Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 6
V í S IR . Föstudasur 12. október 1962. A6 ofan: Vista Mar-skólinn í Daly City í Kaliforniu er liríngmyndaður og þar eru 18 skólastofur umhverfis leik- völlinn. — Til vinstri: Sívölu turnarnir tveir i Marina City-hverfi í Chicago, þar sem gert er ráð fyrir 896 íbúð- um og 900 bílageymsium. Hringbyggingar { Bandaríkjunum verð- ur það æ algengara, að reistar séu hringlagabygg ingar, sem menn telja hagkvæmari í ýmsum til- gangi og ódýrara að reisa en hinar venjulegu. Hvarvetna í Bandaríkjunum má sjá, að hringlaga byggingar ryðja sér mjög til rúms og virð- ist það býggingarlag jafnt notað,’ hvort menn ætla að réisa skóla, gistihús, fjölbýlishús, skrifstofu- býggingar eða hús til annarrá nota. Þótt ólíklegt sé, að þær verði nokkru sinni eins algengar og hinar venjulegu, hornréttu bygg- ingar, er oft hagræði af að nota hringlagið, meðal annars af því að oft er ódýrara að reisa hring- laga byggingar en hinar fer- strendu, svo og af því, að þær eru oft hagkvæmari til ýmissa nota. Eftirtektarverðustu dæmin um þenna hringlaga byggingarstíl eru tvær sívalar byggingar, sem eru í smíðum í stórborginni Chicago og eru báðar 179 metrar á hæð. I byggingum þessum verða hvorki meira né minna en 60 hæðir, og 19 hinar fyrstu verða bílageymslur, en á 20. hæð verður sameiginlegt þvottahús fyrir alla íbúa hússins, sem búa á hinum 40 hæðunum. Þar verða íbúðir, og munu svalir fylgja hverri, þar sem hvorki ryk né hávaði frá umferðinni í borginni nær til þeirra. íbúðir þessar eru ætlaðar fólki með miðlungstekj- ur, og þarna verða hvorki meira né minna en 896 — átta hundruð níutíu og sex — íbúðir, en bíla- geymslurnar munu rúma 900 bíla. SJÖTTUNGUR KOSTN- AÐAR SPARAST. Arkitektinn, sem teiknaði bygg ingar þessar. Bertrand Goldberg að nafni, skýrir svo frá, að með þvi að notast við sívála bygging- arlagið og þær byggingaraðferðir, sem því fylgja og hægt er að beita einungis í sambandi við það, hafi verið hægt að lækka byggingarkostnað um sjöttung. Goldberg leggur sérstaka áherzlu á það, að sívalningurinn hafi í för með sér beztu nýtingu gólf- rýmisins. íbúðir hvors sívalnings mynda eins og fleyg, sem beint er inn að miðju byggingarinnar. en þar er að finna stiga, lyftur, rafleiðslur og hreinlætislagnir. Goldberg heldur því fram, að sí- vala lögunin geri að verkum, að ekki þurfi að leggja eins margar pípur og leiðslur og ella, og kostnaðurinn á því sviði minnki verulega af þeim sökum. Eitt af því óvenjulega við þess- ar byggingar í Chicago er notkun plastmóta við steypuvinnuna. Hefir komið í ljós, að þau koma að sérstaklega góðu gagni við steypu sívalna bygginga. Slík mót voru meðal annars notuð til að steypa „miðkjarna" bygging- : ’ áí'mnáH’ iftóáWsívalninginn, sem gét'ið er hér að framan, svo og burðarsúlur óg sitt hvað fleira. geta náð til hvaða bletts sem er innan 60 metra hrings. Skólamenn og forvígismenn bæjar- og sveitarfélaga hafa einnig orðið mjog fylgjandi þessu nýja byggingalagi. Árið 1958 var reistur skóli í Hereford í Penn- sylvaníufylki, og var hann hring- laga og vakti þar af leiðandi mikla athygli víða. Vegna lög- unar sinnar var þriðjungi minná húsrúmi eytt í ganga en tíðkast í öðrum skólum, og á þessari byggingu einni spöruðust 100,000 dollarar (4,3 millj. kr.), þegar miðað var við venjulega skóla í grenndinni, sem ætlaðir voru sama nemendafjölda. Sama byggingarlag hefir verið notað við Vista Mar-skólann í Daly City í Kalforníu. Hann er reistur eins og flatur hringur eða gild gjörð, og í miðju er opið svæði, sem er leikvangur skóla- barnanna, þar sem þau geta verið að leik eða við íþróttaiðkanir í fríminútum milli kennslustunda. Hringbygging þessi er gerð úr járnbentri steinsteypu og gleri, og í henni er rúm fyrir 13 kennslu- stofur og tvö barnaheimili að auki, sem borgarbúar senda börn sín í. í smáborginni Wheaton í Mary land-fylki hafa menn notazt við hringlagið til að nýta litla lóð sem þessa mannvirkis, hafa síðan noi að hringbyggingarlagið við sér- stakar deildir ellefu sjúkrahúsa víðs vegar um landið. BANKAR OG EINBÝLISHÚS. Ýmsir bankar hafa einnig grip- ið til hringlögunarinnar, er þeir hafa byggt yfir starfsemi sína, meðal annars National Bank of Westchester, sem hefir komið sér upp hringlaga útbúi I White Pla- ins, sem er eitt af úthverfum New York borgar. Hringlögunin, sem var valin til þess að nýta sem allra bezt lóð bankans, er var óregluleg í lögun, ,hefir vakið í tízku í Bandaríkjunum MIKIÐ SPARAÐ VIÐ SKÓLABYGGINGU. Þá hefir það einnig verið til mikils léttis við bygginguna, að þar var notazt við bygginga- krana af Lindengerð, en þeir eru danskir að uppruna (farið er að nota slíka krana hér á íslandi nú í fyrsta skipti). Þeim er Iyft hæð af hæð eftir þvi sem bygg- ii ^unni miðar áfram, og þeir SAMKOMUSALUR í MIÐJU. Skóli þessi er gerður úr ör- lítið bognum steinsteypuhlutum, skólastofurnar eru fleyglaga og allir gluggar eru á útveggnum. í miðri skólabyggingunni er hring- laga salur með hvolfþaki, og er hann ýmist notaður sem mötu- neyti fyrir kennara og nemendur eða samkomusalur til hljómleika- halds eða annarra skemmtana. Orville Bauer arkitekt hefir smíðað sér hringmyndað hús efst á skógivaxinni hæð við borgina Toledo í Ohio-fylki. Þaðan er fegursta útsýni yfir Maumee-dalinn, þar sem samnefnd á rennur. allra bezt til að koma upp þriggja hæða skólabyggingu. Með því móti hefir þeim tilgangi m. a. verið náð, að bókasafn skólans, fundaherbergi og aðrar sameigin- legar vistarverur hafa verið stað- settar, 4>ar sem skammt var til þeirra úr öllum kennslustofun- um. EINNIG SJÚKRAHÚS. Allmörg sjúkrahús í Bandaríkj- unum og öðrum löndum hafa not- fært sér hringlagið vegna sumra deilda sinna. Fylgismenn þessa byggingarlags staðhæfa, að hjúkr unarkona, sem stödd er í miðju slíkrar hringmyndaðrar sjúkra- húsdeildar, eigi auðveldara með að sjá um sjúklingana í herbergj- unum umhverfis og fari færri 'kref en ef um deild með venju- legu lagi væri að ræða. Ýmsir draga þó i efa, að þetta sé rétt, þegar um er að ræða deildir með 40—50 sjúkrarúmum. Þeir telja, að þú verði að framkvæma vissar breytingar á hringlöguninni, til þess að hún verði til bóta miðað við fyrri byggingaraðferðir, t. d. að útbúa hópa hringmyndaðra deilda fyrir sjúklinga, sem þarfn- ast sérstakrar hjúkrunar og um- önnunar. Árið 1C57 tók Mayo-sjúkrahús íð fræga í Rochester í Minnesota- fylki í notkun hringmyndaða deild handa sjúklingum, sem þarfnast sérstakrar hjúkrunar, og þessi tilraun á að hafa borið al- veg sérstakan árangur. Arkitektar þeir, sem sáu um framkvæmd mikla athygli og aflað bankanum margra nýrra viðskiptavina. Þekktur arkitekt, Orville Bau- er, hefir notað þessa byggingar- lögun við einbýlishús, sem hann hefir reist yfir sig og fjölskyldu sín: á skógi vöxnu svæði með fögru útsýni yfir Maumee-dalinn hjá Toledo í Ohio-fylki. Hann vildi taka sem allra mest tillit til útsýnisins, er hann reisti hús sitt, og hafði það þess vegna í tveim hringmynduðum hlutum, og er annar hringurinn mjög stór, en hinn mun minni, tengdur honum, og allir veggir eru úr gleri, svo að hvarvetna er hið bezta útsýni. FÍUtSSLÍF Frjálsíþróttadeild K.R. Innanhúss æfingar hjá deildinni i vetur verða sem hér segir: Iþróttahús Háskólans. Ungling- ar: Þriðjud. kl. 19.45—20.30. Sameiginleg þrekæfing fyrir allar deildir félagsins: miðvikud kl. 20.30—21.15. Stúlkur: föstud. kl 19.45 — 20.30 Karlar: föstud. kl. 20.30—21.15 íþróttahús K.R. við Kaplaskjóls- veg. Miðvikud. kl. 18.05—19.45: Hlaup, stökk ogi köst fyrir alla flokka. Þjálfari verður Benedikt Jakobs- son. Mætið vel og réttstundis og verið með frá byrjun. Takið með nýja félag.-. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.