Tölvumál - 01.05.1996, Page 30

Tölvumál - 01.05.1996, Page 30
Maí 1996 Af CeBit 96 Eftir Einar H. Reynis Mekka tölvumanna Líkt og Múhameðstrúarmenn verða að fara einu sinni á ævinni til Mekka, verða tölvumenn að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni á CeBIT upplýsingatækni- sýninguna í Hannover í Þýzka- landi. Allir sem hafa farið minnast á stærðina. Á CeBIT 96 var sýn- ingin í einum 25 höllum og ein þeirra sem ég ráfaði um var 14.500 fermetrar og síðan má bara marg- falda út frá því. Það gefur því auga leið að margt athyglisvert verður útundan sama hversu mikið er skoðað og því ekkert skrítið þótt eitthvað vanti hér. Sýningarsvæðinu var skipt í þema og hægt að fara rakleitt þangað sem til dæmis skrifstofu- tækni var sýnd eða búnaður fyrir banka, öryggi, rannsóknir og tölvutækni í iðnaði (CIM) og því óþarfi að ráfa mikið um hallirnar. Af stakri nákvæmni var allt merkt í bak og fyrir og mögulegt að fá heilmikla handbók um sýninguna. Fyrir utan sýninguna var í boði fjöldinn allur af fyrirlestrum og einnig voru mörg fyrirtæki með reglulegar kynningar í eigin básum. Allt um fjarskiptatækni Ef stefnan er fyrst tekin á fjar- skiptahallirnar voru stóru síma- fyrirtækin öll með sýningarsvæði og sýndu alla línu sína; notenda- búnaður, símstöðvar af öllum stærðum og langlínugræjur, bæði fyrir þráð og án. Þráðlaus notenda- búnaður var í sviðssljósinu og stöðvar og símtæki fyrir DECT (Digitally Enhanced Cordless Te- lephony) áberandi. Núna er DECT tæknin komin á það stig að símar ganga á milli stöðva ólíkra fram- leiðenda og Ericsson var að auki með DECT tengingar við fartölvur og sýndi video á 32.000 b/s á milli þeirra. Myndin var nokkuð rykkj- ótt en þetta eru samt tímamót og bendir til þess að innan fáeinna ára verði háhraða gagnaflutningur og myndsendingar mögulegar beint frá og til fartölva. Ericsson sýndi einnig frumgerð af sambyggðum GSM og DECT síma. Á sýningarsvæði Siemens var mikið af ýmsum tækjum og tólum til símarekstrar en inn á milli tækj- anna var merkilegt fyrirbæri. Þar var uppsett kort af miðbæ Berlínar og myndavél á stærð við eldstokk í snúru. Til hliðar við kortið hafði verið komið fyrir sjónvarpi og með sérstökum gleraugum birtist mynd- in á skjánum í þrívídd. Með því að hreyfa myndavélina mátti fljúga yfir borgina eða keyra eftirgötun- um og sjá öll hús í þrívídd. Alveg ótrúlega raunverulegt. Hápunkt- urinn á þessu öllu var þó að keyra upp að Reichstag þinghúsinu gamla, „ganga“ upp tröppurnar, fara inn í húsið og í gegnum þing- salinn og út hinum megin. Hug- og vélbúnaður fyrir samnet Hug- og vélbúnaður fyrir sam- net er núna til frá fjöldamörgum aðilum og fyrir ýmsar gerðir tölva og stýrikerfa en Windows tölvur hafa vinninginn í úrvali tækja og tóla og á það reyndar við allt í hug- búnaði þar sem NT trónir efst. Núna er hægt að fá hugbúnaðar- pakka á einmenningstölvur fyrir sam-evrópskan skráarflutning sem kallast Euro-Filetransfer. Það er kannski tímanna tákn að íkonið fyrir skráarflutninginn er blái evrópufáninn. Nokki'ir aðilar sýndu hugbúnað fyrir CTI (Computer Telephony Integration) en með þeirri tækni má tengja saman símstöðvar og tölvur þannig að gagnagrunnar eru ræstir þegar skráðir aðilar hringja í fyrirtæki. Líklegt er að slík tækni verði í sviðsljósinu hérlendis á komandi árum. Geislatækni - miklir möguleikar CD tæknin breiðist hratt út með nýjum búnaði og er að verða alls- ráðandi sem miðill fyrir allt. CD- R (recordable) tæknin er núna út- breidd og telja margir að slíkur búnaður muni koma í stað CD- ROM sem staðalbúnaður í ein- menningstölvum. Auk þessarar þróunar í geislatækninni má nefna svokallað DVD (Digital Video Disk) ROM og DVD fyrir mynd- efni. Fyrstu spilararnir fyrir DVD Video eru að koma á markað og jafnvel er talið að DVD Video muni fara fram úr myndbanda- spólum í sölu á fáeinum árum en hver DVD diskur, sem er jafnstór geislaplötum fyrir tónlist, tekur um 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.