Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 4
4 V I S I R . Fimmtudagur 4. oktöber I96Z. Fólk les ekki klöðin vandlega Hér hefur dvalizt í sum ar írskur prófessor við kennaraskóla í Dublin, Gearoid MacEoin að nafni. Hann er giftur ís- lenzkri konu, Guðrúnu, dóttur Hallgríms Jónas- sonar heildsala, og eiga þau hjón þrjú börn. Mac Eoin er kennari í írsku við annan af kennaraskól um Dublin, þann sem í eru karlmenn. Blaðið hafði ta) af MacEoin og spurðum við hann fyrst hvenær hann hafi byrjað að læra íslenzku, en hana talar hann með ágætum. — Ég byrjaði að læra hana fyrir sex árum, en þá fékk ég styrk frá íslenzka ríkinu. Ári síðar kvæntist ég konu minni og tölum við alltaf ís- lenzku á heimilinu. Börnin tala íslenzku sem móðurmál, en á göt- unni læra þau svo ensku. Allir læra írsku — Irska er lítið töluð í Dubi- in. í>að er aðallega á vestur- ströndinni sem hún er töluð. Mestur hluti þjóðarinnar talar ensku, en flestir skilja írsku, þar sem allir læra hana í skólanum. — Er mikill áhugi á að halda írskunni við? — Enginn á Irlandi vill að tung an deyi út, en það kostar vinnu að læra erfitt tungumál, sem maður ekki lærir f æsku. Það erf- iðasta er, að byrja að tala annað tungumál við fólk, sem menn þekkja. Enginn vill verða fyrstur til að fara inn f búð og biðja um eitthvað á frsku, sem hann hefur alltaf fram að þessu gert á ensku. — Hvenær lærðuð j>ér írsku? — Þegar ég byrjaði í skóla, fjögurra ára gamall, fór öll kennsla strax fram á írsku. Alla mína skólatíð, allt í gegnum há- skólann, var mér kennt á írsku. Mér er því alveg sama hvort ég tala ensku eða írsku. Það er þð ekki nema í fáum skólum, sem öll kennsla fer fram á írsku, þó að alltaf sé það einhver hluti hennar. írskan er þó allsstaðar kennd. — Er írska erfitt tungumál? — Hún er erfið á svipaðan hátt og íslenzkan. Beygingarnar eru ekki það erfiðasta, þvi að þær er hægt að læra í bókum. Erfiðleikinn liggur í þvf að bæði málin byggja mjög mikið á orða- tiltækjum. Til dæmis er sagt á íslenzku „að koma fyrir“ og á írsku „að falla út“, þar sem not- að er eitt orð í öðrum tungumál- um, svo sem á ensku „happen“ og á þýzku „geschehen". Skyldleiki greinilegur — Hvaða skoðun hafið þér á skyldleiká íslendinga og Ira? — Ég verð hans var f mörgu. Hvergi er hann þó greinilegri en þegar maður kemur á fslenzkan sveitabæ. Það er alveg eins og að koma á sveitabæ á írlandi. Ég á mjög gott með að trúa sög- unum um alla þá íra sem hér hafa átt að vera til forna. — Er mikill skyldleiki með fornbókmenntum okkar og bók- menntum ykkar frá sama tíma? — Það er margt líkt með þeim. íslendingasögurnar eru þó nær því að vera það sem kallað er skáldsaga nú á dögum. Á Ir- landi voru skrifuð niður aðalat- riði sögunnar. Það er sennilega vegna þess að sögurnar voru frekar ætlaðar til að segja þær en til lesturs. Sögumaðurinn Rætt við írskan préfessor um bókmenntir, bílaverð, knattspyrnu og \ prófessoralaun hefur þó bætt inn í og skreytt þær. Þær eru þvf eins konar uppkast, en í íslenzku sögúnum er allt skrifað af mikilli há- kvæmni. — Skyldleikinn með ljóðunum er meira áberandi. Bragarhættir eru mjög svipaðir og á írlandi voru notaðir stuðlar og höfuð- stafir og sams konar talning at- kvæða og tíðkaðist á íslandi. Knattspyrnan kynnir landið — Vita írar yfirleitt mikið um Island? J ••••••• — Yfirleitt vita þeir lítið. Allur almenningur veit að höf- uðborgin heitir eitthvað sem þeir ekki geta borið fram og i mynda sér landið miklu kaldara og verra en það er. Flestir vitc líka að hér eru eldfjöll og jöklar. — Þetta fer þó batnandi. Knattspyrnukeppnir hafa til dæm is gert mikið til að vekja áhuga á landinu. Ég var nýlega á rakarastofu og þar var fólk að ræða um ísland, sem áreiðanlega hafði ekkert vitað um landið, áður en knattspyrnukeppnir hóf- ust milli landanna, fyrir 4—5 árum. — Annað slagið birtast svo greinar í blöðunum eftir menn sem hafa verið hér á ferð. Ég held ekki að þær hafi mikil áhrif, því að fólk les ekki blöð svo vandlega. Meðal háskólamanna er aftur á móti mikill áhugi á Islandi, vegna sögulegra tpngsla. Alltaf að kvarta yfir launum — Eru kjör kennara góð á írlandi? — Þau verða að teljast sæmi- leg. Við erum alltaf að kvarta yfir hvað við höfum lág laun, en raunverulega eru það aðeins 'þeir sem eru nýbyrjaðir, sem eru illa launaðir. Launin hækka mjög fljótlega. Ég býst við að prófessorar hjá okkur hafi að minnsta kosti helmingi hærri laun er hér. — Hvernig er verðlagið? — Það er ekki ósvipað og hér. Nauðsynjavörur eru margar held ur dýrari á írlandi en hér. Allar aðrar vörur eru aftur á móti miklu 'dýrari hér. Bílar eru til dæmis meira en helmingi ódýrari á írlandi, en benzín nærri helm- ingi dýrara. Friðsamleg sambúð við Breta — Vilja ekki írar fá yfirráð yfir Norður-írlandi? — Það er ekki langt síðan að IDA hreyfingin tilkynnti að hún hefði hætt starfsemi sinni. Þetta var neðanjarðarhreyfing, sem í voru aðallega ungir menn, sem héldu að þeir gætu rekið Breta burt með skemmdarverkastarf- semi. Þeir viðurkenndu að þeir gætu það ekki, enda höfðu flest- ir leiðtogar þeirra verið hand- teknir. — Flestir höfðu samúð með málstað þeirra, en fáir voru til í að veita þeim mikla aðstoð. Stefna þjóðarinnar er að fá yfir- ráð yfir þessu Iandi á löglegan og friðsamlegan hátt. Það er í alla staði- óeðlilegt að írar ráði ekki yfir þessu svæði, auk þess sem það er til mikilla óþæginda fyrir alla. Ég á til daemis bróður sem býr fyrir norðan. Það er tvc^gja tíma keyrsla til hans, en ég verð að fara tvisvar t gegnum tollskoðun í ferðinni. Gearoid MacEoin: Sameining getur dregizt lengi. — Það sem mest er leitað að er smjör og aðrar matvörur. Auk þess eru ýmsir hlutir ódýrir fyr- ir norðan, svo sem varahlutir og bíldekk. Það er strax tekið eftir því ef maður er með betri dekk á leiðinni til baka. Þetta er versta tollskoðun sem ég hef farið í gegnum. — Teljið þér líklegt að þessi svæði sameinist á næstunni? — Ekki getur það talizt líklegt í bráð. Það sem helzt gæti haft áhrif á þetta, er það ef bæði Eng- land og Irland ganga í Efnahags- bandalagið. Þá hverfur mismun- urinn á tollum og tollgæzlan með. Núna er næstum ómögu- legt fyrir mann að sunnan að fá vinnu fyrir norðan, en það myndi einnig breytast. Samskipti myndu aukast mjög og ekki yrði annað eftir en formlegur aðskiln- aður. Formleg sameining getur dregizt lengí enn, en ég er þess fullviss að fyrr eða seinná mun hún ske. — Hvað \>iljið þér segja um samskipti Írlaríds og Islánds? — Þau gætu verið miklu meiri. Það er mikil framsýni hjá ís- lenzkum stjórnarvöldum iað veita erlendum námsmönnum styrki, eins og gert hefur verið undan- farin ár. Allir þeir sem hljóta þá eru ævilangt vinir Islands. Þetta er mjög góð byrjun og væri æski legt að við tækjum þetta upp líka. Svona starfsemi þarf að efla sem mest. — Það er slæmt að eins mikil og samskipti milli landanna voru í fornöld, skuli þau vera svo lítil núna. fíotinn stækkar Nokkuð hefur verið rætt um það að undanförnu að ýmis skipa- félög hérlend hygðust nú færa út kvíarnar með auknum skipakosti. Vísir hefur hringt í skipafélögin og reynt að kynna sér hið sanna í þessu máli. Kom í ljós að búið er að ákveða smíði á þrem skip- um, einu olíuflutningaskipi og tveimur undir vöruflutninga. Hafskip fékk í vor nýtt skip, Rangá, og hefur nú í hyggju að láta smíða annað sams konar skip. Hefur félagið fengið leyfi fyrir smíði þess í Vestur-Þýzkalandi, í Elmshorn skipasmíðastöðinni. Mun það verða af sömu stærð og Rangá. Ef úr verður, er áætlað að skipið verði komið hingað á miðju næsta ári. Verða þá þrjú skip í eigu Haf- skips h.f. Skipadeild SÍS fær í lok þessa mánaðar nýtt stórt olíuflutninga- skip. Mun það heita Stapafell og verður heimahöfn þess Keflavík. Það hefur verið smíðað í Þýzka- landi og er 1100 tonn. Stapafell verður S olíuflutning- um innanlands, hér á ströndinni. Einnig verður það útbúið fyrir lýs- isflutninga. Áhöfnin verður vænt- anlega 16 njenn. Þá hefur vérið ákveðið að smíða nýtt vöruflutningaskip, af sömu stærð og Hvassafellið og verður það í vöruflutningum milli landa. Þetta skip verður væntanlega til- búið á árinu 1964. Blaðið hafði einnig tal af Eim- skip og Jöklum, en hjá hvorugu þessara fyrirtækja hefur verið ákveðið með skipak..up eða skipa- smíði. Hins vegar segja forstjór- ar fyrirtækjanna að þar sé vel fylgzt með þróun mála og augun höfð opin fyrir öllum möguleik-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.