Tölvumál - 01.05.1996, Síða 13
Maí 1996
skeytamiðlarar. Þar eru einnig
þjónustustöðvar sem notendur geta
hringt í allan sólahringinn.
Kerfisstjórar fylgjast með
öllum hnútum netsins. Þeir sjá
sérstaklega um aðgang notenda að
netinu. Þeir dreifa nýjum hugbún-
aði til annara hnúta netsins. Kerfis-
stjórar koma ekki nálægt þeim
skeytum sem send eru.
Skeytamiðlarar sjá um að
koma skeytum til skila á milli
pósthólfa, einnig að taka af þeim
afrit. Skeytamiðlarar eru nokkurs-
konar beinar (routers). Þeir sjá um
ýmisskonar skýrslugerð, t.d.
skýrslu sem lætur notanda vita ef
einhver skeyti sem hann sendi hafa
ekki komist til skila. Þeir geyma
einnig upplýsingar sem eru
notaðar til að rukka eftir. Talað er
um að skeytamiðlari eigi ákveðna
notendur.
Svæðisstjórar sjá um að taka
við og senda skeyti. Þeir sjá um
villuleit á innkomnum skeytum.
Þessi villuleit felst í því að athuga
vartölu skeytanna (checksums) og
hvort þau koma inn í réttri röð.
Einnig sjá þeir um að staðfesta
móttöku eða hafna móttöku á
skeytum.
Samskiptatölvurnar sjá síðan
um tengingar notenda við netið.
Tenging við netið
Til að tengjast netinu þarf að
skrá sig á það og gefa upp not-
endaheiti. Notendaheitið er ein-
kvæmt heiti sem viðkomandi banki
velur sér eftir ákveðnum reglum.
Þessi heiti eru ISO staðall sem
S WIFT hefur tekið að sér að halda
utan um. Nefnast þessi heiti BIC-
kódar eða Bank Identifier Code.
Heiti Seðlabankanns er t.d. SISL
ISRE
Tengin samanstendur af tveim
skrefum; fyrsta lagi að tengjast
viðfangastjóra (Application Con-
trol) og í öðru lagi að velja viðfang.
í dag nota allir eitt viðfang sem
heitir FIN (Financial Application).
Fyrra skrefið kallast tenging
(login) en það seinna val (select).
Þegar notandi tengist netinu
þarf hann að gefa upp 2 lykla,
slembilykil (random key) og
svarlykil (responce key) ásamt
viðeigandi raðnúmeri tengingar
(login sequence number). Slembi-
lykilinn er notaður til þess að
reikna út vartölu(checksum eða
Message Authentication Code
MAC) á tengiskeytið (login mes-
sage). Vartalan er sent með skeyt-
inu en lykillinn ekki. Þegar SWIFT
fær tengiskey tið reiknar það einnig
út vartölu en notar til þess sitt eigið
afrit af slembilyklinum. Sé vartala
sú sama og notandinn sendi þá fær
hann aðgang að netinu annars ekki.
Tengiskeytinu er svarað með stað-
festingar- eða höfnunar-skeyti.
Swift reiknar síðan vartölu svar-
skeytisins og notar til þess sitt eigið
afrit af svarlyklinum. Vartalan er
send með svarskeytinu. Notandinn
getur þá sannreynt vartöluna, eins
og áður var lýst, til að vera viss
um að hann er að tala við SWIFT.
Swift athugar hvort að
raðnúmerið sé rétt og passi miðað
við síðasta númer sem notað var.
Slembilykillinn og svarlykillinn
breytast í hvert skipti sem tengst
er SWIFT. Fyrir 2 árum voru
þessir lyklar sendir út frá SWIFT
á pappírstöflum ekki ósvipað og
pin-númer eru send út frá kredit-
kortafyrirtækjum.
Nú hafa sérstakir kortalesarar
og tölvukort (smartcard) leyst
pappírstöflumai'af hólmi. Notand-
inn setur kortið sitt í lesarann, slær
inn 6 stafa pin númer og biður
lesarann að reikna út nýja svar- og
slembilykla.
Lyklana má síðan lesa af skjá
kortalesarans og slá inn handvirkt
í tölvukerfið sem notað er til að
tengjast SWIFT, eða tölvukerfið
les sjálft lyklana úr lesaranum.
Sama aðferð er notuð við valið
(select), þ.e. raðnúmer og slembi-
og svarlyklar eru gefnir upp sér-
staklega.
Notendur tengjast SWIFT að
öllu jöfnu með leigðum símalínum.
Tölvumál - 13