ráð fyrir bílastæði við hvert hús, en þar er ekki gert ráð fyrir svæði fyrir börnin að leika sér á. Það þarf fyrst og fremst að leggja áherzlu á leik- svæði, með tilheyrandi áhöldum til leiks og dundurs og þá þurfa foreldrar einnig að brýna fyrir börnum sínum að nota þessi svæði. í Bandaríkjunum er börnum bann- mál í Reykjavíkurborg." að að fara út á göturnar, það dugir ekkert minna. 500 börn hafa lent í uirtferðar- slysum á örfáum árum — það nær auðvitað ekki nokkurri átt. Þessi tala fer alltaf hækkandi og þurfum ekki að fara í neinar graf- götur með að þetta er mikið vanda Ný bók „93 ostaréttir'- . Út er komin á forlagi ísafordar- prentsmiðju bókin „93 ostaréttir“ eftir Helgu Sigurðardóttur, fyrrum skólastjóra Húsmæðrakcnnara skóla íslands, sem látin er fyrir skömmu. í formála höfundar er þess getið, að bókin eigi að bæta fyrir það, að enginn sérstakur kafii er um osta og ostarétti í tveim fyrri bók- um hennar, Mat og drykk og Lærið að matbúa. V ' 1 k I i r i ( K'r, Ostaneyzla hefur aukizt til muna á síðari árum, þar sem menn hafa gert sér grein fyrir næringargildi hans, en auk þess er nú hægt að fá fjölbreyttari tegundir en áður. í bókinni „93 ostaréttir" er hús- mæðrum veitt tilsögn í að gera fjölmarga Qg fjölbreytta, ljúfenga rétti úr ostum, og ætti hún að vera kærkomin þeim, sem finnst eitt- hvað skorta á fjölbreytnina á matborðinu hjá sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.