Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 7
V í S IR . Föstudagur 12. október 1962. 7 Við erum að hætta að þekkja Guð Kafli úr joingsetningarpre- dikan sr. Emils Björnssonar ... En víkjum þá að hinu andlega lífi þjóðar- innar og skoðum sérstak- lega einn þátt þess, trú- arlíf og kristnihald. Það ætti að eiga vel við þar sem vér erum nú einmitt stödd í kirkju. Vikið til hliðar. Um innri trúrækni hvers ein- staks manns verður ekkert full yrt. En opinber ' trúrækni og kirkjurækni er að smádeyja út al- því komnir að vinna flokkum yð- ar fylgi án ofbeldisaðgerða með frjálsri boðun málstaðar yðar, og eins og þér trúið á yðar málstað, eins trúum vér, sem vígzt höfum í þjónustu kirkjunnar, í einlægni á mikilvægi málstaðar hennar. Eigi aðeins fyrir einn flokk held- ur alla flokka, alla menn. Bregðast ekki vísvitandi. Vér kirkjunnar þjónar erum vissul. breyskir og syndugir sem aðrir menn og þá eigi heldur ó- vanir því að vera nefndir hræsn- arar, atvinnuprédikarar, poka- prestar og þar fram eftir götun- Stólræða sú, sem séra Emil Bjömsson hélt við þing- setningarguðsþjónustuna á miðvikudag, hefir vakið mikla athygli. Ræddi séra Emil þar af einurð og hreinskilni um þau vandamál, sem snúa að íslenzku kirkju- og trúarlífi. Vísir hefir fengið leyfi séra Emils til þess að birta síðari hluta ræðunnar í heild. mennt talað, þótt frá því séu vissulega ýmsar og ánægjulegar undantekningar. Það er hættulegt að viðurkenna ekki þessa stað- reynd eða láta sem hún komi oss eigi við. Sannleikurinn var ný- Iega sagður umbúðalaust af skóla manni nokkrum í útvarpið. Krist- indóminum hefur verið vikið til hliðar í þjóðlífinu. Eitthvað á þessa leið var það. Og einn af prestum þjóðkirkjunnar hafði þá djörfung til að bera fyrir nokkr- um dögum að birta í dagblaði einu stólræðu í tilefni af því að enginn kom að hlýða á hana í kirkjunni. Og það birtist jafn- framt í blaðinu mynd af auðum bekkjum þessarar kirkju svo sem eins og til staðfestingar á því að kirkjunni hefði verið vikið til hlið ar í þjóðlífinu, eða öllu heldur að fólkið hefði yfirgefið hana. Fyrir alla. Nú er því þannig farið með oss sem trúum með óbifanlegri sannfæringu á sigurafl trúarinn- ar og kristinnar trúar sérstak- lega, af því að hún hefur reynzt þjóð vorri leiðarljós f þyngstu raunum, — nú er það svo með oss að vér hörmum og óttumst eigi hnignun trúar- og kirkjulífs guðs vegna eða kirkjunnar vegna sem stofnunar, heldur vor vegna sjálfra mannanna. Það hvarflar eigi að oss að efast um lífsafl og lífsgildi trúarinnar þótt þeim fækki um sinn er í guðs hús ganga. Þvf ef guð er guð — og svo er honum fyrir að þakka að vér þurfum ekki að efast um það, — ef guð er guð þá er hann það jafnt hvort sem fleiri eða færri trúa því í þann og þann svipinn. Og það er ekki guðs vegna sem klukkurnar kalla þjóð- ina og þjóðir heims til iðkunar trúar og bænalífs, heldur mann- anna vegna. Guð getur verið án vor en vér getum ekki verið án hans. Og eins og þér stjórnmála- mennirnir viljið, og eruð vel að um, og eigi heldur sleppið þér stjórnmálaleiðtogarnir við nafn- giftir. En hvað sem líður Iítil- mótleik vor kirkjunnar manna þá þekki ég engan embættisbróður sem ekki ber einlæga lotningu fyrir því málefni, sem vér flytj- um og vill vel, þótt í veikleika sé. Og ég er svo barnalegur að ég trúi því ekki heldur að leið- togar þjóðarinnar séu óeinlægir og bregðist þjóð sinni vitandi vits í mikilvægum málum, þótt öllum geti oss yfirsézt og yfir- sjáist oftlega og allir séu freist- ingunum háðir. Mesta alvörumálið. Ég hlýt að treysta því að þér kjörnir fulltrúar og forvígismenn fólksins um land allt, ráðherrar og alþingismenn, viljið í einlægni vinna að því sem þjóðinni allri er fyrir beztu, og vegna þess að þér hafið. aðstöðu til áhrifa, og vegna þess að hér gefst tækifæri til að ávarpa yður í alvöru og einlægni, vegna þess vil ég nú beina því til yðar f drottins nafni að þér hneigið eyru yðar að því málefni, sem sá, er hér talar, og margir, margir fleiri, telja mesta alvörumál þjóðarinnar á vorum tímum. Ég á hér við augljósa afturför trúarlífsins á heimilun- um, í skólunum, í kirkjunni og á strætunum, — í opinberu lífi og einkalífi fólks, að því er bezt verður séð. Öld vísindanna og tækninnar, kapphlaupið um veraldargæðin, hraðinn og hávaðinn, einstakar stefnur og hugmyndakerfi, í einu orði sagt áhrif efnishyggjunnar stuðla hvarvetna að þessari þró- un. Það er ekki hægt að ætlazt til þess að þeir taki mark á að- vörunarorðum f þessu efni, sem lýsa sig opinberlega andvíga allri trú og trúarbrögðum og telja þau aðeins dragbft á framfarabraut mannkynsins. En það eru margir flokkar og flokksforingjar, tals- Séra Emil Björnsson. menn og stefnur og málgögn í landinu ,sem lýsa yfir fylgi við ■ trúarbrögðin í orði — og meina það eflaust, — telja þýðingu trúarlífs og trúrækni ó- metanlega fyrir líf þjóðarinnar í landinu og fordæma þau öfl, í orði kveðnu, sem vinna mark- visst og hreinlega að afkristnun og afnámi trúarbragða. En það hrekkur skammt að fordæma í orði kveðnu við einstök tækifæri þá sem vilja ryðja trúarbrögðun- um úr vegi. Hér dugar ekkert minna en virk, jákvæð, einlæg og opinská persónuleg þátttaka hvers einstaks í trúarlifinu, þátt- taka allra yðar, hvar f flokki, stétt eða stöðu sem þér standið, yðar sem viðurkennið að lifandi trúarlíf og trúariðkun séu grund- völlur þeirrar mannhelgishugsjón ar, lýðfrelsishugsjónar, mannúð- arugsjónar og eilífðarsjónarmiða, sem samfélag vort hvilir á. Þeir eru ekki einir um það að vinna gegn trúarbrögðunum, sem gera það opinberlega, þeir sem sitja hjá og eru hlutlausir og aðgerða- lausir fylla í rauninni þeirra flokk. Þvf að sá sem ekki er með mér er á móti mér, sagði Kristur. Þeir sem eru hálfvolgir og óvirk- ir þegar um líf og dauða er að tefla gerast bandamenn dauðans, hvort sem það er dauði líkam- ans eða hinn andlegi dauði. Fjár- veitingar til kirkjumála eru góð- ar svo langt sem þær ná, þvi að vitaskuld þarf kirkjan sem stofn- un á framkvæmdafé að halda eins og aðrar stofnanir og þyrfti auðvitað að vera fjárhagslega og andlega fullkomlega sjálfstæð og frjáls, því að til frelsis frelsaði Kristur oss. En hér á það við sem Gunnar sagði forðum við Njál: Góðar þykja mér gjafir þín- ar en meira þykir mér vert um vináttu þína og sona þinna. Þótt ríkisfjárveitingar séu góð- ar, er persónulegur, siðferðilegur stuðningur áhrifamanna þjóðlífs- ins enn þá betri, það er að segja virk og hræsnislaus þátttaka þeirra í guðsdýrkuninni og trúar- athöfnum, bæði í kirkjulífinu, heimilislífinu og þjóðlífinu. Því að borg, sem stendur uppi á fjalli fær ekki dulizt. Það dylst engum til lengdar hvað höfðingjarnir hafast að og hinir ætla sér leyf- ist það. Gott fordæmi þeirra, sem mikil áhrif hafa í þjóðlífinu hverju sinni, er því meira virði en silfur og gull. Ef trúarbrögð væru bönnuð. Hugsum oss nú að svo væri komið að kirkja Krists væri eigi aðeins lömuð með þjóð vorri eins og hún er, heldur væru áhrif hennar þurrkuð út með öllu, með tilskipun eins og vel getur orðið fyrr en varir, ef nógu margir horfa nægilega lengi óvirkir og aðgerðalausir á hnignun hennar, jafnvel þeir sem hylla hana í orði kveðnu. Hugsum oss að hin 10 boðorð guðs væru numin úr gildi, þótt þau hafi verið grundvöllurinn að löggjöf og siðaboðum Norðurálfu fram á þennan dag. Það eru ekki nema þrjú fyrstu boðorðin sem lúta að sjálfri guðsdýrkuninni, og látum svo heita að þau mættu fara sína leið. En væri þá ekki hætt við að hin 7 færu hina söpiu leið, fjórða boðorðið, sem hnígur að heimilislífinu og uppeldinu og hin öll, sem fjalla um samskipti vor við náungann, þau sem reisa skorður við manndrápum, þjófn- aði og rógburði og við því að ganga á rétt annarra manna? Og hugsum oss að boðorð Krists um að elska guð og náungann hefði verið dæmt hégilja að ekki sé nú talað um þessi orð hans: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Og öllu nýjatestamentinu hefði verið varpað fyrir borð, með frásögnunum af kraftinum, sem Frh. á 10. bls. Alþingi Kosið til embætta — formföst þingsetning — almannavarnir - merkileg lög — landsdómur — jónandi geislar Enn er allt með kyrrum kjörum í sölum Alþingis og á þingfundum í gær var aðeins kosið til embætta. Þingforsetar voru kjörnir þeir sömu og á síðasta þingi, Friðjón Skarphéð insson í Sameinað Alþingi, Jó- hann Hafstein í neðri deild og Sigurður Ó. Ólason f efri deild. Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn stóðu saman við þessi kjör, en kommúnistar og Framsókn buðu fram hvor sinn mann, kommúnistar Hannibal Valdimarsson og Framsókn Karl Kristjánsson. Varaforsetar voru kjörnir í Sþ. Sigurður Ágústsson og Birgir Finnsson, í Nd. Benedikt Gröndal og Ragnhildur Helga- dóttir og í Ed. Eggert Þor- steinsson og Kjartan J. Jóhanns son. I' Sameinuðu þingi verða skrifarar Ólafur Björnsson og Skúli Guðmundsson, Nd. Björn Fr. Björnsson og Pétur Sigurðs- son og í Ed. Bjartmar Guð- mundsson og Karl Kristjánsson. Að kosningum þessum lokn- um, drógu þingmenn um sæta- skipun og síðan var fundi slit- ið. Hin formföstu þingstörf eru þung í svifum og báru mjög keim þess. Þingmenn almennt sýna þeim ekki meiri virðingu en nauðsynlegt er, og verður ekki laust við kæruleysisbrag yfir samkundunni. Kæmi það vafalaust ókunnugum spánskt fyrir ^jónir. í þinginu lágu frammi 7 mál Það frumvarp sem eflaust á eftir að valda mestum umræð- unum og vekja almennt mesta athyglina er ótvírætt frum- varpið um almannavamir. Frumvarp þetta lá reyndar fyr- ir síðasta þingi en var þá ekki hægt að afgreiða það, einmitt vegna mikilla og langra um- ræðna. Óþarfi er að lýsa tilgangi al- mannavama, en í stuttu máli miða þ.er að því að koma í veg fyrir að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernaðaraðgerða og náttúru- hamfara. Samkvæmt frum- varpinu er það borgaraleg skylda allra sem á aldrinum 18 — 65 ára eru að gegna starfi í þágu almannavama og einnig er atvinnufyrirtækjum sem hafa yfir 100 manns við störf á sama stað, ’-ylt að gera öryggisráð- stafanir á vinnustað. Þótt fyrrnefnt frumvarp eigi eftir að vekja mesta umtalið má hins vegar tvímæialaust telja frumvörpin um landsdóm, ráð- herraábyrgð og samræmingu ísl. laga á innheimtu meðlaga við Norðurlandalög mun þýð- ingarmeiri. Tvö þau fyrstnefndu eru legu endurskoðunar sem þessl merkileg vegna þeirrar ræki- mál hafa hlotið og vegna þeirr- ar umbóta sem af frumvörpun- um mun leiða. Gildandi Iög um ráðherraábyrgð eru frá 1904 og lögin um lands- dóm frá 1905. Hafa þau að sjálf- sögðu gengið úr sér og auk þess verið alla tið mikið gagn- rýnd. Frumvörpunum fylgir ítarleg greinargerð eftir prófes- sor Ólaf Jóhannessn, sem samið hefur frumvörpin að beiðni dómsmálaráðherra. Frumvarpið um innheimtu með laga er merkilegt að þvi leyti, að það er liður f samræmingu norrænna laga. Þá hefur enn fremur verið lagt fram frumvarp til laga um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum f"t 'eislavirkum efnum eða geisi. ,cjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.