Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Flmmtudagur 4. október 1962. Cf
■
Spjallað við
Yiðar
Alfreðsson,
trompet-
leikara
S.l. föstudag hélt einn af okkar efnilegustu
hljómlistarmönnum, Við- ar Alfreðsson, til náms til
London. En Viðar Ieikur
á trompet sem kunnugt
er og hefur vakið mikla
athygli fyrir góðan leik á
það hljóðfæri. Þetta er
ekki í fyrsta skiptið, sem
Viðar leitar út fyrir land-
steinana tii náms í tromp-
etleik, því hann hefur áð-
ur dvalizt bæði í Englandi
og Þýzkalandi.
Stuttu áður en Viðar hélt utan
átti fréttamaður Vísis samtal við
hann, og fer það hér á eftir.
Byrjaði snemma að
leika á hljóðfæri.
— Byrjaðirðu snemma að
leiká 'á hljóðfæri, Viðar?
—— Já, ekki er hægt að segja
annað. Faðir minn, Alfreð Þórð-
arson lék töluvert á píanó, og
vaknaði snemma áhugi minn á
að leika á hijóðfæri og mér
verður það löngum minnisstætt,
þegar ég lék fyrst opinberlega,
ef opinberlega' skyldi kalla, það
var í bamatfmanum f útvarpinu,
þá yar ég nfu ára gamall.
— Svo hefurðu breytt um og
tekfð tormpetinn?
— Já, mig hafði alltaf langað
til þess að verða blásari, en
byrjaði þó ekki að fást við hann
fyrr en ég var orðinn 17 ára.
Frændi minn átti gamian tromp-
et og skipti ég við hann á
honum og skammbyssu og
myndavél.
—- Og þá hefurðu byrjað að
Iæra?
— Nei, ég fikraði mig bara
sjálfur áfram.
— Hvenær fórstu svo að spila
. danshljómsveit?
— Ég byrjaði í Vestmanna-
eyjum. Reyndar hafði ég spilað
á einu balli f Hveragerði áður og
náði þá aðeins þremur tónum á
trompetinn og lék þannig allt
ballið.
Gullverðlaun
í Rússlandi.
— Hvað tók svo við eftir að
þú hafðir verið í Vestmannaeyj-
um?
—- Þá kom ég hingað suður og
fór að leika f hljómsveit hjá
Stefáni Þorleifssyni. Við vorum
ekki á neinum sérstökum stað,
lékum hingað og þangað. Eftir að
ég hafði leikið með Stefáni fór
ég til Gunnars Ormslev og spll-
uðum við í Breiðfirðingabúð. En
Um haustið 1957 héldum við f
hljómleikaför til Ri^sslands. Tók-
um Við þar m. a. þáft f jazzkeppni
ásamt 15 öðrum hljómsveltum
vfða vegar að úr heiminum.
Fékk trompet í staðinn fyr-
ir byssu og myndavél
— Og hvernig gekk í keppn-
inni?
— Við urðum þar svo heppn-
ir að verða f 1. sæti og hlutum
gullverðlaun.
— Var þetta eina hljómleika-
ferðin, sem þú fórst með Gunn-
ari?
— Nei, við fórum allir þeir
sömu og fóru til Rússlands til
Svíþjóðar 1959.
Til náms í Þýzkalandi
með 20 mörk í vasanum.
Hvað tók svo við eftir Sví-
þjóðarferðina?
—• í Svíþjóð tókum við okkur
úr, ég og Bjössi bassi og héldum
til Þýzkalands með hvor tuttugu
mörkin f vasanum og vorum á-
kveðnir í því að vera ekki skem-
ur en tvö ár. Okkur hafði lengi
langað til þess að læra og „stud-
era" klassiska músik og gripum
því tækifærið fyrst við vorum á
annað borð komnir út fyrir land-
steinana og drifum okkur til
Þýzkalands.
— Hvernig gekk dvölin i
Þýzkalandi?
— Það gekk allt að óskum í
Þýzkalandi. Við tókum inntöku-
próf í músíkháskóla í Hamborg
og hófum nám, hann í bassaleik
og ég f trompetleik.
— I hverju var inntökuprófið
fólgið?
— Fyrst vorum við látnir spila
eftir eigin vali, svo var lagt fyrir
okkur sólóstykki.
— Eftir dvölina í Þýzkalandi
hefurðu komið heim?
— Já, þá kom ég heim og fór
að leika með sinfóníuhljómsveit-
inni.
— Og hvernig líkaði þér það?
— Mjög vel. í sinfóníuhljóm-
sveitinni var ég eitt ár og lék f
fyrsta sæti. Stjórnandi hennar
var þá Bohdan Woclischo.
Til London í
annað sinn.
— Svo hefurðu farið að hugsa
aftur til utanferðar?
— Já, mig langaði til þéss að
læra meira og hélt þvf f fyrra til
Lundúna og hóf þar nám hjá
mjög góðum og þekktum kenn-
ara, Bonhard Brown. Þar var einn
annar Islendingur, sem stundaði
nám hjá honum í trompetleik,
Stefán Stephensen.
— Þér hefur líkað vel kennsl-
an hjá Brown?
— Já, hjá honum lærði ég t. d.
alveg nýja öndunaraðferð og eft-
ir mánaðarnám náði ég ekki tón
úr trompetinum, svo fór það að
koma smátt og smátt.
— Lékstu ekkert með sinfóníu-
hljómsveitum í London?
— Jú, stuttu eftir áramótin lék
ég f consert með sinfóníuhljóm-
sveit og vegna nýju blástursað-
ferðarinnar urðum við að leika
tveir í sama sæti. Stuttu síðar
var okkur Stefáni boðið að leika
með áhugamanna-sinfóníuhljóm-
sveit. Var okkur mjög starsýnt
á stjórnandáhn, sem var kona og
hafði hún kött á handleggnum og
alltaf þegar heyrðist f lágfiðlun-
um vældi kötturinn, einhver lif-
andi ósköp.
Að námi loknu til
Kaupmannahafnar.
Dvaldistu lengi í London?
— Þar til 3. maí f vor, þá voru
peningarnir búnir og ég hélt til
Kaupmannahafnar og fékk þar
strax vinnu á Pallashóteli. Var
það ágætis vinna. Spilað frá kl.
átta á kvöldin til tólf nema á
laugardögum, þá klukkutfma leng
ur, einnig spilaði ég á Hótel Val-
ensia í eina viku.
— Svo komstu heim í septem-
ber.
— Já, þá var samningurinn úti
Framhald á bls. 6.
*
Sýning Braga Asgeirssonar
Sýning Braga í Snorrasal er
sérstæð, vegna þess, að þar eru
sýndar eingöngu teikningar og
grafik, á ísl.: graflist eða svart-
llst (bæði orðin klaufaskapur)
og þar fer kunnáttumaður hönd-
um um hlutina.
Bragi Ásgeirsson er sá fslenzk
ur listamaður, sem einna lengsta
skólamenntun hefur að baki,
enda sér maður langa þjálfun
og góða kunnáttu f teikningu
myndanna. Hann mun lika vera
lærðastur íslendinga í þeim fjöl
mörgu greinum grafiskrar list-
ar, sem eru á sýningunni, þ. e.
tréristur, sáldþrykk, litógrafíur,
raderingar og agvatint.
Litografíurnar eru mjög vand-
MYNDLIST^lf
lega unnar og formbyggingin á-
kveðin, stundum dálítið hörð, í
hvítu og svörtu eru þær heil-
steyptastar og beztar.
Tréristumar eru kannske eft-
irtektarverðasti hluti sýningar-
innar, þar falla bezt saman litir
og form myndanna. T. d. Angist
I — II, Nr. 9 Stúlka I og Nr. 10
Granadastúlka.
Raderingar og agvatint eru
fallega unnar, og athyglisverð-
astar í þeim flokki eru agvatint-
myndirnar t. d. Nr. 32 Stúlka og
mynd utart skrár, konur.
Það er mikill fengur að sýn-
ingu sem þessari, því almenn-
ingi gefst yfirleitt ekki kostur á
að sjá grafiskar sýningar hér,
og það heyrir til undantekninga,
að fslenzkir listamenn leggi fyr-
ir sig listgrein þessa.
Verð myndanna er mjög að-
gengilegt, þ. e. frá 500 til 1200
kr„ enda eru nú þegar seldar
20 myndir á sýningunni.
Felix.
Ein af grafik-myndum Braga Ásgiirssonar.
I