Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 12. október 1962. ■—^■^——11111 IIIIIIE—— Hér birtum viö í dag nokkrar myndir frá sumarstarfi KFUM f Vatnaskógi. Þar dveljast á sumrin all- margir drengir í sumarbúðum hreyfingarinnar við Ieiki, nám og störf. Síðustu viku í septem- ber er venjulega haldið biblíu- námskeið í Vatnaskógi og eru þessar myndir teknar þá daga f haust. Á námskeiðinu kenndu að þessu sinni fjórir félagar úr KFUM: Bjarni Eyjóifsson, Bene dikt Arnkelsson, Gunnar Sigur- jónsson og sr. Jónas Gislason. Dvölin í Vatnaskógi verður flestum minnisstæð. Þar er mjög fagurt eins og þeir vita er þangað hafa komið og í búðum KFUM ríkir jafnan sérstakur andi sanihugs og kristilegs bræðraþels. Alis voru skráðir um 120 manns á námskeiðinu, en þegar flest var þar voru þar yfir 90 manns samankomnir. Efsta myndin sýnir þátttakend- ur að leik. Til vinstri: Skálinn búinn undir vetur, hlerum sleg- ið fyrir glugga. Neðst til hægri: Tvær ungar KFUK-stúlkur, Björg Kristjánsdóttir og Gerð- ur Ólafsdóttir. Neðst til vinstri: Beðið eftir að næsta kennslu- stund hefjist. Þar fyrir ofan er mynd af kennurum f námskeið- inu, ásamt kystniboðshjónun- um Margréti Hróbjartsdóttur og Benedikt Jasonarsyni. , Ljósm. S. Á. I Vatnaskógi 3Q

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.