Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 9
VISIR . Föstudagur 12. október 1962. 9 urinn hafði endilega þurft að fara úr liði rétt við Bifröst í Borgarfirði og valdið ærinni töf. Hestríðandi mennirnir á undan eru allsgáðir. Þeir eru auðsjáan- lega ekki að koma úr Vatnsdals- rétt — það er líka réttað í Víði- dalnum. „Það er búið að rétta hjá okk- ur“, segir bóndi úr Víðidalnum. „Mér þykir trúlegt, að þið náið í Vatnsdalsrétt", segir annar. unnar legum og veraldlegum vettvangi við þann, sem hefur fengið að erfðum mannþekking og lífsað- ferðir húnvetnskra forfeðra í marga kynliðu. Þar er hefð að berjast. Höfðingjum á Sturlunga- öld tókst aldrei að kúga Hún- vetninga, og sýslan hefur getið af sér fleiri afburðamenn á ólík- um sviðum en aðrar sýslur norð- anlands. sem klofnaði beggja vegna við bílinn, og jörðin dúaði undir. Gluggarnir á bílnum voru gal- opnir, og hrossamóðan barst inn um þá eins og lykt af skapandi frumkrafti, og reistir makkar á folum og faxprúð höfuð á hryss- um og alls staðar þessi tindrandi augu, þar sem sál íslenzkra ör- æfa speglast í — — þannig rann stóðið fram ..... fram hjá. Þegar síðustu hófaskellirnir frá öðru stórveldi en Vísi, minn kæri“. Ungan mann bar að úr ein- hverri átt. Hann var velríðandi. „Þetta er tengdasonur minn — hann á góða hesta, strákurinn". lyO FER að mönnum. © fjölga hestum og / VA THSDAINUM Húnvetnskt stóð við túnjaðarinn á Breiðabólstað í Vatnsdal. höfuðið örlítið upp og segir drafandi: „Þetta er allt í lagi, strákar mínir, — er það ekki?“ Svo hnígur höfuðið máttvana aftur niður á makka klársins, og hann sefur eins og áður. Hest- urinn dansar undir honum og tekur hliðarspor eftir þörfum og ræður ferðinni. Dýrið og eigand- inn virðast samæfð í þessum leik. Nokkrir gapar koma þeysandi yfir stokka og steina. Glæfra- mennska fellur að síðum. „Við skulum tala við þessa Frh. á 10. bls. „Það ætti að nægja að ná í veizlulokin", segir flugumaður frá blaðinu. „Þeir verða með nóg brenni- vín“, segir einn Húnvetninganna. „Ekki verða þeir minna brattir fyrir það“, var svarað. Það hafði rignt ógrynni um daginn, og sýslan var dökk yfir- litum, komið nálægt -miðaftni og nú stefnt rakleiðis í Vatnsdals- hólana. Skammt frá aftökustað morð- ingja Natans Ketilssonar, þar sem síðasta dauðadómi á íslandi var fullnægt að lögum eða árið 1830, vestan við höfuðbólið Sveinsstaði, er sveigt til hægri og ekið suður Vatnsdalinn. Réttað er að Undirfelli. Vegurinn eftir dalnum er mjór og liggur í hlykkjum yfir leiti og hóla, og á vinstri hönd er Hnjúkshnjúkur. Haustið klæðir umhverfið. Þessi dalur, þótt úr alfaraleið sé, er smitaður af frelsi, hvernig sem viðrar, eins og svo víða finnst um Húnavatns- sýslu. Það liggur í loftinu í þröngu dölunum þar, undir fell- unum, í holtunum, við melbörð- in, að ekki sé verið að biðjast afsökunar á einu né neinu. Sýsl- an kemur mörgum ferðamönnum kaldranalega fyrir sjónir, en í því viðmóti finnst hins vegar ekki vottur af undirlægjuhætti þrautpínds mannlífs. Menn þar telja sig njóta mannréttinda á borð við hvern sem er, og eru fljótir til hólmgöngu og orrustu við hvern sem er og hvað sem er, ef tilverurétti og frelsi þeirra er misboðið. Hvergi 1 landinu hefur verið meira um málaferli en í Húnavatnssýslu og alltaf barizt til þrautar. „Maður kannast við hún- /clnska hrokann — hann er svo auðþekktur", sagði Jón Sveins- son heitinn bæjarstjóri á Akur- eyri, þegar hann var að sálgreina Húnvetning, einstaklingshyggju- mann af fyrstu gráðu, búsettan f akureyrsku bæjarfélagi. Það ríður enginn meðalskussi feitum hesti úr viðskiptum á and- © TjESSAR hugrenningar fylgja slóðinni inn dalinn, og nú þegar innar dregur, koma í móti nokkrir Landrover-jeppar. Þeir eru mikið brúkaðir í sýslunni — þeir eru taldir svo seigir, Bær heitir að Breiðabólstað í Vatnsdal. Við túnjaðarinn er rekstur af stóði. í sömu andrá ber að þrjá ríðandi menn. Það er komið í kampana á þeim. Til- burðir þeirra eru eðlilegir, þegar svona stendur á. Sveinsstaðingar, Svínahrepp- ingar, Ásahreppingar og Þverár- hreppingar reka í Vatnsdalsrétt. Riddararnir þrír stíga af baki. Þeir kveðast heita Jóhannes Guðmundsson frá Syðri-Þverá, Eggert Guðmundsson frá Kirkju í Vesturhópi og Unnsteinn Björnsson frá Neðri-Þverá í Vesturhópi. „Þeir eru hættir að rétta“, segir einn þeirra. „Grunaði ekki Gvend", segir flugumað :. „Þið mætið þeim á leiðinni“, segir annar. „Hvernig var annars í réttun- um í dag?“ Einn tók upp fleyginn og sagði: „Ég hef verið í Vatnsdalsrétt í tólf ár og aldrei verið jafn- dauft eins og nú — ekki einu sinni tekin stemma“. Nú sveifla þeir sér í söðlana. Umferðin var farin að teppast. Bílar komu að úr báðum áttum, og stóðið þurfti að reka, hvað sem tautaði., Nú kom það askvaðandi, og þá var ekki um annað að gera en sitja inni í bílnum. „Það verður allt í lagi með bílinn", segir einn riddaranna, „trunturnar koma ekki við hann“. Nú hafði maður heyrt sögur af hestum, sem gerðu sér hægt um vik og slægju bílaskratta eins og óvini sína. Og enginn getur látið sér detta f hug. að húnvetnskur foli sé minna grimmur en hestur úr öðru umhverfi. Og nú kom stóðið eins og alda, fjöruðu út, var haldið á stað aft- ur og ekið lengra inn í dalinn. © jVU VAR farið að rökkva meira og dalurinn orðinn skugga- legri, nokkrir bílar með R-númeri renna fram hjá. — Skyldu þar fara hrossa- prangarar? Eða eru þetta bara gamlir Húnvetningar, sem hafa brugðið sér hingað norður til að lifa upp góðar minningar — eða eru þetta bara forvitnir áhorfend- ur og hestunnendur. Kannski eru þeir þetta líka allt í senn — hver veit .... Á brekkubrún ber mann á dökkum jó við himin. í ljósa- skiptunum virðist hvort tveggja hrikalegra en ella. Maðurinn kemur nú á harða stökki niður hallandann, og í fótmál hans fylg- ir amerísk bifreið af nýjustu gerð eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Þegar maðurinn á hestinum kemur nær, vindur hann sér af baki eins og Indjáni og kemur standandi niður. Toginleitt andlit — hestlaga höfuð — grá skálksaugu — mað- urinn kominn á miðjan aldur — grannur á vöxt með langa hand- leggi — farinn svolítið að vera lotinn, en ekki til baga — þó unglegur: Þannig kemur þessi Húnvetningur fyrir sjónir. Hann er hress af drykkju og átökum dagsins og ekki „billegur". „Við erum veraldarmenn hér í Húnavatnssýslu", segir hann, „við höfum hér ekkert utanað- lært siðferði. Lífið er hart — mér lærðist það snemma“, bætir hann við, og nú er vasapelanum brugðið á loft. „Þetta er allra sæmilegasta brennivín — viltú“, segir hann. „Brúka það ekki — sama og þegið". „Nú .... ég sá ekki betur en einn blaðamaðurinn að sunnan hafi legið steindauður á milli þúfna við réttina í dag og hundar várir migið yfir hann“. „Það hefur verið blaðasnápur Einn liggur fram á makkann og virðist steindauður. Þegar hann ríður fram hjá, réttir hann Kominn á níræðisaldur, nauðalik- ur Clemenceau gamla, þeim fræga úr fyrri heimsstyrjöldínni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.