Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 5
VfSIR . Fimmtudagur 4. október 1962. 5 Sfeypfur — Framh. af 16. síðu: Það er kaflinn úr Svínahrauni og austur á Selvogsveg, rétt norð- an við Vindheima. Ekki er þó að fullu lokið undirbúningu vegarins en gert er ráð fyrir að hann verði farinn í vetur f snjóum og sparast þá árlega hálf til ein milljón króna, sem varið hefir verið til snjó- moksturs á Hellisheiði á undan- förnum árum. Hellisheiðarvegurinn liggur 100 metrum hærra yfir sjávarmál en Þrengslavegurinn og það er 31 kílómetra styttra að aka Þrengslaveginn en Krýsuvíkur- leiðina austur að Selfossi. Með þessum nýja vetrarvegi á að tryggja mjólkurflutninga af Suður- landsundirlendinu til Reykjavíkur eins og framast er unnt auk þess sem stórfé sparast í snjókomstri og viðhaldi ökutækja. Þótt hug- myndin um Austurveg sé orðin 40 ára gömul var í rauninni ekki byrj- að á lagningu hans fyrr en fyrir 6 árum. Unnið hefir verið fyrir 12 milljónir fram að þessu, þar af 6 milljónir, eða helming heildarfram- lagsins, tvö seinustu árin, 2 mill- jónir í fyrra og 4 í ár. Með sér- stöku leyfi fjármálaráðherra, eða fjármálaráðuneytisins, var í ágúst- mánuði sl. ákveðið að vinna fyrir 2 milljónir , af væntanlegu fram- Iagi næsta árs til þess að unnt yrði að taka veginn í notkun fyrir vetr- arumferð á vetri komanda, en að öðrum kosti hefði orðið að bíða I eitt ár í viðbót. Með þeim áfanga, sem nú er tekinn í notkun, styttist leiðin til Þorlákshafnar um 13 kílómetra. í Þorlákshöfn er nú sem kunnugt er unnið að hafnarframkvæmdum fyrir 45 milljónir króna, sem ljúka á á 30 mánuðum og gefur auga leið að sá staður á mikla framtíð fyrir sér. Bílar frá Þorlákshöfn eru þeg- aV famir að aka Þrengslaveginn til Reykjavíkur. Hugmyndin er að halda Austur- vegi áfram að Selfossvegi austur fyrir Ölfusmýrar beinustu, færustu Ieið austur, að Selfossi og steypa þennan veg milli Reykjavíkur og Selfoss á næstu árum. Þessi leið verður aðeins 3 og y2 kílómetra lengri en leiðin austur að Selfossi um Hellisheiði. Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra sagði í gær í kaffiboði, sem vegamála- stjóri hafði í tilefni af opnun Aust- urvegar til vetrarumferðar, að veg- urinn frá Reykjavlk um Þrengslin austur að Selfossi yrði steyptur á næstu árum og notaðar til þess þær stórvirku vegasteypuvélar, sem nú eru í notkun við Keflavíkur veginn. Ráðherrann taldi að fram- vegis yrðu steyptir árlega einhverj ir þjóðvegakaflar. Hann sagði að s' .'virki hefðu verið unnin í sam- göngumálum á undanfömum árum og að þjóðin og ráðamenn hennar myndu sammála um að enn þyrfti að gera betur og auka framlög til þeirra mála og framkvæmdir. Fyr- ir næsta þing mun verða Iagt frum- varp milliþinganefndar í samgöngu málum með ýmsum nýmælum er ráðherrann taldi að brjóta rnyndu blað í samgöngumálum þjóðarinn- ar ef að lögum yrðu. Borgarstjór- inn í Reykjavík, Geir Hallgríms- son, lýsti yfir ánægju sinni fyrir hönd Reykvíkinga með opnun Austurvegar er hann taldi að myndi tryggja mjólkurflutninga ti’ bæjarins og stuðla í framtíðinni að enn nánari samskiptum fólks- ins í sveitunum austanfjalls og í þéttbýlinu við Faxaflóa. Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri rakti sögu Austurvegar og Iýsti framkvæmdum. Hann sagði að steypa ætti 10 metra breiðan veg og er undirbygging vegarins við það miðuð. Akbrautin sjálf verður 7 metra breið og eins og hálfs metra breiðar stéttir beggja /vegna. í . ninni mun Þrengsla- vegur liggja hæst yfir sjávarmáli Sinfónían byrjar Skemmta í LÍDÓ Nýir skemmtikraftar eru nú komnir til landsins til að skemmta gesturn £ Lido, og koma þeir fyrst fram í kvöld. Hér er um að ræða írskan töframann, Michael Allport að nafni, sem sýnir mönnum fjölmörg töfrabrögð, og hefir meðal annars dúfur sér til aðstoðar, og eru þær svo vel þjálfaðar, að Iygilegt má heita. Með Allport skemmtir ung feg- urðardís, sem Jennifer heitir, og hafa þau skemmt saman víða um Evrópu undanfarið. í sumar voru þau til dæmis um sjö vikna skeið í Kaupmannahöfn, þar sem þau skemmtu við mikla hrifningu í Tivoli, en auk þess hafa þau verið ráðin til að skemmta á tveim stærstu farþegaskipum heims, „dröttningum“ Breta, Mary og Elizabeth, til að hafa ofan af fyrir farþegum á Ieiðinni austur og vestur um haf. — Eins og fyrr segir koma þau fram í Lido í kvöld í fyrsta skipti og dveljast hér um tveggja eða þriggja vikna skeið. f Svínahrauni, eða í Þrengslunum þar sem það hraun endar. Eftir það hallar aflíðandi austur af og má af því marka að Hellisheiðar- vegurinn liggur miklu hærra. Frá afleggjaranum upp að Skíðaskál- anum og suður fyrir Þrengslin liggur nýi vegurinn á brunahrauni, sem hægt var að undirbyggja að mestu með jarðýtum, en þaðan niður á Selvogsveg hjá Vindheim- um liggur vegurinn á gömlu hellu- hrauni, sem víða er nokkuð mosa- vaxið, og hefur orðið að flytja allt uppfyllingarefni í þann veg á bíl- um. Það hefur verið feikimikið verk þar eð þetta er 14 y2 kíló- metra leið. DasfSið Eigendkiskipfs — Framhald af bls. 1. hefur hann keypt tvo 60 tohna vélbáta úr Keflavík, M.b. Svan og M.b. Blátind. Magnús hefur sem kunnugt er selt fisk- afurðir til Ross-hringsins í Bretlandi. Hitt frystihúsið hafa þrír menn í Njarðvíkum keypt af hinum kunna útgerðarmanni Karvel Ögmundssyni. Það eru þeir Ólafur Egilsson, Jósafat Arngrímsson og Ingvar Jóhanns son. Tóku þeri við fyrirtækinu í gær og kalla það Eyland h.f. en það er örnefni í Njarðvíkur- höfn. Þeir eru að hefja mikinn og víðtækan fiskiðnað. Samtímis hafa þeir keypt ísfélag Kefla- víkur h.f. og auglýsa nú eftir tilboðum í að smíða stóra síld- árverksmiCju í Njarðvíkum Þeir munu selja framleiðslu ■ sína á frjálsum markaði. Framhald at bls 1 skýra afstöðu sír.a varöandi þá ráð stöfun að neita LIV aðild að þess- um heildarsamtökum launþega. — Verður vissulega fróðlegt að heyra röksemdir þeirra. Ef úrskurður Félagsdóms verð- ur á þá Ieið að LÍV sé heimilt að sitja Alþýðusambandsþingið sem fullgildur meðlimur er máfið úr sögunni. en ef hann verður gagn- stæður, er enn hægt að áfrýja til Hæstaréttar. Sinfóníuhljómsveit íslands er að byrja vetrarstarf sitt. Fyrsti kon- sertinn, af sextán, verður 11. öktó- ber n.k. Efnisskrá hljómsveitarinn- ar verður nijög fjölbreytt og meðal einleikara og einsöngvara eru nokkrir heimsfrægir listamenn. — Stjórnandi hljómsveitarinnar verð- ur Bandaríkjamaðurinn William Strickland, en einnig stjórna nokkr ir gestir hljómsveitarinnar. Miða- sala Sinfóníuhljómsveitarinnar stendur yfir þes*i dagana á skri- stofu Ríkisútvarpsins. Strickland hljómsveitarstjóri hef- ur verið að æfa hljómsveitina fyrir fyrsta konsertinn undanfarna daga. Hann lætur vel yfir henni. Við- fangsefnin verða píanókonsert eft- ir Dovrak, einleikari Rögnvaldur Sigurjónsson, sjöunda sinfónía Beethovens og forleikur eftir Web- er. Gert er ráð fyrir að hljómleikar verði að jafnaði á hálfs mánaðar fresti. Það eykur auðvitað á áhuga manna fyrir hljómsveitinni að hún hefur tryggt sér marga snjalla ein- leikara, bæði innlenda og erlenda. í hópi hinna erlendu eru heims- frægir listamenn, fiðluleikarinn Wolfgang Schneiderman, söngkon- an Irmgard Seefried, söngvarinn Kim Borg, pianóieikararnir Paul Badura-Skoda og Victor Schiöler, o. fl. Innlendir einleikarar verða auk Rögnvaldar Sigurjónssonar, Gísli Magnússon, Björn Ólafsson og Einar Vigfússon. Einsöngvarar verða Kristinn Hallsson, Sigurður Björnsson, Hanna Bjarnadóttir og Álfheiður Guðmundsdóttir. Læknislaust í 2 eða 3 héruðum Það eru tólf eða þrettán læknis- héruð úti um land, sem óskipað er í, en Iæknar eru þó í þeim öllum nema tveim eða þrem. Þessar upplýsingar gaf Sigurður Sigurðsson landlæknir Vísi í gær, er blaðið innti hann eftir, hvernig ástandið væri í læknamálum dreif- býlisins. Þeir, sem starfa £ læknis- héruðum þeim, er að ofan greinir, eru .yfirleitt ungir læknar, sem eru að vinna af sér héraðsskylduna, sem er hálft ár, en sumir ætla að vera lengur, þar sem þeir eru komnir. Fyrir síðasta þing voru lagðar tillögur, sem landlæknir hafði samið, til þess að auðvelda að fá lækna til að starfa á ýmsum stöð- um úti á landi. í tillögum þessum var meðal annars gert ráð fyrir, að læknum £ ýmsum héruðum yrði greidd staðaruppbót á Iaun sín, svo að eftirsóknarverðara þætti að starfa f dreifbýlinu. Örlög þessara tillagna voru þau, að Alþingi felldi þær, og var þvi ekki bætt aðstaða landlæknis til að útvega menn ti] starfa í héruðum. Ekki er að vita, hvort þetta mál kemur aftur fyrir þingið f vetur, en Alþingi verður sett f næstu viku, svo sem kunn- ugt er. Niðurföfnun Framh. af 16. síðu: væri sárasjaldgæft að finna þýzk tundurdufl hér við land. Hann taldi að þetta myndi vera þriðja eða fjórða duflið. Langflest þeirra dufla, sem hér væru á reki, væru ensk og kvaðst hann hafa gert tugi dufla óvirk um borð í togur- unum á undanförnum árum. Eins og mörgum er í fersku minni fékk togarinn Fylkir dufl í vörpuna fyr- ir nokkrum árum. Það sprakk undir skipinu og Fylkir sökk en skipshöfnin bjargaðist naumlega í vondu veðri í öðrum skipsbátnum. Síðan þessi atburður skeði munu íslenzkir togaraskipstjórar hafa gert sér að reglu að sigla inn með j dufl, sem þeir fá í vörpurnar, og I láta sérfróða menn athuga þau j og gera óvirk ef með þarf. Áður i munu margir skipstjórar hafa Ios- i að sig við duflin á hafi úti, talið I þau vera óvirk. Framhald at bls. 1. grein þeirra segir m.a.: „Á aðra aðila (en einstaklinga) skal lagt í því sveitarfélagi, þar sem að- alstarfsemi fer fram.“ Þegar niðurjöfnunarnefndin á Akur- eyri hóf niðurjöfnun sína eftir þessum nýju lögum skildi hún ákvæðið svo, hvað iðnaðar- rekstur SÍS á Akureyri snerti, að aðalreksturinn væri á Akur- eyri, þótt yfirstjórnin sæti í Reykjavík. Niðurjöfnunarnefnd- in í Reykjavík, sem lagði á nokkru síðar, taldi hjns vegar að „aðalstarfsemi" fyrirtekj- anna væri í Reykjavík, þar sem höfuðstöðvarnar eru staðsettar. Hér er um að ræða tekjuútsvar, sem nemur 580 þúsundum króna, svo að bæði bæjarfélögin láta sig það miklu varða í hvorn kassann upphæðin kemur. Ekki kemur til greina annað en að upphæðin verði greidd á einum stað og hefur SÍS kært máiið til yfirskattanefnrtar. Vísir ræddi í morgun við Guttorm Erlendsson formann niðurjöfnunarnefndar Reykja- víkur, Magnús Guðjónsson, bæjarstjóra á Akureyri og for- mann niðurjöfnunarnefndarinn- ar þar og Hall Sigurbjörnsson skattstjóra á Akureyri. Hallur taldi í viðtali sínu við Visi, að það væri ekki með öllu rétt að Akureyringar væru viss- ir um að tapa upphæðinni. En hánn bætti því við að þeir hefðu aðeins veika von u m að halda henni. — Upphaflega hefði verið lagt á fyrirtæki SÍS sanikvæmt þeim skilningi á 30. gr. útsvarslaganna, að aðalstarf- semi fyrirtækja væri þar sem hún væri umfangsmest, en ekki þar sem skrifstofustjórnin væri. Þess vegna hefði Akureyri ekki Iagt tekjuútsvar á viðskipti úti- búa KEA á Dalvík, Grímsey, Hrísey og Grenivík. Ef skiln- ingur hans væri rangur yrði því væntanlega að efna til auka niðurjöfnunar á þessi fyrirteki. Hann taldi Akureyri fara illa út úr nýju útsvarslögunum, ef skilningur niðurjöfnunarnefnd- arinnar í Reykjavík væri réttur, og mundi það ekki fást bætt upp í öðrum liðum. Guttormur Erlendsson for- maður niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur, sagði að nefnd sín hefði lagt á fyrirtæki SÍS á Akureyri í samræmi við 30. gr. Iaga 69/1962 b. lið, en þar er sagt að leggja beri á fyrirtæki, þar sem aðalstarfsemin fer fram. Taldi hann auk þess að Reykjavík tapaði svo miklu með tilkomti landsútvara, að álagn- ing í samræmi við þetta ákvæði gerði ekki meira en að jafna það tap. Taldi hann sömuleiðis að Akureyri tapaði f rauninni engu, þar sem bærinn fengi að njóta landsútsvaranna. Magnús Guðjónsson bæjar- stjóri og formaður niðurjöfnun- a.-nefndarinnar á Akureyri taldi óhjákvæmilegt að hefja auka- niðurjöfnun á Akureyri, ef mál- ið, sem er fyrir yfirskattanefnd, félli Reykjavík í vil. A.m.k. yrði að leggja á viðskipti útibúa KEA, þar sem þau væru. Hann kvaðst ekki að svo stöddu geta sagt um það, hvort lagt yrði að nýju á íbúa bæjarins. Eftir væri að sjá hvað út úr niður- jöfnuninni fengist. En það er möguleiki, sagði bæjarstjórinn. Málið verður sennilega úr- skurðað í yfirskattanefnd í dag eða á morgun. En verið getur að það haldi áfram til dómstól- anna, því að nauðsynlegt getur verið að fá úr því skorið hvern- ig skilja beri hvar aðalstarf- semi fyrirtækja sé.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.