Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 3. október 1962. Gunnar Thoroddsen: * Arangur af lækkun tolla og skatta OF HÁAR ÁLÖGUR LEIÐA TIL LÖGBROTA. Þa5 er reynsla manna víða um lönd, að óhóflega háir skattar og tollar leiði mjög til lögbrota, skatt- og toll- svika. Með ærnum tilkostn- aði er þá reynt að uppræta spillinguna, en kemur oft fyr- ir ekki, meðan meginorsökin er ekki upprætt. Á íslandi hafa tollar og önnur aðflutningsgjöld á mörgum vörum verið þyngri en þekkzt hefur meðal ná- grannaþjóða. í kjölfar þeirrar löggjafar hefur smyglið siglt í stórum stíl. Einnig hafa hin- ir beinu skattar á íslandi ver- ið úr hófi, og afar algengur sá hugsunarháttur, að nauð- synlegt væri og jafnvel sjálf- sagt, að draga undan skatti allt það, sem unnt væri. Nú hafa skattalög verið lagfærð og tilraun gerð um tollalækkun. Er næsta fróð- legt að skoða þann árangur, sem orðinn er nú þegar. SKATTALÖG LAGFÆRÐ. Endurskoðun skattalaga var framkvæmd í tveim á- föngum. 1960 voru stórlækk- aðir skattar á almenningi og 1962 var skattlagning fyrir- tækja endurbætt. I bæði skiptin lét árangur- inn ekki á sér standa. Fólkið er fljótt að svara, þegar það finnur útrétta umbótahönd hins opinbera. Framtöl breytt ust svo mjög til batnaðar strax á árinu 1960 og einkum 1961, að undravert þótti, og ber löggiltum endurskoðend- um og starfsfólki á skattstof- um mjög saman um, að hér hafi ,i orðið mikil breyting til batnaðar. Þótt skammt sé lið- ið frá þvf er seinni umbótin, er snertir atvinnureksturinn, gekk f gildi, er þó einnig sýnilegur árangur orðinn þar og verður þó enn meiri innan skamms. Tilgangurinn var margvís- legur með endurskoðun skattalaganna: Að létta skatta á almenningi, að örva atvinnulífið, auka þjóðartekj- urnar og bæta á þann hátt lífskjörin, — draga úr sið- spillingu skattsvikanna og hvetja menn með sanngjarnri löggjöf til löghlýðni, einnig á sviði skattframtala. Allt er þetta nú í réttum farvegi, og Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. ríkissjóður nýtur einnig góðs af, því að hin réttari framtöl hafa þegar skilað meiri skatt- tekjum en fjárlög gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir lækkun skattstiganna. ENDURSKOÐUN TOLLSKRÁR SENN LOKIÐ. Allsherjarendurskoðun á tollum og aðflutningsgjöldum hefur nú staðið yfir hátt á þriðja ár og er senn lokið. TOLLALÆKKUNIN í NÓVEMBER. í nóvember f fyrra var á- kveðið að lækka þá þegar tolla á ýmsum tollháum vör- um. Tilgangurinn var sá, að lækka verð á ýmsum varn- ingi, almenningi til hagsbóta, og reyna um leið að draga úr hinu geigvænlega smygli. Þessari tilraun fylgdi veru- leg áhætta fyrir ríkissjóð. Ef hinn löglegi innflutningur héldist óbreyttur á þessum vöruni, myndi ríkissjóður tapa um 50 milljónum króna á ári á þessum ráðstöfunum. En þeir, sem að þessari til- raun stóðu, höfðu bjargfasta trú á því, að tollalækkunin myndi minnka smyglið og leiða miklu meira af innflutn- ingnum inn á löglegar braut- ir, svo að ríkissjóður myndi ekki verða fyrir tjóni. Að minnsta kosti þótti á það hættandi að gera þessa til- raun. Árangurinn liggur nú ljós fyrir: Verðlækkun varð mikil á þessum vörum. Sem dæmi má nefna, að ýmiss konar ytri fatnaður lækkaði um 18 •—28%, kvensokkar um rúm 30%, kvenskór um 14—16%, niðursoðnir ávextir um 16%, ljósakrónur um 13—16%, snyrtivörur um 33—39% og á úrum og myndavélum var enn meiri verðlækkun. Tekjur rfkisins af þessum vörum námu í janúar til júní 1961, þ. e. fyrir t o 11 a- Iækkun 47,8 milljónum, en í janúar til júnf 1962, þ. e. eftir tollalækkun námu tolltekjur af þessum sömu vörum 65,5 milljón- um. ToIIalækkunin skilaði því 17,7 milljóna auknum tekj- um í ríkissjóð. Ensk lesbók með nýstárlegu sniði Út er komin hjá prentsmiðjunni Leiftri „Ensk lesbók“, en Am- grímu- Sigurðsson B.A. hefir ann- azt útgáfuna. 1 formála fyrir bókinni segir Arngrimur: „Tímarnir breytast og mennimir með, og í þessari bók er brugðið upp nokkrum myndum af þeim heimi, sem við lifum nú í. Lesefnið er því svo til nýtt og var reynt að hafa það sem fjölbreytt- ast. Bókin er ætluð 4. bekk gagn- fræðaskólanna og einnig öðrum nemendum með álíka enskukunn- áttu. Þó gæti komið til greina að nota bókina í 3. bekk, ef kennarar treysta nemendum til þess. Ætlazt er til, að bókin sé lesin á einum vetri, og er því ekki höfð stærri en svo, að tími vinnist einnig til þess að lesa á ensku smásögur eftir góða höfunda. Glósur fylgja yfir allmarga kafla, hefir þeirri reglu yfirleitt verið fylgt, að fyrst er gefin merk- ingin í viðkomandi orðasambandi, en síðan frum- og önnur merking." Margir kaflanna era teknir úr hinu þekkta vikublaði Time, og ætti það að vera nokkur trygging fyrir því, að þar sé á ferðinni hið algengasta ritmál. Hefir Upplýs- ingaþjónusta Bandaríkjanna verið hjálpleg við að afla endurprentun- arleyfa. Efnið er mjög fjölbreytt, svo sem um frumstæða jarðarbúa og ókunnar gáfuverur á öðrum hnöttum, symfóníuhljómsveitir og „rokk“söngvara, um ýmiss konar farartæki, bækur, kvikmyndir og þar fram eftir götunum — ýmis- legt af því, sem oftast ber á góma á vorum dögum og menn rekast helzt á, ef þeir taka sér blöð á enskri tungu 1 hönd. Bókin er 117 bls. að stærð, snyrtileg að öllum ytra búningi. Fiugvallargerð undir- búin í Siglufirði Sanddæla flugmálastjórnarinnar er nú komin til Siglufjarðar. Er hún í fyrstu á leigu hjá hafnar- sjóði og er unnið að þvl að dýpka í höfninni. En næsta vor mun hún hefja framkvæmdir við flugvallar- gerð I Siglufirði og verður þá stefnt að því að koma þar upp öruggum flugvelli fyrir flugvélar Flugfélagsins. Gerð hefur verið teikning af 1300 metra flugvelli á leirunum austan fjarðar. Enn er þó ekki ákveðið hvað flugvöllurinn verður langur, því að beðið er eftir ákvörðun um það, hvort hentugri flugvélar verða teknar í notkun, sem þurfa styttri flugbraut en þær, sem nú eru not- aðar og getur þá verið að nægilegt verði að hafa flugvöllinn /ttri, en hann verður lagður í beinu framhaldi af sjúkra-'iugvelli þeim, sem er á Ráeyri austan við fjörð- Tollvörugeymslan tilbúin í haust Fyrsti áfangi Tollvörugeymsl- unnar í Laugarnesi verður til- búinn til notkunar f haust. Þeg- ar hafa borizt nokkrar umsókn- ir um geymslupláss, en stjórn Tollvörugeymslunnar hefur enn ekki auglýst eftir umsóknum. Fullbúið verður hús Tollvöru- geymslunnar eitt af stærstu hús um á landinu, 8200 fermetrar, inn. Er það austan við fjörðinn og örstutta leið frá bænum. Nú í haust er verið að nota sanddæluna til að dýpka við stálþil innri hafnarinnar og setur hún upp moksturinn jafnóðum sem uppfyll- ingu í innri hafnarbryggjuna. Dæl- an verður síðan í Siglufirði í vetur en hefur flugvallarframkvæmdir við fyrstu hentugleika næsta vor. Auk þess er útipláss, sem verð- ur um 11 þús. ferm. Síðasta hálfan mánuðinn hef- ur Byggingariðjan unnið að því að reisa fyrsta áfanga Tollvöru- geymslunnar. Hann er tæpir 2500 fermetrar að flatarmáli. Veggir, þak og bitar eru úr strengjasteypu, sem framleidd er í Byggingariðjunni. Bárður Daníelsson arkitekt teiknaði ■ hús Tollvörugeymsl- unnar. — Þar verður auk geymslna, aðstaða fyrir toll- verði og verkamenn. Reiknað er með að býggja annan og þriðja áfanga Tollvörugeymsl- unnar eftir því sem hægt er og þörf gerist. A.m.k. 70 aðilar geta fengið geymslupláss inni I fyrsta áfanga. Yfirsmiður við byggingu Tollvörugeymslunnar er Kristinn Sveinsson, en fram- kvæmdastjóri Byggingariðj- unnar er Helgi Árnason. For- maður stjórnar Tollvöru- geymslunnar er Albert Guð- mundsson stórkaupmaður. Byggingariðjan framleiðir byggingarhluta og byggir úr þeim. Hún hefur einkum byggt vöruskemmur síðan hún tók til starfa. Fyrsta byggingin, sem byggð var á þennan hátt hjá Byggingariðjunni var verk- smiðjuhús Kassagerðar Reykja- víkur, og síðan mjölgeymsluhús sfldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar Kletts. Þessi hús standa skammt austan við Tollvöru- geymsluna. Myndin er tekin meðan verið var að reisa Tollvörugeymsluna, og gefur hún góða hugmynd um stærð hússins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.