Tölvumál - 01.05.1996, Síða 34

Tölvumál - 01.05.1996, Síða 34
Maí 1996 markað í Evrópu og hann vonar að ekki komi upp fleiri vandamál líkum þeim sem hann hefur gengið í gegnum. Það er líklegt að Banda- ríkin muni bráðlega aflétta tak- mörkunum á dulmáls-hugbúnaði. Allur tölvuiðnaðurinn er að vinna að því að slíkum hömlum verði aflétt því að fyrirtæki þarlendis verða af viðskiptum vegna banns við útflutningi hugbúnaðar sem notar dulmál. Zimmermann gefst ekki upp Sögulega er dulmál mest notað í stjórnsýslu og í hernaði. Allir hafa til dæmis heyrt um það hvem- ig Enigma dulmál Þjóðverja var ráðið af Bandamönnum í seinna stríði. Tölvur voru í fyrstu risa- stórar og fáar. Núna eru þær alls- staðar af öllum stærðum og gerð- um ásamt ýmsum fjarskipta- tækjum og stafræn fjarskipti eru núna notuð um allt. Núna er rétti tíminn til að dulmál fari út úr hem- aðargeiranum til almennings til notkunar á Internetinu. Zimmermann segir að þess sé skammt að bíða að PGP verði hluti af tölvupósthugbúnaði og einfalt í notkun. Núna er hinsvegar vanda- samt að nota PGP. Lögum sam- kvæmt er mjög erfitt að hafa hug- búnað þannig að hann noti dulmál því að ekki nóg með það að út- flutningur á dulmálshugbúnaði sé bannaður heldur líka sá möguleiki að hugbúnaður noti dulmál því stjórnvöld í Bandaríkjunum fylgj- ast mjög grannt með því að stóru framleiðendurnir geri þetta ekki. Zimmermann sagði að endingu að hann myndi aldrei slaka á kröf- unum. Philip Zimmermann og stjórnandi þáttarins I sambandi, Guðmundur Ragnarsson, veittu góðfúslegt leyfi til birt- ingar á þessum pistli. Punktar... Microsoft áfullri ferð inn á Internet Nýlega var grein í News- week um markaðsbaráttuna milli rápforritana (browsers) Netscape Navigator frá Net- scape og Internet Explorer frá Microsoft. Þó staðan sé þannig núna að Netscape hafi 85% markaðshlutdeild og Micro- soft einungis 7,5% kallar blað- ið baráttuna á milli fyrir- tækjanna toss-up, það vill segja að ekki megi á milli sjá hvor hafi betur á endanum. Microsoft hefur alveg kú- vent í afstöðu til Internet og fjölgað starfsmönnum í deild- inni sem vinna að Intemet hug- búnaði úr fjórum í sex hundr- uð, sem eru næstum jafnmargir rnenn og allir starfsmenn Net- scape. Microsoft rær að því öllum árum að flétta saman Windows og Intemet og höfuð- áhersla er lögð á að fyrirtækið verði ekki útundan á þessum markaði enda miklir fjármunir í húfi. Netscape menn bera sig þó vel og telja víst að þeir muni halda forystu því fyrirtækið verði á undan öðrum með nýjungar. Önnur rápforrit skipta á milli sín hinuin 7,5% af mark- aðnum. Nýlega kom innslag frá Apple þegar fyrirtækið bauð beta-útgáfu af Internet forritapakka sem kallaður er Cyberdog og er þar á meðal að finna rápforrit. Þó seppi sé enn nokkuð óstöðugur á fót- unum er það þess virði fyrir makkanotendur að prófa for- ritið og bera saman við Inter- net Explorer og Netscape fyrir Macintosh. Stjómvöld víða um heim hafa áhyggjur af því sem í boði er á Internetinu og sum staðar eru gerðar ráðstafanir til að hafa hemil á því efni sem al- menningur hefur aðgang að. Innan Evrópusambandsins hefur kviknað sú hugmynd að skilgreina Intemet sem útsend- ingarmiðil og þar með myndi efnið á Netinu falla undir samskonar lög og útvarp og sjónvarp. Það skyldi aldrei fara svo að einn daginn muni liggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um Internet? Háskólanetið við rúmstokkinn í norska Computer World 08.03.96 er sagt frá því að hver einasta íbúð á stúdenta- garði nokkrum í Osló sé með tengingu við tölvunet há- skólans. Þarna eru 496 íbúðir í 8 blokkum og inni í hverja einustu íbúð er lagður kapall svo tengjast megi netinu. Talið er að um 50 nemendur muni nýta sér þessa þjónustu fyrsta árið og eftir það er reiknað með að allir nemendur búsettir á þessum stútdentagarði muni ferðast um netið staðsettir heima í íbúð. Þeir hljóta að gera ráð fyrir því að allir nemendur eigi tölvur. Þeir sem búa á þessum stúdentagarði þurfa alla vega ekki að hafa áhyggjur af því að tölvuver háskólans séu upp- tekin. 34 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.