Tölvumál - 01.05.1996, Side 26

Tölvumál - 01.05.1996, Side 26
Maí 1996 sem ‘Sú merking sem venjulega er lögð í gögn.’ Enn fremur eru þar gefin samheitin vitneskja ogfróð. Samkvæmt þessari skilgreiningu er íslenska orðið upplýsingar sem fleirtöluorð notað í sömu merkingu og erlenda orðið information í þeim málum sem skyldust eru rslensku. Fjölmörgum nýjum hugtök- um hefur skotið upp á síðustu ár- um og áratugum varðandi vinnslu upplýsinga með hjálp tölva. í ensku eru heiti þeirra oft sett sam- an sem runur af aðskildum orðum og er þá ekki óalgengt að eitt orðanna séinformation. f íslensku eru heitin frekar mynduð sem samsett orð er geta orðið býsna löng, t.d. þegar þau byrja á for- liðnum upplýsinga-. Með stór- aukinni notkun slíkra orða verður ljóst að þessi forliður er oft óþægi- lega langur. Hér eru nokkur dæmi: information analysis upplýsingagreining information management system upplýsinga(stj órnjkerfi management information system upplýsingakerfi stjórnanda information technology pro- gramme upplýsingatækniáætlun Enskumælandi menn hafa ýmsar aðferðir til að stytta slík heiti þegar þeim ofbýður lengd þeirra. Sú aðferð sem mest er not- uð er að skammstafa heitið. Til dæmis er management informa- tion system skammstafað MIS. Önnur aðferð felst í að fjarlægja hluta orðanna. Þannig hefur enska orðið telematics, sem er áberandi í rannsóknaráætlunum Evrópu- sambandsins um þessar mundir, verið búið til úr orðunum tele- (communication og inforjmatics og merkir ‘miðlun upplýsinga með hjálp fjarskipta og upplýsinga- tækni’. Hvað á að kalla þetta hug- tak á íslensku? Þörf er á stuttu orði sem fer vel í samsetningum. í kynningu hérlendis á rannsóknar- áætlunum Evrópusambandsins er nýlega farið að nota orðið fjar- virkni í merkingunni telematics. Orðanefnd þykir þetta ákaflega óheppilegt, því að fjarvirkni var fyrir í málinu í annarri merkingu sem betur á við það orð. ííslenskri orðabók Menningarsjóðs er gamalþekkt lýsingarorðý/rírv/r/cMr skýrt þannig: ‘sem verkar í fjar- lægð’. Og í íslenskri þýðingu á til- skipun Evrópubandalagsins frá árinu 1990 er orðið fjarvirkni notað sem þýðing á enska orðinu teleaction (t.d. fjarmæling og fjar- gæsla) og kemur sú merking al- gjörlega heim við lýsingarorðið fjarvirkur. Orðanefnd vill nú varpa fram þeirri hugmynd að rykið verði dustað af samheitinu fróð hk., sem fyrr var nefnt, og það not- að jöfnum höndum í staðinn fyrir upplýsingar eftir því sem henta þykir hverju sinni. Orðstofninn fróð hefur lengi verið þekktur í íslensku máli, t.d. í orðunum fróður. fróðlegur ogfróðleikur. En sem sjálfstætt orð mun fróð fyrst hafa birst í Tölvuorðasafni 1986. Fallist menn á þessa hugmynd blasir við orðið fróðskipti sem þýðing á telematics. Og hér eru nokkur fleiri dæmi til að japla á og prófa þannig hvernig fróð hugnast mönnum: information upplýsingar, fróð telematics fróðskipti information analysis upplýsingagreining, fróðgreining information technology upplýsingatækni, fróðtækni information technology pro- gramme upplýsingatækniáætlun, fróðtækniáætlun development of information technology fróðtækniþróun information technology equip- ment fróðtæknibúnaður information source upplýsingaveita, fróðveita, fróðgjafi information system upplýsingakerfi, fróðkerfi information engineering upplýsingaverkfræði, fróðverkfræði information theory upplýsingafræði, fróðfræði information retrieval upplýsingaheimt, fróðheimt information processing upplýsingavinnsla, fróðvinnsla Þar sem „upplýsingar“ eru grunnhugtak í allri tölvuvinnslu þá er ljóst að nýju heiti á því hugtaki geta fylgt víðtækar breytingar á orðafari sem erfitt er að sjá fyrir. Þeir sem muna eftir hvernig til tókst þegar skipt var yfir í hægri umferð á íslandi ættu þó ekki að setja það fyrir sig. Og nú þætti orðanefnd fróðlegt að fá álit manna á þessari hug- mynd. Stefán Briem er ritstjóri Tölvuorðasafns og starfsmaður orða- nefndar Skýrslutækni- félags íslands. Netfang: stefan @ ismal. hi. is Heimasíða tölvuorðasafns http ://www. ismal. h i. is/to 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.