Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Föstudagur 12. október 1962. „Égrakbara endahnútinn " — segir Kári Kaaber, sem skoraði 50 mörk í sumar Eins og flestum mun kunnugt, sem fylgzt hafa með knattspyrnu undan- farin ár, hefur 5. flokkur frá Víking getið sér mjög gott orð undir handleiðslu hins ágæta þjálfara Egg- erts Jóhannessonar, sem hefur starfað dyggilega að hinu nýja veldi Víkings á knattspyrnusviðinu, sem greinilega er að skapast með þeim efnivið, sem dreginn hefur verið fram í yngri flokkunum. Sá sem þetta ritar hefur í sumar og f fyrrasumar tekið sérstaklega eftir einum ungum pilti í þessum sigursæla flokki Vikings, einkum fyrir fimi með boltann og góðan skilning á leiknum. Það var sama hvenær hann fékk boltann, alltaf lagði hann boltann fallega til næsta manns og skapaði hættu. Þeir sem utan vallar stóðu sögðu jafnvel að þarna væri kominn fram „nýr Þórólfur“, svo mjög líktist hann Dregið hefur verið í 2. umferð Evrópubikarsins í knattspyrnu. Esbjerg, Danm, — Dukla, Tékkósl. Benfica, Portúg. — Norrköbing, Svíþjóð. Milan, Italíu — Ipswich, Englandi. Cdna, Bulgaríu eða Partizan, Júgó- slavíu gegn Anderlecht, Belgfu. Þórólfi á sínum yngri árum, nema hvað ungi Víkingurinn væri miklu markheppnari. Piltur þessi heitir Kári Kaaber og er 12 ára gamall, sonur hjón- anna Knut Kaaber og konu hans, Jónínu Ásgeirsdóttur. 1 sumar vann Kári það einstæða afrek að skora 50 mörk í 25 leikjum sem hann lék, en æfingaleikir eru þar taldir með. Frá því Kári tók fyrst þátt í keppni með Víking hefur hann aðeins 5 sinnum tapað leik, en leikir hans eru ca. 60 talsins. Við ræddum lítillega við Kára á dögunum. Kári sagðist æfa þrisvar í viku á sumrin en aðeins einu sinni á veturna, sem væri allt of lítið. „Maður telur dagana þang- að til æfingin fer fram," sagði Kári litli. Við spurðum hvaða leik hann hefði haft mest gaman af að leika, og hann svaraði um hæl: „Úrslitaleikinn við Val í sumar, en við töpuðum honum 2:3, en samt var leikurinn vel spilaður hjá báð- um og þegar boltinn er látinn ganga eins og þá þá er gaman að leika knattspyrnu. Annars eru vell- irnir sem við leikum á alltof stórir fyrir okkur og gera erfitt fyrir." „Ferðu oft á völlinn, Kári?“ „Nei, ég fer sjaldan að sjá meistaraflokk, nema helzt þegar KR leikur. Þeir finnst mér langt Sporting Club, Portugal —Dundee, Skotlandi. F.C. Austria, Austuríki — Rheims, Frakklandi. Servette, Sviss, eða Feyenoord, Hollandi — Vasas, Ungverjalandi. Galatasaray, Tyrkiandi — Polonia, Póllandi. um betri en hin liðin, sérstaklega í fyrra þegar Þórólfur var með. Ég vildi að ég gæti orðið líkur honum þegar ég verð eldri." „Eru foreldrar þínir áhugasamir um knattspyrnu ykkar strákanna?" „Já, sérstaklega pabbi. Hann kemur oftast þegar við spilum og þá tekur hann oft kvikmyndir af leikjunum og sýnir okkur svo seinna, og það þykir okkur skemmtilegt. Á þeim sýningum segja allir „þarna er ég, þama ert þú o. s. frv.“ „Hvað vildir þú segja um 50 'mörkin sem þú skoraðir í sumar?" „Ég rak bara endahnútinn", seg- Met í dag hjá Jóni Þ? Eins og sjá má í félagslífi í dag heldur ÍR innanfélagsmót i frjáls- um íþróttum á Melavellinum i dag kl. 5. Keppt verður í 100 metra hlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, þrístökki og hástökki. „Ég vil reyna aftur við metið í hástökkinu", sagði hinn áhugasami Jón Þ. Ólafsson i gærkvöldi, „ég er í mjög góðri æfingu og verði gott veður er aldrei að vita hvað ég geri“. Frjálsíþróttamótum sumarlns er að öðru Ieyti lokið, en Iikl. verða nokkur slík innanfélagsmót meðan veður helzt sæmilegt. Dregið í Evrópubíkarinn Ullarefni í kápur Hin eftirspurðu ullarefni í kápur og dragtir nýkomin, einnig mikið úrval af kjólaefnum og blúndum og margt fleira. VERZLUNIN BJÖRG Hæðargerði 48 Drengjahúfur Nýkomnar drengjahúfur úr skinni. Telpna- og drengja-terylenebuxur, hentugar og ódýr- ar í miklu úrvali og margt fleira. VERZLUNIN BJÖRG Sólheimum 29 ir Kári litli áfjáður. „Það eru fé- lagar mínir og sérstaklega bekkjar- bróðir minn Georg, sem eiga heið- urinn skilið, því án þeirra yrði ekkert mark skorað. Svo er þjálf- arinn okkar, hann Eggert í Coca Coia mjög góður og honum getum við þakkað velgengnina," segir þessi skemmtilegi knattspyrnu- drengur að lokum. Um áramótin gengur hann og félagar hans upp í 4. aldursflokk félags síns. Þar munu stór verk- efni biða þeirra og hver veit nema við eigum eftir að hitta þá í 1. deildar keppninni eftir nokkur ár. — kip. Nóg af slíku Þungavigtarboxarinn Sonny Liston ætlaði á dögunum yfir landamærin frá Bandaríkjunum til Mexíkó, en þar ætlaði hann að sýna nokkrar lotur gegn mexíkönskum boxara. Talsmað- ur ríkisstjórnarinnar sagði að ekki kæmi til mála að Sonny færi yfir landamærin, „Við höfum fjölbreytt úrval „glæp- ona“ fyrir“, sagði hann. Fótfráar og fagrar Mikla athygli á EM í frjálsum íþróttum vöktu einvígi þeirra Juttu Heine og Dorothy Hynian i sprett- hlaupum kvenna, en Jutta vann 200 nietrana en Dorothy 100 m. Eftir sumarið hcfur sú þýzka samt greinilega betur í liinni hörðu keppni og hefur bezta tima ev- rópskra kvenna bæði í 100 og 200 metrunum. í 100 metrunum er hún með 11.4 sek., en í 200 metrum 23.3 sek., sem þykir dágóður ár- angur á frjáisíþróttaniótum ís- lenzkra karlmanna. Myndimar voru teknar á EM. Sex beztu 200 metra fætur kvenna í Evrópu. Hinir ensku fætur Dor- othy Hyman til vinstri, þá sigur- vegarans Heine, sem þennan dag héit hátíðlegt 22 ára afmæli sitt. og loks eru fætur Halinu Gorecku frá Póllandi. Hin myndin er af þeim stöllun- um Hyman og Heine á Partizan- leikvanginum fyrir keppni í 100 metra hiaupinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.