Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 04.10.1962, Blaðsíða 7
VISIR . Fimmtudagur 4. október 1962. 7 hálfrar aldar gamall yf, Höfundur hans Edgar Rice Burroughs var gjaldþrota þegar hann skrifaði fyrstu Tarzan- söguna en varð margfaldur miiljónamæringur. Svo framarlega sem vinur okk- ar Tarzan verður ekki fyrir ein- hverju óvæntu óhappi í mynda- sögunni á bls. 15 getur hann hald ið upp á 50 ára afmæli sitt nú í þessum mánuði. Það var skemmtisagnarit i Bandaríkjunum, er kallaðist „All Story", sem birti fyrstu Tarzan- söguna í október 1912. Hún kall- aðist „Apamaðurinn Tarzan". — Síðan hefur þessi merkilega sögu- etja haldið áfram að sveifla sér milli trjátoppanna í viðarfléttum og berjast við ljón og krókódíla og vonda hvita veiðimenn í 23 skáldsögum, 30 kvikmyndum og myndasögu, sem haldið hefur á- fram í hundruðum dagblaða um allan heim í 33 ár. Af hinum 23 skáldsögum hafa nú selzt um 32 milljón eintök og hafa þær verið þýddar á 58 tungu mál og þegar Tarzan-kvikmynd- irnar voru vinsælastar meðan Johnn/ Weissmuller lék aðal- söguhetjuna flykktust 140 millj- ónir kvikmyndahúsgesta til að horfa á hverja mynd. J>ó Tarzan-kvikmyndirnar séu nú ekki eins vinsælar og áður eru Tarzan-kvikmyndir þó enn framleiddar og sóttar. Skáldsög- urnar halda áfram að seljast í 50 þúsund eintökum á ári og mynda- sagan um Tarzan, sem John Cel- ardo teiknar og dreift er af Uni- ted Press fréttastofunni heldur stöðugt sömu vinsældun„.„ og birtist í mörg hundruð blöðum í 40 löndum. Þó Tarzan sé einkennileg sögu- persóna, er hann þó lítt einkenni- legri en höfundur hans, Edgar Rice Burroughs, sem fæddist í Chicago 1. september 1875. Hann var sonur auðugra foreldra, eyddi æskuárum sínum í áhuga- Iaust nám á dýrum skólum og iðjuleysi. En þá gerðist það allt í einu á árinu 1894 að faðir hans varð gjaldþrota og dó skömmu síðar. Edgar var skilinn eftir bláfátæk ur, en hann lét það ekki á sig fá og þó hann hefði aldrjei dyfið hendi í kalt vatn fór liann að vinna fyrir sér. Fyrst i stað kom honum þó ekki til hugar að fara inn á rithöfundabrautina.: Ekkert var fjær honum en bókmennta- áhugi. Hann fékk atvinnu sem nautrekstrarmaður við sláturhús í Chicago, sem járnbrautavörður, skrifstofumaður á lögfræðiskrif- stofu, umferðasali og hraðritari o. m. fl. Flestum störfum hans lauk á eina leið, að hann var rekinn úr starfi fyrir kæruleysi. Einnig starfrækti hann eigin fyrirtæki ýmiss konar, sem flest fóru jafnóðum á hausinn, m. a. • auglýsingaskrifstofu sem varð gjaldþrota á einu ári og skóla fyr- ir unga verzlunarmenn, þar sem aðallega var kennt, hvernig menn ættu að vinna sig áfram í við- skiptaheiminum. Nú var Burroughs orðinn 37 ára og enn einu sinni staddur í sömu sporum og áður gjaldþrota og atvinnulaus. Hann var mjög hnugginn yfir þessum forlögum sínum og tók nú upp á því að skrifa stuttar skáldsogu'r til'birt- ingar í skemmtisagnablöðum, sem fjölluðu um tækni, vísindi og geimferðir með miklu hugmynda flugi. Hann skrifaði þá m. a. fram haldssögu fyrir tímaritið „AU Story“ sem fjallaði um ferð til Marz og fékk í höfundarlaun 400 dollara. Nokkrum mánuðum síðar ritaði hann aðra framhaldssögu, sem hann fékk 700 dollara fyrir. Það var einmitt sagan „Tarzan apamaður", sem Evening World í New York fékk síðan til birting- ar og náði þar miklum vinsæld- um. Þar með hóf Tarzan göngu sína. Var Burroughs nú ráðinn til að skrifa fleiri Tarzansögur, sem framhaldssögur í blöðum og tíma- ritum upp á þann samning að hann fengi greiddan dollara fyrir 10 orð. ^ Yfirleitt gildir það um rithöf- unda, að þeir þurfa að þekkja umhverfi skáldsagna sinna til hlít ar. En það gilti ekki um Burroughs. Hann kom aldrei til Afríku og hafði enga þekkingu á svörtu álfunni aðra en þá að hann hafði lesið Afríkulýsingu Stan- leys. Vanþekking hans á Afríku kemur oft fram, m. a. hafa tígris- dýr skotið upp kollinum 1 sög- um hans inni í Kongó, en flest skólabörn vita, að tígrisdýr eru aðeins í Asíu. En það varð hon- um til bjargar að flestir lesendur hans vissu enn minna um Afríku en hann sjálfur og síðan varð þró- unin sú, að þekking flestra Ameríkana á Afríku byggðist á Tarzan-sögum hans. Sálfræðingar hafa oft tekið Tarzan-sögurnar til athugunar. Hvað veldur því að fólk sækist svo mjög eftir því að lesa þess- ar bókmenntir? Þeir komast að þeirri niðurstöðu, að á bak við það liggi sama hvötin og knýr tullorðna menn til að fara £ veið>' ferðir út í skóga og út að ánum j|?jf ffoll jp 1 í.::i í j: f- ív m ij ::;;i j; : i'' f:« Iftlfl mmri f Atriði úr einni Tarzan-myndinni. Tarzan og Jane kona hans eru ekki lengi að vinna bug á blökkumönnunum. Þannig þekkja lesendur Vísis Tarzan úr myndasögunni, með stöngina sína. í hverjum dreng og hverjum karlmanni býr þessi löngun til að dveljast úti í hinni villtu náttúru oft í veiði- hug. Það leið ekki á löngu áður en Iaun Burroughs hækkuðu úr doll- ar fyrir 10 orð upp í milljóna- samninga. Kringum 1930 var hann orðinn margfaldur milljóner og peningarnir streymdu til hans úr öllum áttum þrátt fyrir kreppu og alls kyns óáran. Nú gleymdust hin fyrri mistök og varð nú eins með Burroughs og Midas konung að það var eins og allt sem hann snerti á/breyttist í gull. Hann keypti risastóra landar- eign í San Fernando-dal £ Kali- forniu skammt frá Los Angeles og kallaði búgarðinn Tarzana. Þar lifði hann sem virðulegur bú- garðseigandi en tók sér frf tvisv- ar á ári til að skrifa nýjar skáld- sögur. Um miðjan fjórða áratuginn fór Los Angeles að vap hröðum skrefum og varð landareign hans þá svo verðmæt, að hann fór að selja byggingarlóðir undir fbúðar- hús og græddi offjár á þeim söl- um. Nú hefur risið þar stór borg, sem enn ber nafnið Tarzana. Þá keypti Burroughs aðra land- areign í Encino £ Kaliforniu og bjó þar unz hann andaðist £ marz 1950, 74 ára að aldri. Þá var Burroughs og' söguhetja hans frægir um allan heim og auk borgarinnar Tarzana £ Kaliforniu liafði önnur borg £ Texas verið skfrð Tarzan. Þegar Tarzan kom fyrst fram á sviðið árið 1912 var hann þegar um það bil tvitugur ungur maður. Hann ætti þvi að vera orðinn sjöt- ugur núna, en alltaf er hann jafn unglegur. Heimkynni hans eru fyrst og fremst frumskógar Afríku, þar sem hann verndar upp eldisbræður sina Sjimpansana. Einstaka sinnum bregður hann sér þó út fyrir Afriku þó sjaldan hafi hann breytt eins mikið um umhverfi eins og i myndaségunni sem nú gengur í Vísi, en þar er hann kominn norður í héimskauts lönd með frosti og norðanbyljum. Þrískipt yfirstjórn í S.H. Nýlega voru ráðnir þrír nýir framkvæmdastjórar hjá Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna, jafnframt því sem skipað var í sérstakt fram- kvæmdaráð samtakanna. Hinir nýju framkvæmdastjórar eru Björn Halldórsson, framkvstj. sölumála, Einar G. Kvaran frkvstj. framleiðslumála og Eyjólfur fsfeld í Eyjólfsson frkvstj.. fjármála. Þeir skipa hið nýja framkvæmdaráð Sölumiðstöðvarinnar ásamt stjórn- arformanninum Elíasi Þorsteins- syni og varaformanninum, Einari Sigurðssyni. Ráðningarnar yoru ákveðnar á stjörnarfundi S.H. 27. septemher s.l. Jafnframt var þá gerð sú skipu lagsbreyting að setja upp fram- kvæmdaráðið, sem „miðar að því að styrkja enn frekar framkvæmd þeirra þýðingarmiklu mála, sem S.H. annast £ þágu hraðfrysti-iðn- aðarins," eins og komizt er að orði í fréttatilkynningu frá sam- tökunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.