Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 1
152. árg. — Miðvikudagur 3. október 1962. — 226. tbl.
ÞrengsEavegurinn
Fréttamenn Vísis brugðu sér austur fyrir fjall í gærdag,
óku spölkom eftir Þrengslaveginum nýja og ónáðuðu vega-
gerðarmennina þar með nokkrum gáfulegum spurningum.
Upp úr kafinu kom, að verið er að tengja veginn saman þessa
dagana. Enn er þó langt í land, áður en hann verður full-
gerður. Þrengslavegur verður því varla opinn, a. m. k. illfær
öðrum bifreiðum en stóru mjólkurbílunum og þeirra líkum
í vetur. Frh. á 5. síðu
Verða nýju launa-
fíokkarnir 31?
Launanefnd Bandalags
starfsmanna ríkis og
bæja hefir nú gengið frá
tillögum sínum í launa-
málum, en þing B.S.R.B.
hefst hér í bænum á
föstudag.
Aðalefni tillagnanna er gagn-
ger breyting á launaflokkuni
ríkisstarfsmanna frá því sem
þeir hafa hingað til verið. Nefnci
in leggur til að launaflokkarnir
verði 31, en þeir eru nú 14.
Verði launaflokkarnir taldir neð-
an frá, þannig að hinir Iægst
launuðu verði í 1. flokki. Nú eru
hins vegar hæstu launin skráð
frá 1. flokki.
Lagt er til að 5.5% munur
verði á hverjum Iaunaflokk.
Nefndin leggur m. a .til að
barnakennarar verði í 16. launa-
flokki og framhalJsskólakenn-
arar í 17. flokki. Ráðuneytis-
fulltrúum er skipað í 21. flokk
ásamt lægri dómarafulltrúum.
Dómarar eru í 27. flokki samkv.
tillögunum. Ráðuneytisstjórar
eru i hæsta flokki, 31. flokki.
Nefndin gerir ráð fyrir mikl-
um hækkunum á kaupi ríkis-
starfsmanna í tillögum sínum.
Kennarakaup hækki allt að 50%
og munu laun sarnkv. 31. fl.
vera í kringum 25 þús. krónur
á mánuði.
Áherzla skal lögð á að hér er
aðeins um nefndartillögur að
ræða, en ekki endanleg sjónar-
mið stjórnar eða þings B.S.R.B.
Mun afstaða til allra þessara
mála verða tekin á þinginu nú
um helgina.
■MMVBSEWMIMMMNi
Júpiter með dufí
í vörpunni
vél í morgun frá Landhelgisgæzl-
unni, og verður hann til taks á
Dýrafirði þegar Júpiter kemur
þangað. Einnig var Ægir sendur
til Dýrafjarðar til aðstoðar ef með
þyrfti. Reynist duflið virkt verður
skipshöfnin látin yfirgefa skipið á
meðan verið er að fjarlægja það
og gera það óvirkt.
Vísir náði tali af Bjama Ingi-
marssyni á Júpiter kl. 11.15 í
morgun og var hann þá um klukku
stundar siglingu frá Dýrafirði.
Hann sagði að þeir hefðu fengið
duflið í vörpuna undan Jökli í
nótt og ekki orðið þess varir fyrr
en það var komið inn á þilfar. Þar
liggúr það óhrevft unz komið er
til Dýrafjarðar. 1 Bjarni kvað að
sjálfsögðu ómögulegt um það að
segja hvort duflið væri virkt, en
sjálfsagt væri að viðhafa alla
gætni í þessu sambandi þar eð
dæmin sýndu að enn gæti hætta
stafað af þessum duflum.'
Togarinn Júpiter sem fékk
dufl í vörpuna.
Stórvirk vélskófla mokar möl upp á bíla.
Það bar til tíðinda í nótt að
togarinn Júpiter fékk dufl í vörp-
una þar sem hann var að veiðum
út af Jökli. — Skeyti barst
frá skipstjóranum Bjarna Ingi-
marssyni í morgun þess efnis að
hann væri á leið inn til Dýrafjarð-
ar til þess að losa sig við duflið.
Vísi er kunnugt um að sérfróður
maður í þeirri grein að gera tund-
urdufi óvirk var sendur með flug-
Helmingi meiri saltsíld aust■
ur fyrir tjald
Sami^ hefir nýlega ver-
ið um stóraukna sölu salt-
aðrar Suðurlandssíldar til
Austur-Evrópu. Nemur sal
an nú 85 þús. tunnum, en
var aðeins 34 þús. tn. í
fyrra. Vísir átti tal við Síld
arútvegsnefnd í morgun
og fékk eftirfarandi upp-
lýsingar hjá nefndinni:
Rúmenía.
Nýlega var undirritaður í Var-
sjá samningur við Rúmena um sölu
á 25 þús. tunnum af heilsaltaðri
Suðurlandssfld. Af þessu magni
verður að afgreiða 10 þús. tunnur
í október eða nóvember, en 15 þús.
tunnur eiga að afgreiðast á tíma-
bilinu desemLor-febrúar í vetur og
er sá hluti samningsins háður inn-j
flutningsleyfum frá rúmenska utan-
ríkisverzlunarráðuneytinu. Á síð-
asta ári keyptu Rúmenar 5 þús.'j
tunnur af saltsíld af íslendingum. !
Pólland.
Þá hefir nýlega verið undirrit-;
aður samningur við Pólverja um
sölu á 30 þús. tunnum af venju-|
legri Suðurlandssaltsíld. Sú sild á
að afgreiðast í janúar og febrúar
n.k. Samningurinn við Pólverja er
eins og undanfarin ár háður inn-
flutningsleyfi frá pólskum inn-
flutningsyfirvöldum. Á síðasta ári
voru seldar héðan til Póllands 20
þúsund tunnur af saltsíld.
A.-Þjóðverjar.
Einnig hefir verið undirritaður í
Berlín samningur við Austur-Þjóð-
verja um sölu á 30 þús. tunnum af
venjulegri saltaðri Suðurlandssild
og á sú síld að afgreiðast á tímabil
Framh. á 5. síðu.
Sogsorkan til Eyja
um miðjan mánuð
Gert er ráð fyrir, að unnt verði ar tafir hafa orðið, enda veður
að hleypa Sogsorku á bæjarkerfið verið óhagstætt að undanförnu, en
í Vestmannaeyjum um miðjan mán menn væru að ganga frá ýmsum
uðinn eða fljótlega eftir það. endum í Vestmannaeyjum og liði
Vísir átti í morgun stutt samtal óðum að lokum framkvæmdanna.
við Eirík Briem, rafveitustjóra rík-1 Væri það von manna, að unnt yrði
isins, og innti hann eftir þessum ; að tengja kerfið og setja straum á
framkvæmdum. Kvað hann nokkr-' Framhald á bls. 5.