Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 4
4 V i SIR . Föstadagur 12. okíóbor 1062. Á þessari mynd, sem tekin er úr rússneskri bók, má sjá stærð her- bergja í sam- býlishúsi fyrir Sovétverka- menn. íbúðir þeirra eru mjög litlar. Staldrai austaatjalds — niðurlag Um áróður og lífs kjör alþýðunnar Ég endaði síðustu grein á því að segja það aug- ljóst, að framfarir í Sov- étríHjunum væru mjög takmarkaðar. Þetta er mikið sagt af manni, sem aðeins staldraði nokkra daga í landinu. En þarna átti ég eingöngu við lífs- kjör fólksins. Framleiðsluaukning er reyndar mjög mikil á einstökum sviðum, Sovétríkin, sem etja kapp við langtum ríkara stórveldi, verða að leggja allt kapp á að efla hernaðarlega aðstöðu sína. Á meðan ríkin ganga þessa braut, sem Stalín raunar hratt þeim út á, verða þau að hafa sig öíl við til að halda sér á henni. Annars væri kommúnisminn allur í heim inum, utan Sovétríkjanna. Þetta þarfnast tæplega útskýringar. Vígbúnaður í Sovétríkjunum er auðvitað á kostnað fólksins eins og alls staðar annars staðar, þar sem lagt er í landvarnir.. Sá er hins vegar munurinn að stjórn- málalegt skipulag Sovétríkjanna IIIGHUaHTS OF THE HB|0’S LIFE STOÍtY Major Yuri Gagarin, ihc fir&t spaceman, is 27. 'Ho was born in Gzhat.sk District, Smolcrisk Region (in thc Rnssian Federation), on Marctí 9, 1934. His falhor is a collectivo farnior. Ile entered schooi in 1941, but hisschooling was inlomipt- ed by tho Nazi invasion. I-Iis wife VaJonlina, 26, is a gradnalc of the Orenhurg modical school. They bave two girls, Yolena, aged two, and Galya, oniy orte month old. Yuri’s fathor, now 59, is a carpenler. His rnolhor Artna, 58, is a housewiíe. ~ Myndin er af nokkrum línum i bólc um geimfarann Gagarín og flug hans. Kaflinn er um æviatriði hetjunnar. í fyrstu Iínunum er sagt, að faðir hans sé samyrkjubóndi. í þeim seinustu er hann sagður smiður. ef trúa á hagskýrslum, en sú aukning er orðin úr litlu og það er auðvelt að framkalla háar aukningarprósentur meðan svo stendur á. Og jafnvel þær fram- farir koma ekki nema að litlu leyti fram í bættum iífskjörum fólksins. Fáir vita með vissu hve miklu sovetríkin eyða í hernaðarleg út- gjöld, það er ljóst, að sú upp- hæð er hlutfallslega meiri en i nokkru öðru landi miðað við þjóð irtekjur. Talað hefur verið uro ð þar sé eytt 35 — 55 prósent- ’ if öllum þjóðartekjunum. gerir ríkisstjórninni mögulegt að halda lífskjörunum lengur lengra niðri, en mögulegt væri í lýð- ræðislandi. Það skiptir einnig miklu máli í þessu sambandi, — sumir segja að það skipti öllu máli — að fólkið hefur séð það svartara. Með öðrum orðum: Það er ánægf með litlar framfarir vegna þess að þær eru þó meir en þjóðin hefur áður þekkt. Þetta á þó ekki við Eystrasaltslöndin og nokkur önnur ríki Sovétríkj- anna, en langflest ríkin. Til þess að rökstyðja þá full- yrðingu mína að framfarirnar í lífskjörum séu með allra minnsta móti vil ég benda á íbúðabygg- ingar Sovétríkjanna. Það hefur ekki tekizt, frekar en annars staðar að fulinægja þörfunum fyrir nýjar íbúðir. Og þær sem byggðar eru handa fjöldanum eru svo litlar að á okkar mælikvarða eru þær aðeins fyrir einhleypar manneskjur. Einu nýlegu bygg- ingarnar, sem ég sá í Ventspils eru annað hvort í byggingu eða voru byggðar á fimm til sjö síð- ustu árum. Þær voru litlu stærri að flatarmáli en stór stofa hjá okkur, 25 — 45 fermetrar. Ég þori ekki að fullyrða meira um stærðina. í þessu verður svo þriggja til fimm manna fjölskylda að hírast, ef ekki stærri fjölskyld ur. Eins og allir geta séð í hendi sér er þetta ekki nema það allra allra minnsta, sem hægt er að láta sér duga. Það sama gildir um Leningrad. Þær nýbyggingar sem við sáum þar voru nákvæm- lega eins, bezt gæti ég trúað að þær væru gerðar eftir sömu teikningunum. Auðvitað eru svo byggðar stærri íbúðir, en þær eru aðeins fyrir hina fáu og framúrskarandi Þetta skýtur skökku við það sem kommúnistar segja sjálfir, sem sé að fjöldinn skipti öllu máli, og til hans eigi kúfurinn af fram- förunum að ganga. Þá er ekki gert betur við al- þýðu manna þegar hún þarf að skreppa í búðir. Vöruúrval er allnokkuð, en gæðin ekki að sama skapi eða smekkvísin, í gerð þeirra og útliti. Bæði í Lenin- grad og Ventspils voru verzlan- irnar lágar undir loft, dimmar og í þær hrúgað. Verðlagið hef' ég áður minnzt á. Það gerir fjöldanum ókleift að kaupa nema hluta af því allra brýnasta. Nú ætla ég ekki að halda því fram að það sé óhjá- kvæmilegt í Sovétskipulagi að verzlanir séu óaðlaðandi, og ekki reknar í anda góðrar verzlunar- þjónustu, sem er orðin aðall reyk vískra kaupmanna. Þær gætu að minnsta kosti verið betri. En vita skuld leggur verzlunarstjórinn, sem á ekki verzlunina og fær aðeins sitt fasta kaup, ekki eins mikið upp úr slíku. Ég fékk hins vegar þá skýringu á verzlunar- fyrirkomulaginu, að það gæti ekki orðið betra meðan ekki væri hægt að auka kaupgetuna. Það er reynt allt sem hægt er, innan vissra marka, til að gera vör- urnar ekki nema hæfilega að- laðandi, í augum Sovétborgar- ans. Ef lögð væri jafnmikil á- herzla á útlit vöru og verzlana eins og gert er í samkeppnis- löndunum yrðu kröfur fólksins um aukna kaupgetu óviðráðan- legar. En með þessu móti og öðrum ráðum er unnt fyrir stjórn ina að hafa hemil á kröfugirni fólksins. Þetta er sálfræðilega klókt, en mundi verða jafnað við afturhald í löndum frjálsrar skoðunarmyndunar. Áður en ég skil við Sovétríkin, því að þetta er síðasta greinin, langar mig til að fara nokkrum orðum um áróðurinn, sem er sterkasta vopn kommúnismans, því að enn þá getur hann ekki státað af þroskuðu skipulagi, eða góðum lífskjörum almennings t.d. á okkar mælikvarða. Allur áróður er að vissu marki blekkingar. Sovétstjórnin hefur löngum ver- ið grunuð um að nota sér blekk- þessara bæklinga eru prýðilega samdir og líklegir til að hafa mikil áhrif. Aðrir eru illa gerðir og ósennilegir. Það þótti mér ein- kennilegt hvað hægt var að reka sig á margar augljósar villur sem draga úr áróðursmætti bækling- anna. T.d. er sagt í bæklingi um geim flug Gagarins, í fyrstu orðum bæklingsins að faðir hans hafi verið bóndi, en f síðustu línum sama kafla, sem aðeins var tvær blaðsíður, æviágrip geimhetjunn- ar, var sagt að hann væri smið- ur. í öðrum bæklingi var sagt frá skiptingu þjóðarteknanna. Þar er sagt orðrétt: „Allar þjóðartekjur Sovétríkjanna til- heyra hinu vinnandi fólki. Þrír fjórðu hlutar þeirra eru notaðar t.il að mæta efnislegum og menn- ingarlegum þörfum fólksins. Af- gangurinn er notaður annað hvort til að auka sosialiska framleiðslu (expand socialist production) eða til annarra félagslegra þarfa". Þarna er ekki minnzt einu orði á útgjöldin til vígbúnaðar. Þau eru falin inni í einhverju af þessu þrennu: Þörfum fólksins, aukn- ingu framleiðsiunnar eða félags- Iionur stunda bæííi Iétta og erfiða verkamannavinnu f Sovétríkjunum. Það þættu ekki góð kjör á íslandi, sem er að byggja upp atvinnu- vegi sína og fjárhag. ingar í áróðursskyni, meira en flestir aðrir, ég skal ekki segja um fasista Mussolinis eða áróð- ursmenn Hitlers. Það er vitað að Stalin heitinn lét falsa hagskýrsl- ur eins og nauðsyn krafði, að hans dómi. Þá áttu sérstaklega við þau frægu orð Mark Twain um lygina: Það er til þrenns konar lygi: venjuleg lygi, hauga- lygi og hagskýrslur. Það er erfitt að staðreyna hinar beinu falsanir, en augljóst er á auglýsingaspjöldum Kommúnista- flokksins og bæklingum sem nóg er af á lesstofum sjómannaheimil anna, að sannleikurinn er teygður eins langt og hægt er. Sumir legum þörfum. Er nema von þótt kommúnistar Sovétríkjanna séu grunaðir um að hagræða hag- fræðilegum staðreyndum? Að lokum: Það var yfírlýst stefna og er grundvallarskoðun kommúnismans að láta fólkið og þarfir þess ganga fyrir öllu öðru. Þannig átti þetta að vera í Rúss- landi en er öðru nær. Ásmundur Einarsson. Myndirnar. Sigurður Harðarson, útvarps- virkjanemi, tók flestar myndirnar sem fylgdu greinunum. ÁSMUNDUR EINARSSON blaðamaður fór fyrir skömmu með Lagarfossi til Sovétríkjanna í boði Eimskipafélags íslands. Skýrir hann lesend- um Vísis frá þvi sem fyrir augu bar í ferðinni i nokkrum greinum hér í blaðinu. Birtist fimmta grein Asmundar um ferðina hér og bregður upp svipmyndum af dvölinni þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.