Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 6
6
VÍSIR . Miðvikudagur 3. október 1962.
Ný róttæk stefna Frjáls-
lynda flokksins
Fyrir nokkrum dögum
birtist fróðleg grein í
Politiken um frjálslynda
flokkinn í Englandi, sem
nú er í miklum upp-
gangi. Er þar fjallað um
hina nýju stefnu hans
og foringja.
Ritstjórn Vísis telur
rétt að greinin komi fyr-
ir augu íslenzkra les-
enda og birtist því meg-
ininntak hennar hér f ís-
lenzkri þýðingu.
Frjálslyndi flokkurinn i Eng-
landi berst nú á tveimur víg-
stöðvum. Á flokksráðstefnu i
Llandudno í Wales úthúðuðu
fulltrúar frjálslyndra stjórnintji,
dæmdu hana „óhæfa, jafnvel á
mælikvarða íhaldsmanna“ og
ræddu um „11 ára vanhirðu á
landinu“ undir stjóm íhalds-
manna.
í lokaraeðu sinni á ráðstefn-
unni kallaði Joseph Grimond
foringi frjálslyndra, Hugh
Gaitskell foringja Verkamanna-
flokksins „afturhaldssegg."
Hagstæður
skoðanamunur
Ástæðan fyrir stóryrðum
frjálslyndra er sú, að skoðana-
kannanir og úrslit aukakosn-
inga s.l. vor eru beim mjög í
hag.
Frjálslyndir, sem nú hafa 7
menn f Neðri deild, fengu um
1,6 milljón atkvæða f þingkosn-
ingunum 1959, eða um 6 af
hundraði greiddra atkvæða, en
við aukakosningar s.l. vor fengu
þeir að jafnaði 30 af hundraði
greiddra atkvæða. Nokkrar síð-
ustu skoðanakannanirnar benda
til þess, að fjórði hluti kjósenda
f landinu myndi f dag kjósa
frjálslynda.
Við skoðanakönnun um miðj-
an september reyndust 46 af
hundraði þeirra, sem spurðir
voru óánægðir með stjórnina og
50 af hundraði óánægðir með
Macmillan sjálfan. Gefur þetta
að sjálfsögðu stjórnarandstæð-
ingum byr undir báða vængi.
Þegar Grimond kallaði Gait-
skell „afturhaldssegg", var það
vegna þess hve stefna hans í
Efnahagsbandalagsmálinu hefur
verið hikandi og ruglingsleg.
„Gaitskell gerir eina merkustu
ákvörðun sögunnar að rökræð-
um um 5% lækkun á tolll af
niðursoðnum ferskjum", segir
Grimond.
Á ráðstefnu frjálslynda flokks
ins voru menn mjög áhugasam-
ir um þátttöku Breta f Efna-
hagsbandalaginu, „svo að Stóra-
Bretland geti lagt sitt af mörk-
um til friðar í heiminum og
sameiningar Vestur-Evrópu,“
eins og stóð í fundarsamþykkt
Hver hefði trúað, að maður ætti
eftir að heyra þúsund Breta
lýsa sig samþykka afsölun sjálf-
stæðis Bretlands og sameiningu
föðurlands þeirra og Evrópu?
En þetta gerðist, þegar ráð-
stefnan hafði samþykkt viðbót
við stefnuskrá flokksstjórnar-
innar um að hraða efnahags-
umræðunum.
Elna Dangerfield, ein af efna-
hagssérfræðingum flokksstjórn-
arinnar, varaði fundarmenn við
að ganga svo langt, en rök-
semdum hennar var algerlega
hafnað.
„Óska fundarmenn í raun og
veru eftir, að þetta land gangi
í evrópskt ríkjasamband?"
spurði hún. — „Já,“ hrópuðu
fundarmenn.
„Samþykkir fundurinn þá, að
evrópskt þing setji okkur lög?“
hélt hún áfram.
Aftur hrópuðu fundarmenn
já, og svarið var hið sama, þeg-
ar hún reyndi síðustu röksemd-
irnar: „Halda fundarmenn I
raun og veru, að þetta land
geti verið hluti Evrópuríkja-
hún einnig ein af varaforsetun-
um, en í raun og veru má telja
hana æðstaprest frjálslyndra:
dóttir Asquiths forsætisráð-
herra, tengdamóðir Josephs
Grimond og móðir Mark Bon-
ham Carter, sem var áður þing-
maður en er nú einn af ráðu-
nautum flokksins.
Lady Violet man þá tíð, er
Gladstone var síðast forsætis-
ráðherra. Hún er tengiliður milli
hins litla hóps frjálslyndra, sem
nú situr f Neðri deildinni, og
stóra gamla flokksins, sem kyn-
slóð eftir kynslóð hafði forystu
í brezkum endurbótalöggjöfum.
Á ráðstefnunni var nú til um-
ræðu endurbótastefnuskrá, sem
stendur hinum eldri ekki að
baki. Rauði þráðurinn var:
„Gerið Stóra-Bretland að nú-
tímaríki". Hvað eftir annað var
mælt með skipulagningu, en
íhaldsstjórnin hefur ekki lagt
svo mikið upp úr þvi, m.a.
vegna þess að eyrum íhalds-
Jo Grimond.
landi og Skotlandi verða æ
strjálbýlli. íbúarnir flykkjast til
suðausturhluta landsins, ná-
grennis Lundúna.
Hin mikla stjarna frjálslynda
Horfa bfartsýnir fram á leið
sambands jafnframt því að vera
miðpunktur brezka heimsveld-
isins?“
Dóttir Asquith
Á ráðstefnuna vantaði einn
stærsta persónuleika frjálslynda
flokksins, hinn 83 ára þjóð-
félagsumbótamann William Be-
veridge lávarð. Hann er einn af
varaforsetum flokksins, en gat
ekki mætt vegna veikinda. Aft-
ur á móti komu Lady Violet
Carter til þingsins. Formlega er
manna hættir við að skilja orð-
ið „skipulagning" sem „sósíal-
ismi“.
„Stóra-Bretland verður að
gera sér ljóst, að meginland Ev-
rópu er að færast nær, m.a.
vegna fyrirhugaðra jarðgangna
undir Ermarsund", segja frjáls-
lyndir. -— Jarðgöngin krefjast
nýrra vega í Suður-Englandi,
enda er vegakerfið löngu ófull-
nægjandi.
Fátækrahverfin.
Mörg héruð I Norður-Eng-
Meðan þing frjálslynda flokksins stóð yfir í bænum Llandudno
í Wales i síðustu viku fór formaður flokksins Jo Grimond til
kunnrar spákonu þar í bænum og lét hana spá um framtíð sína.
Hún sagði m. a.: — Vegna viljastyrks yðar munuð þér ná mark-
inu. Flokkurinn sem þér stjómið mun ná marki sínu eftir þrjú
til fimm ár.
Eftirá spurðu blaðamenn spákonuna hvaða flokki hún fylgdi.
Hún svaraði: — Ég hef alltaf fylgt Verkamannafiokknum.
flokksins, Eric Lubbock, sem
s.l. vor náði einu kjördæmi frá
íhaldsflokknum, réðst á hæga-
ganginn í útrýmingu fátækra-
hverfa.
Með þeim hraða, sem nú er,
lýkur Liverpool áætlun sinni
eftir 90 ár. 1 landinu eru nú
um það bil 4 milljónir Ibúða,
sem voru byggðar fyrir 1880,
og eru þær nú nær ónothæfar.
Á stórum svæðum í iðnaðarhér-
uðum Norður-Englands er
þriðja hvert hús án vatnsleiðslu.
Vanræksla ríkisstjómarinnar
hvað viðvíkur íbúðabygging-
um hefur haft I för með sér, að
nú er að rísa upp ný tegund
hverfa, „fátækrahverfi á hjól-
um“, þar sem fólk býr árið um
kring í íbúðarvögnum.
Ein hinna áhrifamiklu áætl-
ana frjálslyndra er að koma á
„iðnaðarlýðræði". Áætlunin var
gerð af formanni framkvæmda-
stjórnar aðalstjórnarinnar, Des-
mond Banks, en hann boðaði
„aðra brezku iðnbyltinguna"
þ.e. í hlutfalli milli fjármagns
og vinnuafls. Hann sagði, að
með lækkun skatta ætti ríkið
að stuðla að því, að verkamenn
og aðrir launþegar gæti eignazt
hlutabréf f fyrirtækjum, sem
þeir ynnu hjá. Auk þess ætti
að breyta hlutafélagalöggjöfinni
svo að þair, sem lengi hafa
starfað hjá fyrirtækinu, fái
sömu aðstöðu og hluthafar, þ.e
a.s. að framkvæmdastjórnin
hafi sams konar lagalegan rétt
gagnvart báðum aðilum. Bank-*’
lagði mikla áherzlu á, að réttur
verkamanna og annarra laun-
þega til að eiga þátt í eftirliti
og arði fyrirtækisins færi aðeins
eftir stöðu hans sem starfs-
manns, en væri óháð þvf, hvort
hann væri auk þess hluthafi.
Róttæk stefna
Hópur fundarmanna bar fram
tillögu um viðbót við fundar-
samþykktina. þess efnis, að
verkamenn og aðrir starfsmenn
hefðu rétt til beinna kosninga
í stjórn félagsir>3. Um tillögu
þessa urðu mjög heitar umræð-
ur, og vöruðu formælendur
hægri arms flokksins mjög við
henni — utan úr fundarsal
heyrðist m.a. hrópað „rauð
bylting“ — en hún var samt
samþykkt með yfirgnæfandi
meiri hluta.
Þar með er frjálslyndi flokk-
urinn orðinn formælandi stefnu,
sem er róttækari hvað viðvíkur
hlutfalli milli vinnuafls og fjár-
magns en nokkuð, sem verka-
mannaflokkurinn hefur boðað
— burtséð frá hinum venjulegu
kröfum hans um þjóðnýtingu.
Þessi stefna getur átt eftir að
kosta frjálslynda flokkinn at-
kvæði margra gamalla fylgis-
manna, en heimspekin að baki
henni hlýtur að vera sú, að
hún fái miklu fleiri fylgismenn
úr hinum sívaxandi hópi skrif-
stofu- óg verzlunarfólks og
meðal fagmanna.
Þetta er draumurinn um mið-
stéttarflokk, með aðgang að
þeim hlutum stóru flokkanna
tveggja, sem næstir eru miðju.
Margir af fulltrúunum á
flokksfundinum f Llandudno var
u.igt fólk, sem oft hafði smá-
börn með sér. Skiptust þá for-
eldrarnir á að gæta barnanna
á ströndinni, svo að annar hvor
aðilinn gæti tekið þátt í ráð-
stefnunni. Hver hefði trúað, að
Englendingar gætu jíka verið
svona?
Einn af meðlimum flokks-
stjórnarinnar, Barbara Joyce,
sem sjálf er ung móðir, álftur
þessa verkaskiptingu alveg ó-
hæfa. Hún hefur beitt sér fyrir,
að f framtíðinni sjái ráðstefnan
um barnagæzlu.
Hún fær áreiðanlega vilja sín-
um framgengt, úr því að Bretar
hafa á svo margan hátt reynzt
öðru vfsi en þeir hafa fengið
orð fyrir að vera.
Ánægjulegt er að sá flokkur
sem trúir á sjálfan sig og fram-
tíð sína skuli ekki aðeins vilja
endurbæta þjóðfélagið, heldur
einnig vernda hina litils meg-
andi í þjóðfélaginu.
Jöklar styttast víðar
en hér á landi
Það er á allra vitorði, að jöklar
hafa stytzt verulega hér á landi
sfðustu árin, sumir mjög mikið.
En þetta gerist víðar en hér á
landi, þvf að fregnir frá Nýja Sjá-
landi herma, að frægasti jökull
landsins, Franz Jósefs-jökullinn,
sem er í Alpafjöllum Ný-Sjálend-
inga, hafi minnkað svo á árinu
1960—61, að hann sé nú hvorki
meira né minna en 100 metrum
styttri en áður. Jökull þessi hefur
raunar verið að styttast árum sam-
an,,þvf að síðan 1951 hefur hann
„hopað“ hvorki meira né minna en
1150 metra eða meira en kílómetra.
Franz Jósef og næsti jökull, sem
heitir Fox-jökull, og er einnig mjög
frægur og eftirsóttur af fjallagörp-
um, eiga engan sinn líka, að þeir
ganga niður að hálfgerðum hita-
beltisskógum, sem eru við rætur
þeirra. Jöklafræðingar segja, að
minni úrkoma á undanförnum ár-
um hafi orsakað þessa rýrnun jökl-
anna, og þurfi mikla úrkorou um
nokkurt árabil, til þess að þeir nái
sér á strik aftqr. (UNESCO).