Tölvumál - 01.05.1996, Side 9

Tölvumál - 01.05.1996, Side 9
Maí 1996 tilbúin að leggja til vinnu. Þau fá ekki greitt fyrir annað en útlagðan kostnað við að sækja vinnufundi. Þriðji hópurinn er síðan þeir aðilar sem hafa hagsmuni af því að taka þátt og gera það á eigin kostnað. Umhverfi Flugleiða Til að gefa nokkra hugmynd um verkefnið eins og það snýr að Flugleiðum er rétt að lýsa í stórum dráttum því umhverfi sem Flug- leiðir starfa í og varðar bókunar- og dreifikerfismál. Flugleiðir hafa rekið eigið bókunarkerfi (ALEX) frá árinu 1981. Kerfinu var haldið við í samvinnu við aðra notendur fram til ársins 1991 en þá var allri þróun hætt. Kerfið er alfarið skrif- að á Assembler forritunarmáli sem gerir viðhald og breytingar tiltölu- lega flóknar og tímafrekar. Flugleiðir tóku ákvörðun um að gerast aðili að Amadeus sem er dreifikerfi rekið af nokkrum stór- um flugfélögum í Evrópu og sinnir þörfum bæði flugfélaga og ferða- skrifstofa. Allar bókanir eru gerðar í Amadeus en áætlanagerð og birgðahald er í höndum hvers flug- félags fyrir sig. Þessu fylgdi ákvörðun um að þróa tengingu (Amadeus Access) milli bókunar- kerfis Flugleiða (ALEX) og Ama- deus samkvæmt kröfum Amadeus og nota ALEX sem birgðakerfi. Þessari þróun er að mestu lokið, þannig að viðunandi geti talist, en ALEX er takmarkandi þáttur í því að unnt sé að notfæra sér alla þá valkosti sem Amadeus bíður upp á. Tæknilegri uppsetningu á þess- ari tengingu má í grófum dráttum lýsa með meðfylgjandi mynd. Verkefnið Verkefnið sem sótt var um og vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er lýst sem eftir- farandi. Sérhvert flugfélag sem komið er upp fyrir vissa stærð rekur ákveðin grunnkerfi sem sjá um bókanir, innritun og dreifingu. Uppruni þessara kerfa er aðallega úr þrem áttum, UNISIS TPF/MVS og ALCS. Öll þessi kerfi vinna á stórtölvum og voru hönnuð fyrir meira en 20 árum. Kerfin eru að hluta til, eða að öllu leyti, skrifuð á Assembler forritunarmáli, sem gerir þau þung í viðhaldi. Vegna stöðugt aukinnar samkeppni í flugi hefur skapast þörf á því að finna leið til þess að færa hluta þessara kerfa yfir í opnara umhverfi þar sem auðveldara er að mæta nýjum kröfum settum af nýjum og breytt- um markaðsaðstæðum. Lagt var til að settur yrði á stofn notendahópur sem tæki til skoðunar kerfi sem kallast ALCS/ IPARS og notuð eru af mörgum félögum, þar á meðal Aer Lingus. Það kerfi sem Flugleiðir hafa rekið er nefnt CPARS (ALEX) og rekur það uppruna sinn í sömu átt og þessi kerfi enda þótt það sé nokkru einfaldara. Markmiðið er að skil- greina þá lausn sem best væri fallin til þess að færa þann hluta bókun- arkerfisins sem inniheldur birgða- hald á opinn „platform“ og skil- greina opin skil yfir til annarra hluta bókunarkerfisins. Niðurstaða á að vera í formi skýrslu sem lýsir þeim kröfum sem gerðar eru af notendum (Buisness Requirements) ásamt umfangi verkefnisins, þannig að það veki áhuga þeirra sem kynnu að hafa tiltæka lausn eða væru tilbúnir til að þróa hana. Lokaorð Reynsla Flugleiða af samninga- gerð við ESB er takmörkuð þar sem við höfum að mestu verið áhorfendur, en eftir því sem okkur sýnist og samkvæmt reynslu Aer Lingus, má segja að eftir að verk- efnið hefur verið skilgreint, innan þeirra marka sem kveðið er á um í því prógrammi sem vísað er til og formsatriðum hefur verið fullnægt, er framgangsmátinn skýr og báknið ekki fyrirstaða. Þaðan í frá hefur einn maður hjá ESB umsjón með verkefninu og fylgist með að rétt sé að málum staðið og þeirri áætlun sem sett var sé fylgt. Eins og fram hefur komið er verkefnið rétt farið í gang, en áætl- að er að það verði unnið á einu ári. Fyrir Flugleiðir er niðurstaðan það sem horft er til, en jafnframt er áhugavert að fylgjast með sam- skiptunum við ESB og kynnast þeim hugmyndum sem standa að baki umsóknum af þessu tagi. Gísli Guðmundsson er deildarstjóri í tölvu- deild Flugleiða hf. Tölvumál - 9

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.