Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 16
iBBM ipi tfs/íyS/35/f’ia!8§xf•■ ■ H í'fti' I j I * Í'i i|jj»< j f * ■■ WÆm, . M^ffií^S& : -- - :, ■ , i,wTmm • .wr-*,-íir.^SfiÍ: Framfylgja verður reglum um útivist barna á Bðrn yngri en 12 árn eign nð vera komin inn kl. 8 Barna\»erndarnofnd Reykjavík- ur ákvað nýlega á fundi sfnum að beita sér fyrir því meira en gert hefur verið, að regium um útivist barna á kvöldin verði fylgt. Erj eins og kunnugt er, er það hið mesta vandamál í allri Reykjavík, hvað börn eru á ferli úti við langt fram á nótt. Er þetta vandamál margþætt, bæði þannig að börn og unglingar, sem úti eru fram á nótt, vilja leiðast út í afbrot og svo veld- ur þetta þeim foreldrum erfið- Ieikum, sem reyna að halda reglu á börnum sínum og fá þau til að sofna á réttum tíma, en rétt þegar þau eru að festa blund heyra þau í börnum úti fyrir, sem eru að hamast í elt- ingaleikjum. Barnaverndarnefnd bendir líka á það, að nú þegar skammdegið fer í hönd eykst slysahættan og afbrotum barna fjöigar. Með auknu eftirliti og strangari gæzlu á reglum um útivist er hægt að draga úr slysahættunni og fækka afbrotum. Það hlýtur að vera áhugamál allra for- eldra. í reglum-um útivist barna og unglinga er tekið fram að ung- lingum innan 16 ára aldurs sé óheimill aðgangur að alls kyns skemmtistöðum og veitingastöð um og sælgætisbúðum eftir kl. 20. Þá er börnum yngri en 12 ára bannað að vera á almannafæri eftir kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. Foreldrar barnanna skulu að viðlögðum sektum sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt. Á þessari mynd sést Magnús Guðmundsson fyrsti verkstjórinn við Austurveg( t. v.) á tali við tvo aðra vegagerðarmenn. Duflið var virkt Eins og Vísir skýrði frá í gær- morgun fékk togarinn Júpiter dufl í vörpuna út af Jökli í fyrri nótt og var því ekki veitt athygli fyrr en' það var komið inn á þilfar. Skipið sigldi með duflið til Dýrafjarðar. Þangað var þá kominn með lítilli flugvél Gunnar Gíslason skipstjóri frá Papey, sem vinnur hjá Iand- helgisgæzlunni, m. a. að því að gera tundurdufl óvirk. Þegar hann kom um borð og fór að athuga duflið reyndist það vera virkt. Nýju flugvélarnar á Keflavíkurflugvelli Skipshöfninni var boðið að fara í land á meðan Gunnar gerði duflið óvirkt, þó voru skipstjórinn og vélstjórinn um borð á meðan. Síð- an var duflinu eytt með öllu eins og venja er til. Hér var um seglumagnað þýzkt tundurdufl að.ræða, sem rekja má til tundurduflabeltis, er Þjóðverjar lögðu á stríðsárunum, og hefir það því legið 15 — 20 ár í sjó. Duflið kom í vörpuna út og suðru af Malarrifi. Gunnar Gíslason sagði í viðtali við Vísi í morgun, að það Framh. á”bls. 5. Þessi mynd er tekin fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli. Á henni sjást tvær hinna nýju flugvéla, sem tóku við vörnum landsins þann 22. september. Þær eru af gerðinni F-I02, Delta Dagger, fljúga yfir hraða hljóðsins og geta farið allt upp í 50 þúsund feta'hæð. Við hlið þeirra eru tvær F-89 Scorpion-vélar, sem áður voru uppistaðan I vömum hér á landi. Skyndi- hoppdrætfi SjáKstæðis- flokksins Skyndihappdrætti Sjálfstæð- isflokksins er í fullum gangi. Aðeins rúmlega tuttugu dagar eru þangað til dregið verður um þrjá Volkswagen-bíla, ár- gerð 1963. Hér er fengið prýðis tækifæri til að eignast vinsæla bifreið fyrir aðeins 100 krónur. Kaupið miða strax í dag. Miðar eru seldir í bílunum við Útvegs bankann í Austurstræti. VISIR Fimmtudagur 4. október 1962. Schirra 6 hringi Walter M. Schirra hefur lok- ið bezt heppnuðu og lengstu geimferð Bandaríkjamanna fram til þessa. Tókst ferðin í alla staði fullkomlega, geim- farið lenti nákvæmlega á til- skildum stað og Schirra er við óaðfinnanlega heilsu. — Hann fór sex hringi kringum jörðina á 9 tímum og 13 mín- útum, 2 mínútum skemur en áætlað hafði verið. Er hér um afrek að ræða og stóran sigur bandarískra vísindamanna. r Island - England Olympíuskákmótið hélt áfram í gær. Þá tefldu Islendingar við Englendinga og fór svo að jafn- tefli varð á öllum borðum. Fengu því íslendingar tvo vinninga gegn tveimur Englendinga. Friðrik tefldi við Penróse á fyrsta borði. Myndin sýnir austurenda Þrengslavegar, þar sem hann liggur niður á Selvogsveg. Bílarnir voru þarna í sambandi við ferð vegamálastjóra og gesta hans, er hann var að sýija veginn f gær. Steinsteyptur vegur austur að Se/fossi Ökutækjum þjóðarinnar fjölgar óðfluga, umferðin stóreykst með ári hverju og stórvirki eru einnig unn in í samgöngumálum. Nú er byrjað að steypa fyrsta og fjölmennasta þjóðveg- inn á íslandi, Keflavíkur- veginn og í gær var brot- ið blað í samgöngumálum Suðurlandsundirlendisins og byggðanna við Faxa- flóa með því að 19 kíló- metra kafli af austurvegi, eða Þrengslavegi, var tek- inn formlega í notkun til vetrarumferðar. Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.