Tölvumál - 01.05.1996, Qupperneq 23

Tölvumál - 01.05.1996, Qupperneq 23
Maí 1996 Öryggi neytenda á Internetinu Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ráðstefnu SÍ, Öryggi á Interneti, 16. febrúar 1996 EftirÁgúst Ómar Ágústsson Öruggur tölvupóstur Tölvupóstur hefur notið vax- andi vinsælda meðal almennings. Kostir hans fram yfir hefðbundinn póst eru augljósir. Það er auðvelt að senda hann frá sér og hann kemst til skila á skömmum tíma. Til að tölvupóstur geti tekið yfir hlutverk hefðbundinnar póstþjón- ustu þarf að auka öryggi í sending- um. í dag er hægt að tryggja trúnað í tölvupósti með því að nota forrit eins og t.d. PGP (Pretty Good Pri- vacy), sem notar „Public Key“ dulritun og tryggir að utanaðkom- andi aðilar geta ekki lesið eða breytt innihaldi bréfsins. Hægt er að auka á skilvísi með því að senda kvittun frá móttakanda til send- anda bréfsins. Með auknum trún- aði og skilvísi eykst öryggi tölvu- pósts og yfirburðir hans yfir hefð- bundna póstþjónustu verða afger- andi fyrir neytendur. Hvers vegna að versla á Internetinu? Til þess að neytendur vilji versla á netinu þurfa þeir að sjá sér hag í því. Verslun á netinu þarf að bjóða eitthvað umfram það sem í boði er annars staðar. I sam- keppni við hefðbundna verslun þarf að bjóða lægra vöruverð eða betri skilmála, t.d. varðandi skila- rétt og ábyrgð. Einnig getur tíma- sparnaður, betra úrval eða að- gengilegri og betri upplýsingai' haft mikla þýðingu. Þetta gerir óneitanlega þær kröfur til viðskipta á netinu að kostnaði við millifærslur á pening- um sé haldið í lágmarki. Það verður ekki gert nema með sam- vinnu fjármálastofnana og hug- búnaðarfyrirtækja um opinn ör- yggisstaðal sem allir hafa aðgang að. Kaupmenn, neytendur og fjármálastofnanir verða að skipta með sér ávinningnum af þessari nýju upplýsingatækni því annars er grundvöllurinn fyrir þessum nýja verslunarmáta brostinn. Fyrirtækið á bak við vefsíðuna Mikið hefur verið fjallað um að verslun á netinu jafni samkeppnis- aðstöðu fyrirtækja til að bjóða vörur og þjónustu. Lítið fyrirtæki þarf ekki mikið fjármagn til að setja upp jafn glæsilegar vefsíður og stórfyrirtæki. Hvernig á neyt- andinn að meta áreiðanleika fyrir- tækisins á bak við vefsíðuna? Þetta skapar vandamál hér á okkar litla heimamarkaði og hvað þá á hinum gríðarstóra heimsmarkaði verald- arvefsins. Til að skapa traust milli neyt- enda og fyrirtækja á netinu er nauðsynlegt að fyrirtæki kynni sig á fullnægjandi hátt. í dag er alltof algengt að sjá auglýsingar á netinu, þai' sem ekki kemur fram ríkisfang, heimilisfang eða símanúmer fyrir- tækisins. Það eina sem neytandinn hefur í höndunum eftir að hann hefur borgað er veffang og nafn á fyrirtæki sem hann veit ekki einu sinni hvort er til. Lausnin á þessu vandamáli er að fyrirtækið geti ekki tekið við greiðslu nema hafa vottun frá óháðum aðila. Peningar á Internetinu Umræða um örugga rafræna peninga (e-cash) á Internetinu hefur verið mikil undanfarin miss- eri. Á undanförnum árum hafa mörg fyrirtæki unnið að því að tryggja öryggi rafrænna peninga bæði á netinu og utan þess. Meðal þessara fyrirtækja eru CyberCach og RSA Data Security Inc. í Bandaríkjunum, DigiCash í Hollandi og Mondex í Englandi. Greiðslukortarisarnir VISA og MasterCard hafa hvor í sínu lagi unnið að því að búa til öruggan staðal fyrir rafræna peninga á netinu. VISA hefur verið í sam- vinnu við Microsoft, og Master- card hefur notið aðstoðar Netscape Communications Inc. Um mitt síðasta ár tilkynntu greiðslukorta- fyrirtækin að þau hefðu hafið samvinnu um opinn, öruggan staðal fyrir rafræna peninga. I febrúar síðastliðnum var þessi staðall kynntur og nefnist hann SET (Secure Electronic Transac- tions). Fjöldi öflugra fjármála- og hugbúnaðarfyrirtækja standa að gerð staðalsins og má þar nefna GTE, IBM, Microsoft, Netscape, SAIC, Terisa Systems og Verisign. Staðallinn byggir á nýrri útfærslu á „public key“ dulritun frá RSA Tölvumál - 23

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.