Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur 11. október 1962. Jóhann Hafstein. Nýr forseti Sú breyting hefir orðið á skipan forseta Alþingis að frú Ragnhildur Helgadóttir lætur af störfum sem forseti neðri deildar og hefir Jóhann Hafstein verið kjörinn for- seti deildarinnar. Hin forseta- embættin eru óbreytt frá því í fyrra. Forseti Sameinaðs þings er Friðjón Skarphéðinsson og forseti efri deildar Sigurður Óli Ólafsson. Sýning á verk- um Kristínar Jónsdóttur Systurnar Helga og Hulda Val- týsdætur gangast fyrir sýningu á 19 olíumálverkum eftir móður sína, Kristínu Jónsdóttur. Verður sýningin opnuð í Bogasal Þjóð- minjasafnsins kl. 4 á morgun og væntanlega mun hún standa yfir í hálfan mánuð. Þessi málverk er nú verða til sýnis eru meðal síð- ustu verka Kristínar Jónsdóttur og hafa fæst verið til sýnis áður. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýning- in í tíu ár á verkum hinnar þekktu listakonu, en síðast hélt hún sýn- ingu á verkum sínum í Listamanna skálanum árið 1952. .......... ,mmmm■■ 79 af stöðinni í kvöld kl. 9 verður kvik- myndin „79 af stöðinni“ frum- sýnd í Háslcólabíó og Austur- bæjarbíó. Verður hátíðarsýning í Háskólabíó og eru þegar allir miðar gengnir upp á þá sýn- ingu. ‘ * Hver fær vinninginn? Næst verður dregið í áskrif- endahappdrætti Vísis 25. þessa mánaðar eftir hðlfan mánuð. — Vinningurinn að þessu sinni er forlátá Elna-saumavél frá heild- verzlun Árna Jónssonar. AÍlir áskrifendur Vfsis, hvar sem þ'eir búa á landinu, eru þátttakendur í happdrættinu. Dregið verður úr nöfnum þeirra allra. Ef þér eruð ekki ennþá á- skrifandi að Vísi er enn tími til þess að bæta úr. Ilringið í síma 1-16-60 og þér fáið blaðið sent heim í kvöld. -samsæti á Borginni I samsætinu að Hótel Borg. Frá vinstri: Frú Sigríður Pétursdóttir, Björn Björnsson stórkaupmaður, frú Regfna Þórðardóttir^ Gunnar Eyjólfsson, Bjarni Bjarnason læknir, frú Hulda Björnsdóttir, Helgi Elfasson fræðslumálastjóri og frú Ragnhildur Ásgeirsdóttir. LIVgegn ASI fyrír Félagsdómi / dag Briem, ráðuneytisstjóri, Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttarlögmað- ur, (skipaður af Hæstarétti), Einar B. Guðmundsson, hrlm., skipaður af Vinnuveitendasambandi íslands, og Ragnar Ólafsson hrlm. skipað- ur af Alþýðusambandi íslands. Sækjandi fyrir LÍV er Áki Jak- obsson hrlm, en verjandi fyrir ASÍ er Egill Sigurgeirsson, hrl. Gagnasöfnun f máli Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna og Alþýðusambands íslands á að ljúka f dag. Kemur Félagsdómur saman til þess að taka við gögn- um og ákveða málflutning, ef ekk ert sérstakt kemur upp á tening- inn. Málreksturinn hefur staðið síð- an í ársbyrjun 1961, þegar Lands- samband ísl. verzlunarmanna kærði Alþýðusambandið fyrir Fél- agsdómi vegna þess að ASf neit- aði LÍV um inngöngu í sambandið. Alþýðusambandið krafðist frá- vísunar frá dómi og féllst dómur- inn á það, með 4 atkv. gegn 1. LÍV fór með málið til Hæstaréttar sem skikkaði Félagsdóm til að kveða upp efnisdóm í málinu. Félagsdómur tók þá málið fyrir að nýju. Hefur gagnasöfnun staðið yfir og á að ljúka endanlega í dag. Jafnframt verður ákveðið hvenær málið verður flutt. Sennilega líða svo nokkrir dagar þar til dómur verður kveðinn upp. í Félagsdómi eiga sæti Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, sem er formaður, Gunnlaugur NÝ ÁSKRIFENDASÖFNUN Ný áskrifendasöfnun Vísis er nú hafin hér í Reykjavík. Síðasta söfnun fór fram snemma í sumar. Gaf hún mjög góða raun og bættust þá hátt á þriðja þúsund nýir áskrifendur í hópinn. í fyrsta áfanga söfnunarinnar verður leitað til íbúa í Voga- og Heimahverfum. Og í þessu sambandi viljum við enn benda á, að Vísir er ódýrasta dagblaðið, kostar aðeins 55 krónur á mánuði í áskrift. Ef dómurinn fellur LÍV í vil fá fulltrúar samtakanna væntanlega sæti á næsta þingi ASf. Þeir verða 24 talsins, og hafa þegar ver ið kosnir. Helgi Daníelsson. Helgi ekki til Mothemeil — Ég hef engan samning gert og ætla ekki að fara aftur út. Þeir vildu hafa mig lengur hjá Motherwell, en ég hef ekki sérstakan áhuga á þessu, — sagði Helgi Daníelsson, en hann kom heim í gærkvöldi, eftir tveggja vikna dvöl hjá knatt- spyrnufélaginu Motherwell. — Blaðið hafði tal af honum í morgun og spurði hann nokk- urra spurninga. — Hvernig var að spila með Skotunum? — Það er mjög mikill mun- ur að spila með mönnum sem maður ekkert þekkir. Auk þess er hraðinn miklu meiri og hark- an meiri. — Er það erfið vinna að spila með atvinnuliði? — Það er bókstaflega ekki nokkur vinna. Æfing hefst kl. 10 og stendur fram að hádegi 5 daga vikunnar. Þrjá daga vik- unnar er svo æfing korter yfir 2 sem stendur í hálftíma, svo er leikið á laugardögum og frí á sunnudögum. Það er allt gert fyrir þessa menn. Þegar þeir fara að spila, er eins og þeir j§ séu að fara á ball, allt er lagt U fram tilbúið handa þeim og j meira að segja skórnir eru § burstaðir fyrir þá. — Stóð þér samningur til $ boða? | — Það var ekki komið til | enn. Ég held að ég myndi aldrei | kunna við þetta líf, að gera | ekkert annað en að æfa mig og það í svo stuttan tíma á dag. 0 Ekki leizt mér heldur á kaup- | ið. Motherwell er með ágætan B Framh. á 5. síðu. 4 ■■ 1 -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.