Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 03.10.1962, Blaðsíða 16
HHH >■ >■ ■ ÍBT Ot FMOE ISUKtS IUICK FKOZEN <H*m***mft. *••**•»•* POUL HAUSEN. TÓRSHAVN Presturinn á Borg í bílslysi Presturinn á Borg á Mýrum, sr. Leó Júlíusson, slasaðist alvarlega í bifreiðarslysi er varð á mótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar kl. 19 í gær. Var hann einn í bif- reið sinni, M-185, sem er Volks- wagen. Tveir menn voru í hinum bílnum, X 455, sem er jeppabifreið. Sr. Leó var sá eini sem slasaðist. Var hann þegar fluttur á slysa- varðstofuna og síðan á Landspítal- ann. Ekki hefur verið unnt að yfir- heyra hann enn þá. Ökumaður jeppans hefur verið yfirheyrður af lögreglunni. Hann kvaðst hafa ekið á 40—50 km hraða. Sá hann Volkswagen bílinn er hann kom inn á gatnamótin. Hann kveðst þegar hafa hemlað og reynt að beygja aftur fyrir hinn bílinn, en það mistókst. Skall fram- endi jeppans á hægri hlið Volks- wagenbifreiðarinnar, en við það snerist jeppinn á veginum, og vissi framendi hans í þá átt, sem hann kom úr. Volkswagenbifreiðin kast- aðist til við áreksturinn, en fór síð- an skáhallt út af gatnamótunum og stöðvaðist í hárri girðingu, sem er steinsnar frá veginum, og braut hana. Framh. á bls. 5. öskjurnar, sem Færeyingar kaupa, eru úr brúnum pappír, ætlaðar undir frysta síld. Eru þær merktar fyrirtækinu og með vörumerki þess, sem er Lundi. Færeyingar kaupa fisk- umbúðir hér á iandi I morgun voru íslendingar að hefja nýjan útflutning, þó að í smáum stíl væri. — Kassagerð Reykjavíkur var að selja 10 þús- und fiskumbúðakassa til Færeyja. Kaupandinn er eitt stærsta út- gerðarfyrirtæki Færeyja Poul Han- í fyrra kom sonur eiganda þessa fyrirtækis hingað til lands og var þá að huga að togarakaupum, áem síðan varð þó ekki úr. En í ferð- inni komst-hann í kynni við fram- leiðslu Kassagerðarinnar á fiskum- búðum og leizt vel á framleiðsluna og verð hennar. Menntáskeiinn á Akur- eyri settur í gær Frá fréttaritara Vísis Akureyri í morgun. Menntaskólinn á Akureyri var settur á Sal kl. 13.30 í gær af Þór- ami Björnssyni skólameistara. Hgnn sagði í setningarræðu sinni að nemendur skólans yrðu 440 til 450. Væru þeir komnir úr öllum sýslum landsins. Bekkjardeildir verða 17. Nú er i fyrsta sinn fækk- að í miðskóladeildinni, þannig að fyrsti bekkur hennar fellur niður. En ætlunin er að leggja þessa deiid alveg niður. Vöxtur skólans hefur verið svo mikill, að hann rúmar ekki lengur nema menntaskóla- bekkina. Héimavist skólans verður fullskipuð. TÆeir nýir kennarar bættust í kennaraliðið, Friðrik Sigfússon, sem mun kenna ensku og Heigi Jónsson, sem kennir stærðfræði. Báðir eru þeir stúdentar frá Menntaskólanum fyrir fáeinum ár- Frumsýnd næstu viku Frumsýning á „79 af stöðinni“ verður væntanlega í lok næstu viku. Ekki er búið að ákveða end- anlega hvenær hún verður, en vonir standa til að hún geti orðið á föstudaginn. Vinnu við filmuna er nú lokið og verið að kopiera hana. Verður frumsýningin samtímis I Háskóla- bíó og Austurbæjarbíó og verður myndin sýnd samtímis I þessum tveim húsum. Aðalfrumsýningin verður haldin í Háskólabíó. Ekki er von á Erik Balling til að vera viðstaddur frumsýninguna, þar sem hann er byrjaður á annarri kvikmynd og á ekki heimangengt. Ekki hefur verið ákveðið hversu mikil hátíðahöld verða í sambandi við frumsýninguna, en einhver dagamunur verður þó frá venju- legri sýningu. Fyrsta flugið Reykvíkingar veittu því athygli í gær að nýja landhelgisflugvélin Sif hóf sig til flugs og má segja að það væri sögulegt flug þvl að hún var að fara 4 fyrstu eftirlits- ferð sína. Flugvélin, flaug lágt Áustur með landi, austur yfir Hornáfjörð, flugstjóri I þessari ferð var Bragi Norðdahl. Flugvélin varð ekki vör neinna landhelgis- brjóta. Skyggni var heldur slæmt. Landhelgisflugvélin Sif hefir áð ur farið í stutt reynsluflug, en þetta var fyrsta eftirlitsferð henn- ar sem fyrr segir. Blaðamönnum mun verða boðið að fljúga með henni , eftirlitsferð innan skamms, eða strax og léttir verulega til í lofti. Sýningarefnið á sýningu ís- lands í Lagos í Nigeriu er fyrir nokkru farið utan. Verður sýningin hluti í stórri vörusýningu sem opn- uð verður þar um 20. október. ís- lenzka deildin verður 50 fermetrar á stærð og verður bæði vörusýning og landkynningarsýning. Þar verð- ur lögð megináherzla á að kynna ísland sem ungt ríki með rótgróna menningu. Gunnar Friðriksson formaður vörusýningarnefndar skýrði Vísi frá þessu í morgun. Hann sagði m. a. að lögð væri áherzla á að kynna menntamál íslands og verður líkan af íslenzkum skóla haft þar til sýnis. Þá verður sagt frá Háskóla íslands og greint frá menntamálum með litskuggamyndum o .fl. Þá verða á sýningunni líkön af íslenzkum fiskiskipum, en sýning- in verður sölusýning fyrir íslenzka pramhald ,á bls. 5. Volkswagen-bifreið prestsins eftir áreksturinn í gær. Hm ný]a flugvél landhelgisgæzlunar TF—SIF 8 K I L 0 S > ■: : Plílli It UBklM HKKT 1 TÍMIHI'MIM ».*t**#» 1 ——--------------------;.....................■.■:."■: VISIR Miðvikudagur 3. október 1962. Settur læknir Hinn 24. september 1962 var Ragnar Ásgeirsson héraðslæknir á ísafirði settur til að gegna Súða- víkurhéraði ásamt sínu eigin hér- aði frá 1. sept. unz öðruvísi verð- ur ákveðið. Sýningarmimir sendir til Lagos i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.